Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 74
Fyrir þrjátíu árum sá Bergur Felixson auglýsingu í dagblaði þar sem auglýst var eftir fram- kvæmdastjóra Barnavinafélags- ins Sumargjafar. Bergur var þá nýfluttur suður til Reykjavíkur en hafði síðastliðin sjö ár starfað sem skólastjóri á Blönduósi. Hann sótti um, hreppti starfið og á nú að baki þriggja áratuga sam- felldan feril í leikskólamálum Reykjavíkur. „Þá voru allir leikskólar rekn- ir af Sumargjöf en borgin byggði flesta leikskólana og kostaði upp á reksturinn,“ segir Bergur en Sumargjöf varð síðar að Leik- skólum Reykjavíkur. Bergur segir gífurlega miklar breytingar hafa orðið í leikskóla- málum líkt og í öllu þjóðfélaginu. „Helstu breytingarnar sem okkur varða er hin geysilega atvinnu- þátttaka og nám foreldra ungra barna,“ ályktar Bergur en hann segir mikið hafa gerst í lífi fjöl- skyldna á þessum árum. „Karl- mennirnir eru duglegri að vinna heima og konurnar duglegri að vinna úti,“ segir Bergur og hlær. Hann segir þó að stundum hafi komið tímar þar sem hann hug- leiddi að hætta. „Þetta er stressandi starf, það er mikið á milli tanna í pólitíkinni og oft mikið áreiti,“ segir Bergur sem man þó aðallega góðu atriðin í vinnunni. Nú um mánaðamótin samein- ast Leikskólar Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð í nýju Mennta- sviði Reykjavíkurborgar. „Ég var mjög reiðubúinn að hætta og það passaði að gera það við þessi tímamót,“ segir Bergur sem verður 68 ára í haust. Bergur sleppur þó ekki hend- inni af leikskólamálunum alveg strax og mun að öllum líkindum vinna eitthvað að því að safna gögnum til ritunar á sögu þessa tímabils. „Í júlí ætlum við mest að liggja á meltunni og fara ein- staka dag í golf,“ segir Bergur en hann segist vera með mikla dellu þó að getan sé ekki í samræmi við áhugann. ■ 18 30. maí 2005 MÁNUDAGUR VOLTAIRE (1694-1778) lést þennan dag. Liggur á meltunni í júlí „Það sem er of vitlaust til að segja er sungið.“ Voltaire var franskur heimspekingur sem var uppi á tímum upplýsingarinnar. Upplýsinga- menn voru boðberar skynsemis- og rökhyggju. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Ingvi R.K. Sveinsson, Hagamel 46, lést miðvikudaginn 18. maí. Útför hans fór fram í kyrrþey. Valgerður Magnúsdóttir, Kleppsvegi 2, Reykjavík, er látin. Útför hennar fór fram í kyrrþey 26. maí. Katrín Guðbjartsdóttir Richards lést miðvikudaginn 25. maí. Oddný Ingimarsdóttir, fyrrverandi bók- sali, lést fimmtudaginn 26. maí. JAR‹ARFARIR 13.00 Ágúst Þórður Stefánsson, Öldu- götu 31, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Seljakirkju. 13.00 Kristín Elíasdóttir, frá Oddhóli, Rangárvöllum, áður til heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.00 Sigurjón Jónsson, járnsmíða- meistari, Furugerði 1, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 13:30 Mikael Ragnarsson, Hátúni 10a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13:30 Sigurður Björgvinsson, fyrrver- andi bóndi á Neistastöðum, verð- ur jarðsunginn frá Selfosskirkju. Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Hraungerði. MEÐ SKJÓLSTÆÐINGUM Bergur er hér með nokkrum leikskólabörnum við leikskólann Sæborg við Starhaga. Þennan dag árið 1990 bönnuðu frönsk yfirvöld all- an innflutning á bresku nautakjöti og lifandi naut- gripum af ótta við kúariðu. Frakkland var stærsti innflytjandi bresks nautakjöts og kom þetta sér því mjög illa fyrir breska bændur. Einnig kom sér þetta illa fyrir bresk yfirvöld sem höfðu þráfaldlega reynt að sannfæra almenning um að öruggt væri að neyta nautakjöts. Fáum dögum síðar bönnuðu einnig Þýskaland og Ítalía innflutning á nautakjöti. Banninu var aflétt nokkru síðar eftir miklar samningaviðræður í Brussel. Kúariðukreppan náði síðan hámarki 20. mars árið 1996 þegar bresk yfirvöld viðurkenndu að tengsl væru milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóms- ins, mannlegri útgáfu hrörnunarsjúkdómsins sem hafði fyrst fundist í breskum kúm tíu árum áður. Viku síðar var sett á algert bann á útflutning á bresku nautakjöti. Banninu var aflétt af öllum lönd- um nema Frakklandi árið 1999 en eftir að Evrópu- sambandið hótaði stórum fjársektum var banninu einnig aflétt í þar í október árið 2002. 30. MAÍ 1990 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1431 Jóhanna af Örk er brennd á báli í Rúðuborg í Frakklandi fyrir villutrú. 1593 Breska leikskáldið Christopher Marlow er drepinn á krá vegna deilna um borgun á reikningi. 1768 Eggert Ólafsson, náttúru- fræðingur og skáld, drukknar á Breiðafirði við áttunda mann. 1851 Jón Sigurðsson er kosinn forseti Kaupmannahafnar- deildar Hins íslenska bók- menntafélags. Forsetatitill- inn festist við Jón. 1981 Forseti Bangladess, Zia Ra- hman, er ráðinn af dögum. 1984 Staðfest eru stjórnskipunar- lög sem fjölga alþingis- mönnum úr 60 í 63. Banna innflutning á bresku kjöti Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000.                 !"  #  $   %   #    & '    #  (  ) '    *)  ( "#  +" # ,     '  % -  .( !"  $$ ( "   # '  !-     '  ,   '   / )*0 (       % - # .( !" "  #  11 "    ' !- &   2    ,      % ' ' "(  33  4  !"   5 ( 6 / % 0$ 2 "   &    #  (  (   &   7      (6  '  #    ""(  "  - 8(  (   4&    # "(  +!'      4&  9!  :( !  !! #    " ;#"( !"  -   8    ( ' "- 4- +"( #   :( '                         !  "    5 ( + !" " &   7)7  :(  1 #  1 #  +"( 4 < # #     +"(( =  %% !' & !   9( "  ># (   (  #  -  (  ?       !(    .( !"     '       8 > 8# '# #  5# #   ' !' Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Björgvinsson fyrrum bóndi á Neistastöðum, sem lést að hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstudaginn 20. maí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, mánudag kl. 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Hraungerði. Margrét Björnsdóttir, Björn Sigurðsson, Sigríður Júlía Bjarnadóttir Soffía Sigurðardóttir, Sigurður Ingi Andrésson Stefanía Sigurðardóttir, Björn Jónsson Guðbjörg Sigurðardóttir, Stefán Hrafn Jónsson, Sigurður B. Sigurðsson, Þorbjörg Erla Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón G. Sigurjónsson Birkigrund 71, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Anna Ásgeirsdóttir Freyja Sigurjónsdóttir Þórir Sigurgeirsson Ásgeir Sigurjónsson Silja Sverrisdóttir Drífa Sigurjónsdóttir Ólafur Baldursson og barnabörn. AFMÆLI Jónas Ingimundarson píanóleikari er 61 árs. Katrín Hall dansari er 41 árs. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM TÍMAMÓT: BERGUR FELIXSON HÆTTIR HJÁ LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR FÆDDUST fiENNAN DAG 1682 Pétur mikli, Rússakeisari. 1909 Benny Goodman, konungur sveifl- unnar. 1968 Jerry Springer, spjallþáttastjórnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.