Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 12
Verðskuldaður virðing- arvottur við sjómenn TIMAMÓT: SJÓMANNADEGI FAGNAÐ UM ALLT LAND Sjómannadegi er fagnað víðast hvar um landið í dag en fyrsti sunnudagur júnímánaðar hefur verið helgaður sjómönnum all- ar götur síðan 1938. Það er óhætt að segja að óvíða hefur myndast jafn sterk hefð fyrir deginum og á Pat- reksfirði. Þar hefur dagurinn undið upp á sig í gegnum tíðina og er í raun og veru orðinn sjó- mannadagshelgi því dagskráin er þéttskipuð frá fimmtudegi fram á sunnudag. Einar Jónsson og Árni Magnússon fara fremstir í flokki sjómannadags- ráðs á Patreksfirði sem hefur veg og vanda að því að skipu- leggja hátíðarhöldin. Þeir hafa verið í ráðinu í tæpa tvo áratugi og eru sammála um að sjó- mannadagurinn er stéttinni afar mikilvægur. „Þetta er dag- urinn þar sem sjómenn koma saman og eiga ánægjulega stund og það skiptir menn miklu máli að finna fyrir þess- ari samkennd.“ Aðrir þurfa heldur ekki að láta sé leiðast enda nóg um að vera og fólk getur tekið þátt í knattspyrnu- og golfmóti, sjóstangaveiði, hlýtt á Álfta- gerðisbræður syngja, litið á myndlistarsýningar og bryggjuball svo fátt eitt sé nefnt. Herlegheitunum lýkur svo með stórum dansleik á sunnudeginum og ekki er óal- gengt að samúðarfullir yfir- menn gefi starfsmönnum frí fram að hádegi á mánudeginum þar sem flestir hafa jú verið að dansa fram á nótt. Árni og Einar segja að það sé ekki vanþörf á að hafa þétta og fjölbreytta dagskrá þar sem fjölmargir gestir leggi leið sína í bæinn yfir helgina. „Ég geri ráð fyrir að íbúatalan tvöfald- ist,“ segir Einar. „Það er mikið af brottfluttum Patreksfirðing- um sem nota tækifærið og vitja heimahaganna en það kemur líka margt fólk hingað sem hef- ur heyrt af stemningunni og vill heimsækja okkur. Við tökum þeim auðvitað fagnandi.“ Einar og Árni eru þó hóg- værðin uppmáluð og eigna sér ekki heiðurinn af velgengninni fyrir vestan. „Það er einvalalið manna sem stendur í þessu með okkur og gefur tíma sinn til að koma þessu í kring. Það fylgir þessu vissulega mikil vinna en það væri auðvitað ekki hægt að koma þessu í kring ef ekki væri fyrir fólkið sem tekur þátt í þessu með okkur og vill með því sýna sjómönnum þann sóma sem þeir eiga skilið.“ ■ 12 5. júní 2005 SUNNUDAGUR RONALD REAGAN (1911-2004) LÉST ÞENNAN DAG. Ronald Reagan varð Bandaríkjaforseti 1981 og sat hann í tvö kjörtímabil. Hann var vinsæll kvik- myndaleikari áður en hann fór út í stjórnmál. „Stjórnvöld eiga það til að leysa ekki vandamál, heldur hliðra þeim til.“ - Ronald Regan timamot@frettabladid.is AFMÆLI Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður á Egilsstöðum er 71 árs. Hjörtur Pálsson rithöfundur er 64 ára. Sigurður Rúnar Friðjónsson er 55 ára. Kristín Arngrímsdóttir myndlistarkona er 52 ára. Guðmundur Oddur Magnússon er 50 ára. Sigrún Waage leikkona er 44 ára. Drífa Snædal, fræðslu- og fram- kvæmdastjóri samtaka um Kvennaat- hvarf, er 32 ára. ANDLÁT Rósa Magnúsdóttir frá Bíldudal, andað- ist á Sjúkrahúsi Ísafjarðar mánudaginn 30. maí. Sigurlín (Eva) Andrésdóttir, Skjóli, áður Furugerði 1, lést mánudaginn 30. maí. Helgi Hallgrímsson húsgagna- og inn- anhússarkitekt, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 2. júní. Jófríður Ólafsdóttir, Staðarhrauni 3, Grindavík, lést á heimili sínu fimmtudag- inn 2. júní. Björgvin Bjarnason járnsmiður, Hlíðar- vegi 57, Kópavogi, andaðist á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, fimmtu- daginn 2. júní. Þennan dag árið 1956 kynnti Elvis Presley smáskífu sína Hound Dog í sjónvarpsþætti Milton Berle í Bandaríkjunum. Elvis hneykslaði áhorfendur þegar hann dansaði með kyn- þokkafullum mjaðmahnykkjum. Þessi framkoma olli miklu fjöl- miðlafári og aðrir spjallþátta- stjórnendur, þar á meðal Ed Sullivan, formæltu henni. Sulliv- an sór þess dýran eið að Elvis kæmi aldrei í þáttinn til sín. Um haustið fór það þó svo að Elvis var gestur hans í þrjú skipti. Elvis hafði þá verið að hljóðrita lög í tvö ár. Þegar hann vann í raftækjabúð í Memphis fór hinn 18 ára Elvis í hádegishléi sínu og tók upp tvö lög í tilefni af af- mæli móður sinnar. Afgreiðslu- maður í stúdíóinu varð svo upprifinn að hann fór með upp- tökurnar til Sam Phillips sem gerði plötusamning við Elvis sama ár. Hinn umdeildi dans Elvisar með mjaðmahnykkjunum frægu vakti ugg foreldra en heillaði ungar stúlkur. Í upptökum á sjónvarpsþætti Eds Sullivan árið 1956 var ákveðið að mynda einungis efri hluta líkama Elvis- ar til að gæta allrar siðsemi. 5. JÚNÍ 1956 Til að gæta siðsemi var einungis efri hluti líkama Elvis sýndur í sjónvarpsþætti Ed Sullivan. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1885 Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrif- ar grein um menntun og réttindi kvenna í Fjallkon- una. Þetta er fyrsta grein sem íslensk kona skrifar í opinbert blað. 1967 Sex daga stríðið hefst þegar Ísrael ræðst gegn Sýrlandi og Egyptalandi. 1968 Robert Kennedy, yngri bróðir John F. Kennedy, er skotinn. Hann lætur lífið daginn eftir af sárum sín- um. 1975 Íslendingar sigra Austur- Þjóðverja í landsleik í knattspyrnu. 1991 Hæstiréttur kveður upp dóm í Hafskipsmálinu. Flestir hinna ákærðu eru sýknaðir. Elvis veldur uppnámi Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Ástkær maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Kristján Belló Gíslason, fv. leigubílstjóri, Vogatungu 101, Kópavogi, er andaðist að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi þriðjudagsins 31. maí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess. Halldóra Stefánsdóttir Vera Kristjánsdóttir Gísli Þ. Kristjánsson Oddný S. Gísladóttir Guðleif Kristjánsdóttir Helgi H. Eiríksson Arnþrúður M. Kristjánsdóttir Hafsteinn M. Guðmundsson Stefán R. Kristjánsson Agla B. Róbertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Austur-Skaftafellssýsla: Hundra›asti stúdentinn Hundraðasti stúdent Framhalds- skólans í Austur-Skaftafellssýslu var meðal þeirra sem voru út- skrifaðir við þrettándu útskrift skólans í lok maí. Fyrstu nýstúd- entarnir voru útskrifaðir árið 1992 og hafa alls 102 stúdentar sett upp hvíta kollinn í skólanum sem staðsettur er á Höfn í Horna- firði. Að þessu sinni útskrifuðust 8 stúdentar: 5 af skrifstofubraut og 16 af almennri braut. Dux Scolae að þessu sinni var Hulda Rós Sigurðardóttir. ■ ÚTSKRIFTARHÓPUR Útskriftarnemar ásamt skólameistara. Hjólavæn borg Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er í dag. Af því tilefni stendur Land- vernd fyrir hjólalest í samvinnu við Landssamtök hjólreiðamanna. Hjólað er undir yfirskriftinni „Hjólavæn borg“ en lestin er í tengslum við afhendingu Bláfán- ans sem afhentur verður á yl- ströndinni í Nauthólsvík í lok ferð- ar. Þá býður Íþrótta- og tómstunda- ráð upp á hressingu. Lagt er af stað frá Eimreiðinni á miðbakka Reykjavíkurhafnar þegar klukk- una vantar tíu mínútur í tvö en for- maður Landverndar, Björgólfur Thorsteinsson, umhverfisráð- herra, Sigríður Anna Þórðardóttir og forseti borgarstjórnar Reykja- víkur, Stefán Jón Hafstein, verða í broddi fylkingar. ■ FJÖLMENNI Á KAJANUM Hundruð manna söfnuðust saman á bryggjunni á Patreksfirði í gær og fylgdust með dorgveiði og kraftakeppni. EINAR JÓNSSON OG ÁRNI MAGNÚSSON Þeir félagar hafa komið að skipulagningu hátíðarhaldanna í næstum tvo áratugi. M YN D /H AF ST EI N N O R R I I N G AS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ / B ER G ST EI N N S IG U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.