Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 51

Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 51
SUNNUDAGUR 5. júní 2005 27 Sjómannslíf! Sjómannslíf! Ástir og ævint‡r! segir í rómantísku sjómannalagi sem í senn er lífseig og kitlandi hvatning til íslensku fljó›arsál- innar sem átt hefur allt sitt undir silfri hafsins og fleim gula. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir reri á sló›ir fyrrverandi sjómanna sem flekktir eru fyrir allt anna› en fiskerí og sjómennsku en hafa enn blik sjávar í augunum og ævint‡raflrá í brjóstunum. „Ég fór til sjós þegar ég var á sextánda árinu, fyrst með Hafn- firðingnum og síðar Guðmundi Þorláki frá Reykjavík,“ segir stór- leikarinn Bessi Bjarnason, sem vildi kynnast síldarævintýrinu af eigin raun eftir barnaskólann, sumarið áður en hann hóf nám í Verzlunarskóla Íslands. „Sennilega hef ég nú verið und- ir lögaldri og ekki litið vel út hefði eitthvað komið upp á, en þetta var spennandi og atvinnuástand erfitt á þessum árum. Þetta var tveggja mánaða úthald og við sigldum beinustu leið norður því síldinni var landað á Siglufirði og Raufar- höfn. Mér þótti ógurlega gaman á sjónum en þetta var á köflum hörkuþrældómur og ég orðinn vel hraustur eftir sjómennskuna um haustið,“ segir Bessi, sem oftar en ekki fannst fullrólegt yfir veiðinni. „Við biðum langtímum saman eftir útkalli þegar einhver varð var við síldartorfu og einn blíð- viðrisdag, þegar við vorum kyrrir á sundinu milli Grímseyjar og lands, stungum við okkur í sjóinn og syntum í kringum bátinn til að drepa tímann. Ég fann aldrei fyr- ir sjóveiki, en kitlaði stundum hressilega í magann þegar veðrið versnaði.“ Bessi landaði alls fimm sinnum silfraðri síld úr Guðmundi Þorláki á Sigló. „Og einu sinni fylltum við bát- inn og var hörkupúl að tæma hann. Hásetahluturinn var rýr, því þótt við fylltum skipið einu sinni fór svo mikill tími í ekki neitt að aurinn dugði skammt. Síldin snerist um að detta í lukku- pottinn og sumum tókst það oftar en öðrum,“ segir Bessi og minnist ekki síður skemmtilegra kvöld- stunda í landi. „Þegar var bræla fóru menn í land og beint á ball. Eflaust var ég undir lögaldri þar líka en maður varð að kynnast lífinu. Mikil róm- antík lá í loftinu en svo þurfti líka snör handtök ef kallað var í bát- ana, og skipti þá engu hvað klukk- an var eða hvort maður var í miðj- um dansi.“ Bessi segir sjómennskuna vafalaust hafa átt vel við sig sem ævistarf, en hann hafi ekki bein- línis langað aftur á fiskiskip. „En ég kann vel við mig á sjó og þykir alltaf jafn gaman að fylgjast með aflabrögðum og mannlífinu um borð. Sjómenn eru einfaldlega miklu betur innréttað- ir en fólkið í landi.“ Draumur hins djarfa manns „Ég man hvað ég var ógeðslega sjóveikur í fyrstu sjóferðinni minni til Hull. Við vorum þrír á svipuðu reki í okkar fyrstu ferð og strákarnir um borð mikið að stríða okkur þar sem við stóðum veikir að beita. Einn sem var stundum sjóveikur en búinn að vera lengur en við um borð, gerði að gamni sínu með því að æla ofan í bala eins okkar þremenning- anna. Í sama mund stóð gusan út úr okkur öllum,“ minnist hlátur- mildur leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson, sem frá sextán ára aldri hefur eytt öllum sumrum á sjó; allt þar til fyrir þremur árum. „Fyrsta skiptið var fiskerí og sigling á línubátnum Frigg frá Tálknafirði og auðvitað þvílíkt ævintýri að komast í. Þá hljómuðu auglýsingarnar svona: „Háseta vantar á bát sem siglir með afl- ann.“ Og þannig var reynt að fá menn um borð með gulrót um sigl- ingu sem sjaldnast var farin. Ég fór þó tvisvar, í seinna skiptið með Birgi frá Patreksfirði. Þá bil- aði vélin þar sem við vorum að fiska, en gert var við hana til bráðabirgða og gekk hún svo hægt að við vorum fimm daga til Hull. Þar urðum við svo stranda- glópar í þrjár vikur því útgerðin var farin á hausinn, eða þar til ég húkkaði far með togara frá Rauf- arhöfn heim til Íslands,“ segir Þröstur Leó, sem oftast hefur ver- ið á bátum frá Bíldudal, enda upp- alinn í því fagra sjávarþorpi. „Sjómennska er hörkupúl og miklar vökur á dragnótabátunum þar sem oft er vakað samfleytt í tvo og þrjá sólarhringa. Þá er maður orðinn ansi ruglaður og ætlar aldrei að sofna þegar í land er komið. Ég hef lengst af verið á dragnótabátnum Höfrungi, en stundum hoppað á milli báta í af- leysingum. Fór einu sinni á togara og líkaði illa. Fannst það einhæf færibandavinna, en á línu og dragnót gerir maður allt,“ segir Þröstur Leó, sem oftast hefur ver- ið kokkurinn um borð. „Þá stekkur maður niður og hendir einhverju í pottana, fer aftur upp á dekk til að beita eða ísa niðri í lest. Skýst svo niður til að taka upp úr pottunum og gefa mannskapnum að éta, og fær fyr- ir einn og kvart-hlut, örlítið meira en hásetinn. Eitt sinn vorum við á hörpuskel í heilan mánuð og ég ákvað að hafa aldrei sama réttinn á boðstólum. Það kostaði miklar pælingar og útsjónarsemi, en heppnaðist vel og sennilega þyki ég þokkalegasti kokkur, sem veit að fiskur í matinn er illa séður til sjós.“ Þröstur Leó segir ákaflega sér- stakt að vera einn með náttúrunni, lengst úti á hafi, en það sé heill- andi lífsreynsla. „Þó fer það alveg eftir móraln- um um borð. Ég hef verið á bátum með lélegum móral og þá bíður maður þess að komast í land, en oftast er mikið um að vera og gaman. Sjómennskan gaf auk þess ágætlega af sér, en undir það síð- asta þurftum við að sætta okkur við að kaupa kvóta til að hafa ein- hverja vinnu.“ BESSI BJARNASON LEIKARI Böllin á síldarplaninu á Siglufirði og sund í sjónum úti fyrir Grímsey standa upp úr minningunni um sjó- mennsku unglingsáranna. Bessi Bjarnason, leikari og fyrrum háseti á síldarbáti: Sjómenn betur innrétta› fólk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og fyrrum kokkur á Höfrungi: Fiskur illa sé›ur í matinn ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON, LEIKARI Alinn upp við sjóinn á Bíldudal og fór sextán ára til sjós og í siglingu til Hull, þar sem sjó- veikin var að gera út af við hann yfir beitingunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.