Fréttablaðið - 05.06.2005, Qupperneq 50
26 5. júní 2005 SUNNUDAGUR
„Þeir sögðu stundum sjómennirn-
ir að það boðaði ógæfu að hafa
konu til sjós, en um leið dekruðu
þeir mig eins og prinsessu, og
voru sannir séntilmenn,“ segir
blaðamaðurinn Kolbrún Berg-
þórsdóttir, sem rúmlega tvítug
réði sig sem aðstoðarkokk á togar-
ann Bjarna Benediktsson.
„Ég vissi ekkert hvað ég var að
fara út í og stóð mig hörmulega,
en þetta var á þeim aldri þegar
maður vill prófa allt og heldur að
maður geti allt, en kemst að raun
um að svo er ekki. Reyndar lá ég
sjóveik fyrstu þrjá sólarhringana
og vildi helst kasta mér fyrir
borð, því sjóveiki er ólýsanleg. En
þegar ég hafði læknast af sjóveik-
inni heillaðist ég algjörlega af
sjónum,“ segir Kolbrún, sem
lengst af var eina konan um borð.
„Í upphafi ætlaði ég að vera
eitt sumar, en af því ég hafði svo
gott upp úr þessu var ég lengur
fram á haustið. Ég kunni ekkert
að elda, varla að sjóða vatn. Því
vöknuðu sjómennirnir klukkan
fimm á morgnana til að sjá sjálfir
um matinn sem ég átti að elda. Ég
var vonlaus aðstoðarkokkur og
leit svo á að ég væri ekki til neins
gagns. Gekk meira að segja um og
sagði: „Ó, ó!“ þegar verið var að
verka fiskinn sem stundum kippt-
ist við, og trúði aldrei að hann
væri dauður,“ segir Kolbrún hlæj-
andi að minningunni.
„Þetta var svakalega skemmti-
leg lífsreynsla og ofboðslega sér-
stakur heimur. Maður var auðvit-
að einangraður úti á sjó, en ég
hafði meðferðis fullt af bókum og
leið best á kvöldin þegar ég gekk
um þilfarið og horfði út á sjóinn.
Það var yndislegt og þá elskaði
maður hafið. Allar götur síðan
hefur mig langað í
skemmtisiglingu þar
sem ég get legið með
bók og haft það
notalegt. Margir
skilja það ekki, en
þetta er mín
draumaferð. Ég
hef alltaf hugsað
sterkt til hafsins
eftir þessa
reynslu. Ég lifði
eins og blómi í
eggi um borð, og
fór mikið fram í
eldhúsverkum, er
meira að segja orð-
in ansi góður kokk-
ur í dag. Þá hef ég
aldrei þénað jafn
vel og þarna, enda
kaupið gott.“
Ljúfasta minning Kol-
brúnar af Bjarna Benedikts-
syni tengist rómantík.
„Ég hafði rosalega gott af
þessu því þetta var nýr
heimur sem fæstar konur
kynnast. Ég fékk tvö
bónorð um borð og
vegna mín lentu
menn í handalög-
málum. Mér
þótti það rosa-
lega sætt og
var upp með mér yfir því að menn
legðu á sig slagsmál mín vegna,
þótt hvorugur þeirra hafi heillað
mig nóg,“ segir Kolbrún blíðri
röddu, meira en sátt við
þessa dýrmætu
reynslu.
„Ég hafði nú aldrei migið í saltan
sjó, en fengið að róa út með grá-
sleppukörlunum í Skerjafirði,
sem ekki þykir mikil sjó-
mennska,“ segir Ellert B. Schram,
forseti ÍSÍ, sem nýtti sumarfrí sitt
sem þingmaður til að sækja sjó-
inn.
„Þegar ég var hættur í fótbolt-
anum og kominn í svo langt frí,
eins og enn tíðkast, fannst mér
ekki hægt að hanga iðjulaus í
rúma þrjá mánuði. Mig langaði að
kynnast sjómennsku og lífinu um
borð, og ekki var verra að maður
gat drýgt tekjur sínar því þingfar-
arkaup var ekki hátt á þeim
árum,“ segir Ellert. Hann hafði
samband við Bæjarútgerðina,
sem kippti þingmanninum strax
um borð í togarann Bjarna Bene-
diktsson.
„Þetta var 1978 og næstu þrjú
sumur var ég háseti um borð, fór
fjóra túra á hverju sumri. Sjó-
veiki hrjáði mig fyrstu dagana en
mér var ekkert hlíft og bað ekki
um það. Ekki bætti úr skák að koj-
an var beint undir vélarúminu þar
sem gnýrinn er verstur, en ég
vandist því fljótt. Eftir þrjá daga
fann ég ekki fyrir sjóveiki og
fannst yndislegt að finna ölduna,“
segir Ellert, sem aðallega veiddi
úti á Halamiðum og Reykjanes-
grunni með Bjarna Benedikts-
syni.
„Við veiddum ágætlega alla
túrana og ég fékk jafn mikið fyrir
hálfsmánaðar túr og heilan mánuð
á þinginu. Eitt sinn vorum við á
karfa og vorum búnir að fylla, en
köstuðum einu sinni enn. Þá lágu
fimmtán tonn í halinu svo skip-
stjórinn hringdi í land og spurði
hvað hann ætti að gera, því kvóta-
reglur takmörkuðu afla. Þegar við
sigldum inn Faxaflóann með nót-
ina úti þurftum við að skera á, en
þá var karfinn eins og rauður
dregill aftan úr skipinu og mikið
fannst mér sorglegt að sjá hvern-
ig farið var með aflann.“
Ellert segir sjóferðir sínar
hafa mælst vel fyrir hjá þjóðinni.
„Fólki fannst þetta sérstakt
þótt sjálfsagt hafi einhverjir talið
mig snobba niður á við. Mest fann
ég fyrir að fólk kunni að meta að
þingmaður vildi kynna sér aðalat-
vinnuveg þjóðarinnar og reyna
sjálfur. Þetta var lengst af mikill
þrældómur, sex tíma vaktir allan
sólarhringinn og þótt ég væri ung-
ur var ég dauðþreyttur og sofnaði
á augabragði eftir matinn, eða þar
til kallið kom aftur. Um borð var
skemmtilegur félagsskapur, bæði
ungir menn og galvaskir, sem og
eldri og reyndari sjómenn sem
höfðu marga fjöruna sopið. Þetta
var góður þverskurður og ég eign-
aðist marga góða vini þeirra á
meðal,“ segir Ellert, sem sér sjó-
mennskuna í fögrum ljóma.
„Þetta er rómantískur þræl-
dómur. Sjórinn togaði lengi í mig,
en ég var á þingi og menntaður
lögfræðingur, og ætlaði mér
aldrei að vera lengi. Því er þó
ekki að neita að þegar ég gaf eft-
ir sæti á þingi 1979, datt út af
þingi og stóð í þeirri krísu að
vera atvinnulaus var ég kominn
langleiðina með að fara aftur til
sjós. Töfrarnir eru miklir og
ljúfasta minningin að koma aftur
til baka. Sigla inn stilltan Faxa-
flóann og leggja að eldsnemma
morguns, eftir að hafa þrifið kló-
settin og káeturnar. Þá var nota-
legt að sigla inn og koma heim.
Mér fannst það sjómannalífið í
hnotskurn.“
Kolbrún Bergþórsson, blaðamaður og fyrrum messi á Bjarna Benediktssyni:
Fékk tvö bónor› um bor›
ELLERT B. SCHRAM, FORSETI ÍSÍ Þótti sumarfrí þingmanna heldur langt og ákvað að
sækja um á togara til að drýja þingfararkaupið og svala ævintýraþránni í kringum 1980.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
Ó
B
ÍA
S
SV
EI
N
B
JÖ
R
N
SS
O
N
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrum háseti á Bjarna Benediktssyni:
Rómantískur flrældómur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Réði sig sem aðstoðarkokk á togarann Bjarna Benediktsson, þótt hún kynni lítið sem
ekkert til eldhúsverka. Sjómennirnir dekruðu við Kolbrúnu og tveir þeirra urðu ástfangnir.