Fréttablaðið - 05.06.2005, Page 2

Fréttablaðið - 05.06.2005, Page 2
2 5. júní 2005 SUNNUDAGUR Norðurlandakeppni í ökuleikni vagnstjóra: Íslendingar ur›u hlutskarpastir ÖKULEIKNI Íslenskir vagnstjórar sigruðu starfsbræður sína frá öðrum Norðurlöndum auðveld- lega í ökuleikniskeppni vagn- stjóra sem fram fór við höfuð- stöðvar Strætó að Kirkjusandi í gær. Urðu þeir alls 2.500 sekúnd- um á undan Dönum sem komu næstir. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslendingar skipa sér í efsta sætið í þessari keppni sem haldin hefur verið síðustu þrjátíu árin en ís- lenskir vagnstjórar tóku þó ekki þátt fyrr en 1983. Er um margvís- legar þrautir að ræða sem sex vagnstjórar frá hverri þjóð fyrir sig verða að leysa á sem stystum tíma. Reyndist munurinn heilar 2.500 sekúndur þegar upp var staðið sem telst vera afar öruggur sigur Íslendinga. Finnar urðu þriðju, Norðmenn fjórðu og Svíar ráku lestina. Af 30 vagnstjórum reyndist Markús Sigurðsson stigahæstur og er því Norðurlandameistari en næstu sæti voru einnig skipuð Ís- lendingum, þeim Þórarni Söebech og Rögnvaldi Jónatanssyni. -aöe Chirac og Schröder ræddu stjórnarskrána: Ver›um a› halda áfram ÞÝSKALAND, AP Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, vöruðu leiðtoga aðildarríkja Evr- ópusambandsins við því í gær að láta höfnun stjórnarskrársátt- mála sambandsins í Frakklandi og Hollandi koma í veg fyrir staðfestingarferli hans annars staðar í ríkjum Evrópusam- bandsins. Chirac og Schröder hittust í Berlín í gær og sagði talsmaður Schröder að þeir hefðu verið sammála um að ferlið yrði að halda áfram þrátt fyrir þau áföll sem það hefur orðið fyrir. Hann sagði leiðtogana líta svo á að ef það yrði ekki gert væru Evrópu- búar látnir vera í óvissu um framtíð sína. ■ Stjórnvöld ver›a a› tryggja stö›ugleika Framkvæmdastjóri Alfl‡›usambandsins og forma›ur Vinstri-grænna segja a› ríkisstjórnin ver›i a› grípa til a›ger›a en geti ekki vísa› ábyrg› á efnahags- málum á Se›labankann. Pétur Blöndal segir stjórnina hafa gripi› til a›ger›a. EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðug- leika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands og tveir stjórn- arandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórn- in notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn til- kynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Sam- fylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármál- um hafa haft slæm áhrif á efna- hagslífið. „Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og að- haldi í ríkisfjármálunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skor- aði á ríkisstjórnina að gefa út yfir- lýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjufram- kvæmdum í bili. „Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið.“ Einnig vildi hann að hætt yrði við skatta- lækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyr- ir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlaga- ári. Hann sagði jafnframt að verð- bólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á hús- næðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkun- ar. Pétur segir merkilegt að lækk- un á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neyslu- verðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra. grs@frettabladid.is Stjórnarskrá ESB: Vilja fá a› kjósa DANMÖRK, AP Meirihluti Dana vill fá að kjósa um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins þrátt fyrir að hvort tveggja franskir og hollensk- ir kjósendur hafi hafnað honum. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Politiken birti. Samkvæmt könnuninni telja 53 prósent Dana réttast að láta fyrir- hugaða þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. 31 prósent telur hins vegar að í ljósi höfnunar Frakka og Hollendinga sé réttast að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sextán prósent aðspurðra voru óákveðnir. Fjórar kannanir gefa til kynna að Danir hafni sáttmálanum. ■ 44 fermetra ljósaskilti: Stærsta skilti landsins AUGLÝSINGAGERÐ Sérfróðir menn unnu við það í fyrrakvöld að setja upp á þak nýrrar verslunar Bíla- nausts stærsta auglýsingaskilti sem sést hefur á landinu. Var þar um að ræða auglýsingu fyrir verslunina Bílanaust sem opnar seinna í þessum mánuði en skiltið er alls 44 fermetrar að stærð eða svipað og einstaklings- íbúð og lýst upp af 86 flúorperum. Var skiltið smíðað í verksmiðju í Lettlandi eftir íslenskri teikningu og komu hingað til lands tveir menn frá fyrirtækinu sérstaklega til að setja það upp. -aöe Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Haustferðir draCretsaM udnuM !aninusívá aðref Apollo og Kuoni bjóða ótrúlega fjölbreytta og hagstæða haustpakka til allra heimshorna. Kannaðu verðdæmi á heimasíðu okkar, www.kuoni.is, eða hafðu samband við söluskrifstofuna. Grikkland • Tyrkland • Túnis • Egyptaland Kanaríeyjar • Taíland • Indland • Bali... - og heimsborgin Kaupmannahöfn í kaupbæti! SPURNING DAGSINS Kjartan, fl‡›ir fletta a› vagn- arnir ver›a á réttum tíma í framtí›inni? „Engin spurning“ Íslenskir strætisvagnabílstjórar urðu langefstir á Norðurlandamótinu í ökuleikni. Kjartan Pálmason er upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúi ís- lenskra strætisvagnabílstjóra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE AF ÁN NORÐURLANDAMEISTARAR Íslendingar skipuðu sér í öll efstu sætin á Norðurlandamóti strætóbílstjóra í öku- leikni sem fram fór í gær. GLEÐJAST SAMAN Unga fólkið skemmti sér dável í glampandi sólskini í grillveislu Krafts í Hafnarfirðinum. Grillhátíð Krafts: Gekk framar vonum FÉLAGSMÁL Um 70 manns skemmtu sér hið besta í grillveislu Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, en slík veisla er haldin á hverju ári. Grillað var í Hellisgerði í Hafnarfirði að þessu sinni í blíð- skaparveðri sem einkenndi suð- vesturhorn landsins í gær. Að sögn Maríu Erlu Pálsdóttur sem sá um undirbúning veislunnar skemmtu gestir sér hið besta en fjölmargt var í boði auk þess sem hljómsveitin Ættarbandið lék og söng allan tímann. -aöe FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R LÖGREGLUFRÉTTIR SLASAÐIST EFTIR VELTU Á MÓTORHJÓLI Ökumaður torfæruhjóls slasaðist þegar hann missti stjórn á hjóli sínu í Ölfusi um kvöldmatarleytið í gær. Ók hann út af með þeim af- leiðingum að hann kastaðist nokkurn spöl en áverkar hans reyndust ekki lífshættulegir. Mun hann engu að síður dvelja á spítala næstu dægrin. ALVARLEGT SLYS Í HESTAFERÐ Í FLJÓTSDAL Kona í hestaferð í Fljótshlíð slas- aðist illa þegar hestur sparkaði í andlit hennar um miðjan dag í gær. Hún var flutt á slysadeild í Reykjavík með slæma áverka á andliti og hálsi. Þarf konan að gangast undir aðgerð og verður undir eftirliti næstu dægrin. SÉST VÍÐA AÐ Risaskiltið er áberandi og sést víða að en kostnaður við smíði slíkra skilta skiptir milljónum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IR G IR Spænsk móðir: Myrti tvö börn sín SPÁNN, AP Spænsk kona er talin hafa drekkt tveimur börnum sín- um, átta mánaða og tveggja ára gömlum. Hún hringdi í lögreglu eftir verknaðinn og sagði frá hon- um en reyndi síðan sjálfsmorð með því að fleygja sér fram af svölum íbúðar sinnar í Barselóna. Þegar lögregla kom á staðinn fannst konan alvarlega slösuð á jörðinni fyrir framan íbúð sína. Lík barnanna tveggja fundust í baðkari. ■ VIÐ HÖFNINA Hátt gengi krónunnar bitnar sérstaklega harkalega á sjávarútveginum og öðrum útflutningsgreinum. EVRÓPA LEIÐTOGA SPARKAÐ Í FRAKKLANDI Franskir sósíalist- ar viku einum forystumanna flokksins, Laurent Fabius fyrr- um forsætisráðherra, úr for- ystusveit sinni í gær. Ástæðan er sú að hann stýrði baráttu þeirra sem vildu hafna stjórn- arskrársáttmála Evrópusam- bandsins í þjóðaratkvæða- greiðslu. VILJA ENN AÐILD Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði Tyrki enn hafa fullan hug á aðild að Evrópusambandinu á ráðstefnu í Austurríki. Gul hét því jafnframt að Tyrkir myndu áfram vinna að þeim umbótum sem eru nauðsynlegar svo þeir uppfylli skilyrði um aðild en ýmislegt þykir miður í stjórnháttum landsins sem hefur virkað illa á þá embættismenn ESB sem ákvarða hvaða þjóðir koma til greina til inngöngu. CHIRAC OG SCHRÖDER Leiðtogarnir föðm- uðust þegar þeir hittust í Berlín.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.