Fréttablaðið - 05.06.2005, Page 26
Ferilskrá
Ferilskráin á að vera einföld og látlaus með vel læsilegu og fallegu letri.
Mikilvægt er að missa sig ekki og ofskreyta því þá fer innihaldið fyrir lítið. [ ]
Starfsumhverfi hefur mikið breyst
Ráðningarþjónustan býður
upp á alhliða ráðningarþjón-
ustu fyrir einstaklinga og fyr-
irtæki. Mörg þúsund manns
eru á skrá hjá fyrirtækinu.
María Jónasdóttir ráðgjafi, fram-
kvæmdastjóri og nýr eigandi
Ráðningarþjónustunnar, segir fyr-
irtækið hafa vaxið mikið og það
færist í aukana að einstaklingar og
fyrirtæki nýti sér slíka þjónustu.
„Við bjóðum upp á persónulega og
faglega þjónustu og búum yfir
reynslu sem gerir okkur kleyft að
finna rétt störf fyrir einstaklinga
og rétta einstaklinga í ákveðin
störf. Það er tímafrekt fyrir fyrir-
tæki að leita að hæfi starfsfólki og
það hefur margsýnt sig að at-
vinnurekendur spara tíma, fyrir-
höfn og fjármuni með því að nýta
sér þjónustu af þesu tagi,“ segir
María.
María segir að stjórnendur fyr-
irtækja séu duglegir að nýta sér
Ráðningarþjónustuna enda átti
þeir sig á mikilvægi þess að finna
hæft starfsfólk. „Starfsumhverfið
hefur breyst undanfarin ár og það
ríkja ekki sömu lögmál og áður
þegar leitað er að fólki til starfa.
Að auki eru sífellt gerðar meiri
kröfur til starfsmanna. Þekking og
menntun einstaklinga er afar fjöl-
breytt og það er liðinn tími að
hægt sé að setja alla með sama
starfsheiti undir sama hatt. Það er
ekki nóg að auglýsa bara eftir bók-
ara því bókarar geta verið gríðar-
lega ólíkir og haft ólíka menntun
og reynslu.“
Þeir einstaklingar sem leggja
inn umsókn hjá Ráðningarþjónust-
unni fara í gagnagrunn. Í þessum
gagnagrunni eru mörg þúsund
manns og í hann er sótt þegar fyr-
irtæki leita til Ráðningarþjónust-
unnar. „Við auglýsum laus störf á
heimasíðu okkar og nýtum okkur
líka blöðin, þannig fáum við fjölda
umsækjenda til að velja úr. Þegar
við höfum minnkað hópinn, boðum
við umsækjendur í viðtöl og þá
koma fyrirtækin oft inn í ferlið og
klára ráðningarferlið með okkur,“
segir María. „Þjónusta við einstak-
linga er líka mjög góð. Til dæmis
geta umsækjendur látið setja sig á
póstlista og fá þá tölvupóst frá
Ráðningarþjónustunni um leið og
starf við þeirra hæfi dettur inn.“
Ráðningaþjónustan er í nánum
tengslum við atvinnulífið og
starfsmenn þar hafa glögga mynd
af atvinnuástandinu hverju sinni.
María segir að atvinnuleysi fari
minnkandi og það sé töluvert í boði
af störfum. „Það er eftirspurn eft-
ir starfsfólki í öllum stéttum sem
er gott. Undanfarið hefur helst
verið skortur á verkfræðingum,
lögfræðingum og góðu sölufólki.
Það er líka mikil eftirspurn eftir
vélvirkjum og svo vantar alltaf
lagerstarfsfólk og skrifstofufólk.
Þetta er því ansi breitt og því mik-
ilvægt að hafa fólk úr öllum starfs-
stéttum í gagnagrunninum.“ segir
María.
Allar upplýsingar um Ráðning-
arþjónustuna er að finna á heima-
síðunni: www.radning.is. ■
María Jónasdóttir, eigandi Ráðningarþjónustunnar ,segir að það sé mikilvægt að fá fagfólk til aðstoðar í ráðningarferlinu.
Sjúkraþjálfari að störfum í Sjúkraþjálfun Kópavogs.
Sjúkraþjálfarar vinna í nánu samstarfi
við lækna og aðrar heilbrigðisstéttir og
meðhöndla sjúklinga í samráði við
lækna. Þeir sinna ráðgjöf, forvörnum og
heilsueflingu en eru líka í nánum
tengslum við sjúklinga og aðstoða þá
við að ná heilsu á ný. Sjúkraþjálfarar
þjálfa einnig oft þá sem hafa lent í slys-
um eða eru að jafna sig eftir sjúkdóma
og eins leita margir til sjúkraþjálfara
vegna ýmissa meiðsla eða verkja sem
minnka má með réttri hreyfingu og
þjálfun.
NÁMIÐ
Sjúkraþjálfun er kennd við Háskóla Ís-
lands og komast færri að en vilja.
Námið tekur 4 ár og er metið í heild
til 120 eininga. Að þeim námstíma
loknum er veitt BS gráða í sjúkraþjálf-
un en hyggi menn á framhaldsnám
verða þeir að sækja út fyrir landstein-
ana. Þeir sem sækja um nám í sjúkra-
þjálfun þurfa að hafa lokið stúdents-
prófi og verða auk þess að standast
inntökupróf sem haldið er í júní ár
hvert.
HELSTU NÁMSGREINAR
Nemendur í sjúkraþjálfun þurfa að sitja
fjölbreytta áfanga. Má þar nefna nám-
skeið í eðlisfræði, líffærafræði og lífeðl-
isfræði auk sérhæfðari áfanga á borð
við sjúkraþjálfunarfræði, hreyfifræði og
íþróttasjúkraþjálfun. Það er líka mikil-
vægt fyrir sjúkraþjálfara að vera góðir í
mannlegum samskiptum og nemendur
þurfa að taka námskeið í siðfræði og
sálfræði. Hluti námsins er verklegur og
fer fram inni á heilbrigðisstofnunum.
STARF AÐ LOKNU NÁMI
Starfsvettvangur sjúkraþjálfara er tví-
þættur. Annars vegar starfa þeir inni á
stofnunum eins og sjúkrahúsum eða
heilsugæslustöðvum og hins vegar eru
fjölmargir sjálfstætt starfandi og reka
sínar eigin stofur. Sjúkraþjálfurum hefur
fjölgað mikið undanfarin ár og starfs-
vettvangur þeirra hefur breikkað.
TIL FRÓÐLEIKS
Námsbraut í sjúkraþjálfun var stofnuð
fyrir 29 árum vegna skorts á sjúkraþjálf-
urum og fyrstu sjúkraþjálfararnir
menntaðir á Íslandi útskrifuðust 1980.
Sjúkraþjálfari?
Hvernig verður maður
Tíu ástæður af hverju …
… vinnufélögunum líkar ekki við þig
1. „Himinninn er ekki blár í alvörunni.
Hann er lillablár.“
Af hverju þarftu alltaf að hafa rétt fyrir þér og
pirra fólk með algjörlega óþarfa upplýsing-
um? Enginn furða að fólk þolir þig ekki.
2. Keðjuást.
Ertu aldrei við því þú ert alltaf að „fá þér frískt
loft“? Fækkaðu pásunum og farðu bara þegar
það er nauðsyn.
3. Ég vil vera vinnualki!
Kemurðu seint inn, tekurðu afskaplega lang-
an hádegismat og byrjarðu ekki að vinna fyrr
en einhvern tímann um klukkan 14.00? Svo
læturðu alla sjá að þú vinnur langt fram eftir klukkan 17.00? Þú ert ekki að ganga
í augun á neinum – þú ert frekar að pirra fólk. Mættu á réttum tíma og reyndu
að vinna eins og almennilegt fólk!
4. Gróa á Leiti.
Þú ert voðalega góður/ur í því að tala um alla á skrifstofunni í staðinn fyrir að
geyma leyndarmál vel og lengi – þannig eignastu vini.
5. Þverhaus.
Þarftu alltaf að vera ósammála öllum og öllu bara til að hafa skoðun? Hættu því
núna! Það er ekkert meira þreytandi fyrir samstarfsfélaga þína en að vita að þú
ert alltaf á móti þeim.
6. Jadda, jadda, jadda.
Ryðstu inn í alla bása bara til að samkjafta ekki við annars almennilegt fólk? Ef
einu svörin sem þú færð eru „Aha, aha, aha“ þá hefur þetta fólk engan áhuga á
blaðrinu í þér. Farðu aftur að vinna!
7. Þú verður að sjá barnið mitt.
Það þolir enginn týpuna sem er alltaf blaðrandi um barnið sitt. Aðeins náin fjöl-
skylda og vinir eiga að fá vita hvert einasta smáatriði um barnið þitt eins og fyrsta
skrefið, magnið af kúk í bleiunni og fleira í þessum dúr. Það er frábært að þú
elskar barnið þitt en ekki einskorða þig við það umræðuefni.
8. Herra og Frú Óhrein/n.
Ekki skilja diska eftir í vaskinum, gamlan mat í ísskápnum, matarslettur í örbylgju-
ofninum eða mylsnu á matarborðinu. Það pirrar samstarfsfélagana aldeilis mikið!
Reyndu að þrífa eftir þig.
9. Hvar er tungan þín?
Eltirðu yfirmanninn þinn út um allt, hlærð að brandaranum hans og nefnir hann í
öllum samræðum við aðra? Hættu að vera svona mikil sleikja! Þú mátt alveg
koma þér vel við yfirmanninn en ekki fara alveg með fólk með sleikjuháttum.
10. Hávaðaseggur.
Eru símtölin þín það hávær að þau gætu verið í hátalara en eru það samt ekki?
Lækkaðu róminn til að halda friðinn.
Efnahagur í Japan blómstrar
ATVINNULEYSI MINNKAR MEÐ HVERJUM MÁNUÐINUM.
Atvinnuleysi í Japan hefur ekki verið
minna í sex ár og blæs það lands-
mönnum von í brjóst um betri efnahag
á næstu mánuðum.
Atvinnuleysi í apríl var 4,4 prósent í
Japan og minnkaði aðeins frá fyrri
mánuði en það var 4,5 prósent í mars.
Þetta eru lægstu tölur síðan í október
árið 1998.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrin-
um 25 til 34 ára jókst hins vegar og var
5,6 prósent í apríl miðað við 5,2 pró-
sent í apríl á síðasta ári. Ástæða þess er
líklegast vegna þess að á þessum tíma
er margt ungt fólk að hætta í vinnu
sinni til að finna betri stöður vegna
batnandi efnahags í landinu.
Fjöldi fólks sem var sagt upp í apríl var
740 þúsund eða 160 þúsund minna en
í mánuðinum á undan.
Of mikil vinna í Bretlandi
STARFSMENN KENNA AUKNUM HRAÐA Í VIÐSKIPTALÍFINU UM MEÐAL ANNARS.
Meira en helmingur breskra starfsmanna
segist hafa fundið fyrir einkennum af of
mikilli vinnu síðustu sex mánuði sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá á
fréttasíðu BBC, bbc.co.uk.
Einn þriðji aðspurðra sagðist þjást af ör-
mögnun á meðan 26 prósent sögðust oft
vera svefnvana eða veik vegna áhyggja
sem tengdust vinnu.
92 prósent starfsmanna vissu af starfs-
mönnum sem höfðu algjörlega farið yfir
um af vinnu en aðeins 35 prósent sögð-
ust hafa séð það á sínum vinnustað.
Í rannsókninni voru 1.006 starfsmenn og
mannauðsstjórnendur spurðir og nánast
helmingur starfsmanna sagði að ástandið
hafði versnað á síðustu fimm árum. Þeir
kenndu auknum hraða í viðskiptalífinu,
aukinni samkeppni og kröfu um fækkun
starfsfólks. Sex af hverjum tíu yfirmönn-
um sögðust ekki vera með kerfi til taks
fyrir starfsmenn sem brenna út í vinnu.
Margir ná ekki að sofa rótt í Bretlandi
vegna vinnuálags.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur aukist
síðustu mánuði í Japan.
Í dag vinna um tíu þúsund manns hjá
kjarnorkuverinu í Sellafield.
Uppsagnir
hjá Sellafield
KJARNORKUVERIÐ VERÐUR TEKIÐ
ÚR NOTKUN Á NÆSTU TÍU ÁRUM.
Um það bil fimm hundruð manns
verður sagt upp í Sellafield kjarn-
orkuverinu í Cumbria í Bretlandi á
næstu tveimur árum. Þetta er liður í
því að Sellafield verið verður tekið
úr notkun á næstu tíu árum en í
dag starfa um tíu þúsund manns
hjá verinu. Fyrr í mánuðinum upp-
götvaðist leki í Thorpe endurvinnslu-
byggingunni í Sellafield en sá leki
hafði staðið yfir í þrjá mánuði. Rúm-
lega tuttugu tonn af úrani og 160
kíló af plútóni sullaðist á gólf þegar
rör brotnaði í janúar.
M
YN
D
G
ET
TY