Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 12
12 30. maí 2005 MÁNUDAGUR
Ein uppá-
fer› í viku
Nautin á Nautastöðinni á
Hvanneyri eru einu sinni
í viku leidd á bröndótta
gervikú sem kölluð er
Branda. Það er eins gott
að nautin fáist til uppá-
ferðar því annars bíður
þeirra slátrarinn.
„Það er hægt að plata flest naut-
in til að stökkva á Bröndu,“ segir
Ingimar Einarsson, starfsmaður
á Nautastöðinni á Hvanneyri, en
Branda þessi er gervikú sem
kemur nautunum til. Þá stökkva
þau á hana í æxlunarham en
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðu-
maður Nautastöðvarinnar, stekk-
ur þá til með svokallaða fuðu og
setur yfir lim nautsins og safnar
sæðinu. Hylki með sæðinu er svo
sett í frysti þar sem það er
geymt í fljótandi köfnunarefni
við 196 gráðu frost.
En ef nautin láta hins vegar
ekki til leiðast með Bröndu eru
örlög þeirra ráðin því þeim er
slátrað. Eins fer fyrir þeim naut-
um sem láta tilleiðast en fást
ekki til sæðisláts eða þá ef sæðis-
frumurnar þola ekki frost-
geymsluna.
„Þau eru afskaplega fljót að
þessu, þetta er eiginlega bara
einn, tveir og bingó,“ segir Ingi-
mar kankvís. „Það er því eins
gott að Sveinbjörn hafi hröð
handtök með fuðuna.“
Hvert naut er leitt á Bröndu
einu sinni í viku og er tekið úr
hverju nauti 6.600 skammtar en
svo er því slátrað. Kúabændum
eru sendir þúsund skammtar og
svo er beðið eftir því hvernig
kvígurnar reynast sem undan
koma. Kynbótanefnd metur af-
raksturinn og ef kálfarnir stand-
ast ekki kröfur hennar er sæðinu
hent. „Það er ýmislegt sem þessi
kynbótanefnd verður að taka mið
af, til dæmis er skap þeirra met-
ið en þessi kynbótavinna hefur
meðal annars skilað því að kýrn-
ar eru mun skapbetri í dag en
þær voru áður. Það kann að
hljóma undarlega en lundarfarið
skipti miklu máli, það getur ver-
ið hræðilegt að eiga við þær ef
skapgerð þeirra er þannig,“
segir Ingimar.
En Nautastöðin er ekki ær og
kýr Ingimars því að tónlistin á
hug hans allan. Hann lætur af
störfum í júlí eftir 33 ár í Nauta-
stöðinni og ætlar að njóta þess að
hafa meiri tíma til að syngja og
leika á harmonikuna. „Ég tek
stundum lagið hérna þegar
bændurnir koma í heimsókn og
þá taka þeir yfirleitt duglega
undir,“ segir Ingimar sem er
þegar farinn að kenna nýjum
starfsmanni að lokka nautin á
Bröndu. jse@frettabladid.is
Í FYRRA SIGLDU 63 ÍSLENSKIR SEGL-
BÁTAR UM HEIMSINS HÖF.
Heimild: Hagstofan
SVONA ERUM VIÐ
Í fjöldamörg ár mátti á þjóðhátíðardegi
hvers Norðurlands sjá fána viðkomandi
lands blakta á þökum strætisvagna sem
keyrðu um götur borgarinnar. Hörður
Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri
Strætó bs., segir að langt sé síðan sú
hefð hafi verið lögð af. Líklega hafi verið
tekin ákvörðun um að hætta þessu fyrir
um tíu árum. Hörður er ekki viss
hvenær þessi hefð skapaðist. Hann tel-
ur þó líklegt að það hafi verið gert í
samnorrænu átaki á sjötta áratugnum.
Hins vegar hafi fyrirtækið verið að end-
urnýja búnað og þá var tekin ákvörðun
um að endurnýja ekki fánana enda
þoldi tauið illa íslenska veðráttu. Þá hafi
Íslendingar líka verið þeir einu sem
héldu í þessa hefð.
Styttra er síðan Strætó hætti að flagga
íslenska fánanum. Hörður segir það
hluta af nútímavæðingu fyrirtækisins.
Talsverð fyrirhöfn hafi verið að setja upp
flöggin kvöldið fyrir 17. júní. Hins vegar
eru flöggin stundum sett á nokkra bíla
þegar tilefni þykir til. Íslenski fáninn
mun því ekki prýða strætisvagna á höf-
uðborgarsvæðinu á þjóðhátíðardegin-
um í ár.
Hættir a› flagga me› öllu
EFTIRMÁL: STRÆTÓ FLAGGAR Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI NORÐURLANDAÞJÓÐA
Haustakur
Hvannakur
Hjálmakur
Jafnakur
Krossakur
Kaldakur
Kornakur
Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærðir þeirra og nýtingu, einnig upplýsingar
um hvernig væntanlegir kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á
vefsíðu Akralands www.akraland.is
Þar er einnig að finna nauðsynleg gögn sem tilboðsgjafar þurfa að kynna sér,
s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá og sölu- og skipulagsskilmála.
23 lóðir í Akrahverfi, Garðabæ.
Byggingarhæfar á haustmánuðum 2005.
Tilboðum skal skila eigi síðar en
föstudaginn 3. júní kl. 15:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Akralands þar sem allar
nánari upplýsingar eru veittar um lóðirnar.
Fasteignasölurnar Borgir og Eignamiðlun munu einnig
annast milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem hafa
áhuga snúið sér þangað.
gullmolinn á höfuðborgarsvæðinu
Akraland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
sími 599 4000, fax 599 4001
Tilboðsfrestur útrunninn,
var 20. maí
Tilboðsfrestur 03. júní
hz
et
a
www.akraland. is
Síðar i h lut i
Kjúklingur sem sektaður var fyr-
ir að ganga yfir götu hefur krafs-
að sér leið út úr ógöngunum.
Kjúllinn hafði verið sektaður um
54 dollara í mars síðastliðnum
fyrir að hamla umferð þegar hann
rambaði inn á götu í Jóhannesar-
borg í Kaliforníu.
Lögfræðingur eigenda hans,
Moore-hjónanna, hélt í frammi
þeirri vörn að umræddur
kjúklingur væri í raun gæludýr
og gæti því ekki verið ákærður
sem húsdýr. Í lögum Kaliforníu-
ríkis er kveðið á um bann við um-
ferð húsdýra á þjóðvegum en slíkt
á ekki við um gæludýr.
Moore-hjónin héldu því fram
að þau hefðu einvörðungu verið
sektuð þar sem þau mótmæltu að
lítið hefði verið gert til að hafa
hendur í hári háværra farartækja
utan vegar. Lögregluyfirvöld
segja þó sektina ekkert hafa með
það að gera.
Það breytir þó ekki því að fall-
ið var frá sektinni og kjúklingur-
inn getur lifað lífi sínu áhyggju-
laus, nema auðvitað Moore-hjónin
séu sólgin í kjúklingasúpu.
- sgi
Í STRÆTÓ Fánar á strætisvagni voru barn síns tíma að mati Strætó bs.
Eitt af sérkennilegri orðtökum sem
við Íslendingar eigum er að leika á
als oddi, sem má segja að merki
að vera í gríðarlegu stuði. Alur er
lítill stingur eða handbor og að
leika á oddi hans er jafngilt því að
leika við hvern sinn fingur, þótt
einkennilegt megi virðast. Enn ein
málbirtingarmynd þessa jákvæða
ástands er að leika alsolla. Sollur
er einhvers konar glaumur eða
kæti en merkingin getur þó verið
allt niður í svall eða spilltan félags-
skap, enda geta partíin farið ræki-
lega úr böndunum í sollinum.
magnus@frettabladid.is
ALSTUÐ
ÁSTKÆRA
YLHÝRA
INGIMAR STENDUR VIÐ BRÖNDU
Þessi bröndótti barmur kemur nautunum
til. Sveinbjörn verður þá að hafa hröð
handtök með fuðuna en á innfelldu mynd-
inni má sjá að hann kann á henni hand-
tökin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/J
Ó
N
S
IG
U
RÐ
U
R
Dómur í Kaliforníu:
Kjúklingur slapp vi› sekt