Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 32
8 ATVINNA Kennarar Viltu breyta til? Hvernig væri að skoða búsetu í Skagafirði? Við í Árskóla á Sauðárkróki getum bætt við okk- ur áhugasömum kennurum næsta skólaár sem eru tilbúnir að taka þátt í því metnaðarfulla skólastarfi sem fram fer hjá okkur. Um er að ræða m.a. kennslu í smíðum, sérkennslu, almennri kennslu á yngsta stigi og kennslu í skólaseli í Háholti. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma: 8221141 / 8221142 Heimasíða skólans: http://www.arskoli.is Skólahljómsveit Austurbæjar Laust er til umsóknar starf flautukennara í Skólahljómsveit Austurbæjar, til eins árs. Um er að ræða hlutastarf. Skólahljómsveit Austurbæjar er ein af fjórum skóla- hljómsveitum í Reykjavík. Hún er með aðalaðsetur í Laugarnesskóla en kennsla fer einnig fram í öðrum skólum í Austurborginni. Menntasvið Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík, sími: 411 7000, menntasvid@reykjavik.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Vilborg Jónsdóttir, stjórn- andi skólahljómsveitarinnar í síma 864 6114. Umsóknir sendist til Laugarnesskóla, Kirkjuteigi 24, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 16. júní 2005. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga, Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna. Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa. Sumarafleysing. Vinnutími 10-18 alla virka daga. Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar gefur Unnur í síma 897-2245 Umsóknir sendist á rafvirkjameistarinn@rafvirkjameistarinn.is Ártúnsskóli, símar 695 4822 og 691 1990 Almenn kennsla á miðstigi. Árbæjarskóli, 567 2555 Sérkennari. Skrifstofumaður, 80% staða. Stuðningsfulltrúar, 70%, tvær stöður. Þroskaþjálfi. Brúarskóli, símar 520 6000 og 664 8440 Íþróttakennsla pilta. Engjaskóli, sími 510 1300 Kennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina er tölvukennsla, íslenska, samfélagsfræði og lífsleikni. Tónmenntakennsla. Foldaskóli, sími 540 7600 Forföll í ensku á ungingastigi. 15. ágúst til 15. nóvember. Þroskaþjálfi, m.a. til að vinna með nemanda með downs- heilkenni, 80-100%. Forstöðumaður skólamötuneytis. Stuðningsfulltrúi, 70% staða. Hamraskóli, sími 567 6300 Sérkennsla í námsveri. Smíðakennsla. Skólaliðar. Hlíðaskóli, sími 552 5080 Almenn kennsla á yngsta stigi. Íslenska á unglingastigi. Hólabrekkuskóli, sími 557 4466 Almenn kennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina danska, enska og samfélagsfræði. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskólastjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til viðeigandi skóla. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykja- víkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknarfrest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu. www.grunnskolar.is Störf í grunnskólum Reykjavíkur frá hausti 2005 Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík, sími: 411 7000 menntasvid@reykjavik.is Ómar Örn Jónsson starfar sem sviðstjóri sölusviðs hjá Öryggismiðstöð Íslands. Hann er ánægður í starfinu og segir Öryggismiðstöðina góðan vinnustað. „Það er algjör toppur að vinna hjá Öryggismiðstöðinni enda er starf- semin öflug og starfið fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir Ómar sem hefur starfað hjá Öryggismið- stöðinni í eitt og hálft ár. „Ég var áður í pípulagningabransanum en ákvað að breyta aðeins til. Þetta eru ólík störf en hafa bæði sinn sjarma. Öryggismiðstöðin er frá- bær vinnustaður og mér líkar mjög vel í starfinu. Hér er frábær mannskapur og það gerir starfsandann góðan,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemi Ör- yggismiðstöðvarinnar snúist fyrst og fremst um það að reyna að koma öryggismálum í lag á sem flestum stöðum. „Við aðstoð- um einstaklinga og fyrirtæki við allt sem snýr að öryggisvörnum og erum með alla þá þjónustu og ráðgjöf sem þarf. Við erum með viðvörunarkerfi, myndavélar, slökkvikerfi og þjófavarnarhlið svo fátt eitt sé nefnt. Verkefnin eru fjölbreytt, allt frá því að verja heimili gegn innbrotum og bruna upp í að aðstoða stærstu fyrirtæki landsins við að vernda allt sitt: menn, gögn og húsakynni,“ segir Ómar. „Mitt hlutverk felst í því að samræma sölustarfið og halda fólki á tánum. Fara yfir hvaða verkefni eru í gangi og útdeila verkefnum til starfsmanna. Við erum í raun með tvö teymi, eitt sem sér um að sinna einstakling- um og annað sem sér um fyrir- tækjamarkaðinn. Starf okkar felst mikið í því að vera í góðu sambandi við viðskiptavinina. Fólk sendir okkur póst eða hring- ir og óskar eftir hugmyndum og þá sendum við ráðgjafa á staðinn sem kemur með tillögur og tilboð. Heimili eru ólík og þess vegna er mikilvægt að skoða aðstæður á hverjum stað fyrir sig. Það sama er að segja með fyrirtækin sem geta verið stór og smá. Við erum því mikið á ferðinni, bæði til að selja nýjar vörur og eins til að fylgjast með að útbúnaðurinn sé í lagi. Þetta er mjög skemmtilegt starf en auðvitað er alltaf leiðin- legt þegar fólk segir „nei“ og vill ekki kaupa af manni þjónustu.“ Ómar segir að markaðurinn sé skemmtilegur og það sé gaman að sjá að fyrirtæki og einstaklingar séu að vakna til vitundar um mik- ilvægi þess að hafa öryggismálin í lagi. „Það má eiginlega segja að við séum búin að vera í hálfgerðu trúboðastarfi undanfarið. Við reynum að hvetja fólk til að huga að öryggismálum og það hefur gengið vel. Það er alltaf eitthvað að gera og markaðurinn verður seint mettaður. Oft þarf hins veg- ar, því miður, innbrot eða bruna til að koma fólki af stað.“ ■ Sífellt á ferðinni í skemmtilegu starfi Ómar Örn segir Öryggismiðstöðina vera góðan vinnustað og er ánægður með samstarfsfélagana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.