Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 05.06.2005, Qupperneq 16
16 5. júní 2005 SUNNUDAGUR Þ jóðvegur eitt er ekkiárennilegasta gönguleiðlandsins enda liggur hann um heiðar og fjöll. Brekkurnar bíða Bjarka Birgissonar og Guð- brands Einarssonar. Meðal helstu fjallvega eru: Hellisheiði, Al- mannaskarð, Öxi, Möðrudalsör- æfi, Mývatnsheiði, Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Holtavörðuheiði. Það eru þó ekki brekkurnar sem Guðbrandur óttast mest. „Ég kvíði helst fyrir því ef það gerir storm á Söndunum. Þá getum við bara pakkað saman á meðan. Svo held ég að það geti verið erfitt að ganga í mikilli umferð í grennd við stóru kaupstaðina.“ Annars telja þeir félagar að það verði erfiðast að byrja; að koma sér af stað. Og svo er rétta hugarfarið vitaskuld mikilvægt. „Við verðum að passa að verða ekki leiðir á þessu,“ segja þeir og bæta við hlæjandi að þeir hafi reynt að hittast sem minnst síð- ustu vikur til að verða síður leiðir hvor á öðrum meðan á göngunni stendur. Þeir eru komnir í startholurnar og vildu helst að mánudagurinn 20. júní væri á morgun en ekki eftir tvær vikur. „Það væri gott ef svo væri, þá gætum við byrjað að ganga.“ Dorrit til verndar Undirbúningur göngunnar hefur gengið vel en hann hefur staðið frá því í janúar. Bjarki og Guð- brandur hafa leitað stuðnings hjá fólki og fyrirtækjum og alls stað- ar hefur þeim verið vel tekið þó að framlögin hafi verið mishá og stundum engin. „Í upphafi tók fólk okkur meira í gríni en al- vöru,“ segir Bjarki sem hlakkar til að vera laus við undirbúning- inn. Þeir hafa leitað eftir stuðningi til að standa straum af kostnaðin- um við gönguna, sem helst felst í fæði og gistingu, en eru ekki í áheitasöfnun. „Markmið göngunn- ar er ekki að safna peningum. Við erum bara að reyna að komast kostnaðarlausir frá þessu,“ segir Guðbrandur en bankareikningur verður opnaður fyrir þá sem vilja liggja þeim fjárhagslegt lið. Sjálfir hafa þeir að mestu und- irbúið það sem að þeim snýr en gangan er skipulögð í samstarfi við Sjónarhól, Íþróttasamband fatlaðra og Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands. Þeir félagar verða ekki einir í för, með þeim verður Tómas Birg- ir Magnússon íþróttakennari sem eltir á bíl og veitir þeim nauðsyn- lega aðstoð á leiðinni. Og verndari göngunnar miklu verður Dorrit Moussaieff forsetafrú. Gengið gegn fordómum Tilgangur hringgöngu Bjarka og Guðbrands er þríþættur en allt ber þó að sama brunni. Þeir vilja vekja athygli á málefnum barna með sérþarfir og sýna að hægt sé að yfirvinna hindranir með við- eigandi hjálpartækjum, þjálfun og stuðningi. Þá vilja þeir stuðla að mannvirðingu og mannlegri reisn og heimi án aðgreiningar. „Það verður að minnka for- dómana í þjóðfélaginu og skapa samstöðu meðal fólks,“ segir Bjarki og spyr: „Hvers vegna get- ur fólk verið haldið fordómum gegn einhverju sem það getur sjálft lent í á lífsleiðinni?“ Honum er málið hugleikið enda hefur hann fengið sinn skerf af fordóm- um í gegnum árin. „Þeir hafa birst mér þannig að fólk setur sama- semmerki milli þess líkamlega og þess andlega.“ Með öðrum orðum hefur fólk litið svo á að eitthvað sé að í koll- inum á Bjarka þar sem hann getur ekki gengið beint. Það er dæmi um hreina og klára fordóma. Samfélagið gerir fólk fatlað Bjarki er bjartsýnn og lífsglaður ungur maður sem strax á æskuár- unum einsetti sér að sigrast á fötl- un sinni. „Þegar slíkt tekst er maður sigurvegari og jafningi allra,“ segir hann og gagnrýnir hvaða augum almenningur lítur þá sem á einhvern hátt eru frá- brugðnir öðrum. „Það er nú einu sinni þannig að manneskja í hjóla- stól er ekki fötluð. Það er samfé- lagið sem gerir hana fatlaða með öllum hindrununum. Á þetta vilj- um við benda og ef þjóðfélagið kæmi með okkur og lagaði þetta stæðu allir á jafnréttisgrund- velli.“ Bjarki vill að allir taki öllum eins og þeir eru og að allir taki virkan þátt í samfélaginu. Og í tengslum við fordómana rifjar hann upp að fyrir fimmtán árum var mönnum strítt fyrir að vera með gleraugu. „Nú þykir flott að vera með gleraugu og þau eru í tísku. Normið er miðað út frá tísku og tíðaranda og hver segir að ég geti ekki komist í tísku eftir tíu ár,“ spyr hann og hlær dátt. Hann brosir að lífinu og hefur einstaklega gaman af að vera til. Hlakka til hvers skrefs Það krefst orku og úthalds að ganga hringinn í kringum landið og Bjarki og Guðbrandur hafa undirbúið sig ágætlega á síðustu mánuðum. Þeir hafa gengið reglu- lega, vanalega í tvo til þrjá klukkutíma á dag en Bjarki hefur lengst farið í átta tíma göngutúr. Þeir þurftu ekki að ráðast í sér- stakt líkamsræktarátak því báðir eru í góðu formi og til í glímuna við þjóðveginn. Þeir búast við að leggja að jafnaði 24 kílómetra að baki dag hvern en það þýðir fimm til sex tíma daglega göngu. Þeir segja annars að þeim liggi í raun ekkert á og ætla því að taka lífinu með ró. Bjarka og Guðbrandi er kunn- ugt um tvo Íslendinga sem áður hafa gengið hringinn í kringum landið. Tuttugu ár eru síðan Reyn- ir Pétur Ingvarsson vakti þjóðar- athygli með göngu sinni en skemmra er síðan Sverrir Þór Sverrisson – Sveppi – gekk sömu leið. Tvímenningarnir hafa ekki leitað ráða hjá forverum sínum á hringveginum en vonast til að geta heilsað upp á Reyni Pétur þegar þeir ganga í grennd við Sólheima strax á fyrstu kílómetrunum. Og þrátt fyrir að einhverjar hindranir kunni að verða á vegi Bjarka og Guðbrands eru þeir hvergi bangnir. „Ég mun hlakka til að taka hvert skref, þannig komumst við á leiðarenda,“ segir Bjarki og Guðbrandur kinkar kolli til samþykkis. Svo er bara að vona að það blási ekki mikið á Söndunum. Hægt verður að fylgjast með göngunni á gangan.is og í Frétta- blaðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I KLÁRIR Í SLAGINN Félagarnir Guðbrandur og Bjarki hafa búið sig vel undir göngu sína gegn fordómum, hringinn í kringum landið. HUGMYNDIN FÆDDIST Á NUDDBEKK Það var á nuddbekk á Nuddstofu Guðbrands Einarssonar í Laugar- dalnum sem hugmyndin að göng- unni kviknaði. Það var líka þar sem Guðbrandur og Bjarki kynntust fyrir nokkrum árum. „Ég hef nuddað fyrir Íþróttasamband fatlaðra og Bjarki kom fyrst til mín 2002 þegar hann var að búa sig undir heimsmeistara- mótið í sundi ári síðar,“ segir Guð- brandur. Með þeim tókst ágætur vinskapur og eins og gengur í samræðum manna fæddist hugmynd. „Við vor- um bara að spjalla og allt í einu kom upp hugmyndin um að ganga hringinn,“ segir Bjarki og Guðbrand- ur bætir við: „Orðatiltækið haltur leiðir blindan kom þá upp í hugann og þá varð ekki aftur snúið.“ BJARKI „Ég fæddist með spasma í fótum sem veldur því að ég get ekki gengið beint,“ segir Bjarki sem hefur ekki lát- ið það aftra sér í lífinu. Hann stóð í markinu hjá HK, bæði í hand- og fót- bolta og vann til verðlauna í báðum greinum. Þá vann hann fjölmörg afrek í sundíþróttinni, setti heimsmet, komst á verðlaunapalla á stórmótum og keppti á Ólympíumóti. Nú sinnir hann sundþjálfun hjá Fjölni. „Ég segi oft að eina hömlunin sé þegar lög- reglan stoppar mig á bílnum. Ég bið þá um að þurfa ekki að ganga eftir línu því það er öruggt að ég fell á slíku prófi.“ Bjarki er 23 ára Kópavogs- búi og heldur úti heimasíðunni bjarki.is. GUÐBRANDUR „Ég fékk sýkingu upp úr mislingum þegar ég var ellefu ára,“ segir Guð- brandur. „Sjónin var stöðug næstu fimmtán ár á eftir en hefur svo smá versnað síðan. Ég áttaði mig á þessu þegar við vorum að keyra inn að Hólmavík og ég sá ekki fiskihjallana sem þar stóðu.“ Guðbrandur er nudd- ari og kennari við Nuddskóla Íslands auk þess að vera formaður Nuddara- félagsins. Hann er frá Broddanesi á Ströndum og sinnir þar búskapnum með foreldrum sínum um flestar helgar. Þangað fer hann helgina fyrir gönguna til að veiða sel. Hann ætlar að hafa með sér bita og gefa Bjarka að smakka sem líst heldur illa á. Guðbrandur er 42 ára, kvæntur og tveggja barna faðir. Haltur lei›ir blindan Eftir tvær vikur halda gó›vinirnir Bjarki Birgisson og Gu›brandur Einarsson í göngutúr. fietta ver›ur enginn skottúr flví fleir ætla a› ganga 1.200 kíló- metra – hringinn í kringum landi› – á 46 dögum. Bjarki er haltur og Gu›brandur nærri blindur. Björn fiór Sigbjörnsson hitti flá í vikunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.