Fréttablaðið - 05.06.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 05.06.2005, Síða 25
Finnur er að landa út- hafskarfa úr Arnari í Hafn- arfjarðarhöfn. Mestöll áhöfnin er farin frá borði enda eðlilega fegin að kom- ast í land eftir 35 daga túr á Reykjaneshrygg. Finnur stendur vaktina en hlakkar til að komast heim og halda þar upp á sjómannadaginn. Hann hefur verið í róðrar- sveit í 35 ár fyrir það skip sem hann hefur verið á hver- ju sinni. „Sjómannadagurinn á Skagaströnd er nokkurs konar þjóðhátíð,“ segir hann brosandi. „Ég byrjaði á 20 tonna pung og svo smá- stækkuðu skipin,“ segir hann. Aldrei kveðst hann hafa verið í beinum háska á sjó en minnist baráttu við ís- ingu á opnum bátum uppúr 1970. „Menn voru að sperrast við að fá sem mest og voru stundum of lengi að toga í vondum verðum,“ segir hann og lýkur lofsorði á Slysa- varnaskóla sjómanna sem hann segir hafa skipt sköp- um hvað varðar öryggismál- in. Skagstrendingur var stofnaður 1968 og þetta er fjórði og stærsti Arnarinn sem Finnur er á, 1.063 brúttótonn. „Ég hef verið á honum frá 1996 er við náðum í hann til Kóreu. Þetta hefur verið gott aflaskip.“ Kaupið segir hann þó ekki eins gríð- arlega gott og margir haldi. „Tölur eftir einn og einn túr eru blásnar upp í fjölmiðlum og svo er aldrei talað um þá lélegu,“ segir hann. Á Arnari HU er 27 manna áhöfn, þar af þrír vélstjórar og þeir hafa nóg að gera. „Ef eitthvað bilar, hvort sem það eru fölsku tennurnar eða að- alvélin þá er kallað í vélstjór- ana,“ segir Finnur brosandi. gun@frettabladid.is Aldrei talað um lélegu túrana Finnur Kristinsson er yfirvélstjóri á Arnari HU frá Skagaströnd. Hann hóf sjómennskuna 13 ára. Finnur segir öryggismálum sjómanna hafa fleygt fram á síðustu árum. MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Breytt atvinnuumhverfi BLS. 2 Sjúkraþjálfaranám BLS. 2 Ertu illa liðinn á vinnustað? BLS. 2 Gaman að vinna við öryggismál BLS. 8 Góðan dag! Í dag er sunnudagur 5. júní, 156. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.13 13.26 23.42 AKUREYRI 2.18 13.11 00.08 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Deildarstjóri Móttaka Sölumenn Skólastjóri Kranamenn Rekstrarfulltrúi Afgreiðslufulltrúar Prentari Málmiðnaðarmenn Rennismiðir Afgreiðslustörf Sölufulltrúar Sálfræðingur Bílstjórar Vaktstjórar Aðstoðarmaður Þjónustufulltrúar Kórstjórar Leikskólakennarar Bókarar Tækjamenn Öryggisvörður Sumarstarf Flautukennarar Kennarar Félagsráðgjafi Oracle sérfræðingur ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A atvinna@frettabladid.is Ljáðu mér eyra Árleg Menn- ingarhátíð BSRB í Munaðarnesi verður haldin laugardaginn 11. júní. Á hátíðinni verður opnuð myndlistarsýning Önnu Hrefnu- dóttur. Skagfirska söngsveitin mun syngja og Þorsteinn frá Hamri lesa upp. Ávarp flytur Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Menningarhátíðin hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Ekki erfiðara fyrir eldra fólk að fá vinnu Samkvæmt rannsókn dönsku vinnumála- stofnunarinnar eru ívið meiri lík- ur á því að fólk á aldrinum 50- 59 ára fái vinnu í kjölfar at- vinnuviðtals. Ísland í fremstu röð Í nýj- asta hefti Economist er birt yfir- lit yfir árangur þjóða á sviði jafnréttismála og kemur fram að framlag kvenna til hagkerfa heimsins er mest á Norður- löndunum, mest í Svíþjóð, Nor- egur er í öðru sæti og Ísland er í því þriðja. Danmörk og Kanada fylgja síðan í kjölfarið en alls voru 58 lönd til athug- unar. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.