Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2005, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 05.06.2005, Qupperneq 53
Svarthöfði GEGN Saruman Obi-Wan GEGN Gandálfi Leia GEGN Arwen Lando GEGN Legolas Han Solo GEGN Aragorn Luke GEGN Fróða R2 D2/C3Po GEGN Káti, Pippin og Sámi SUNNUDAGUR 5. júní 2005 29 Kvikmyndanir›ir úti um allan heim metast nú um hvorum hafi tekist betur upp, Peter Jackson e›a George Lucas. fiessi metingur fer vítt og breitt, nær frá tæknibrellum ni›ur í mistök. Fréttabla›i› hefur ákve›i› a› taka virkan flátt í flessu og Freyr Gígja Gunnarsson ger›i hlutlausa úttekt á flví hvor bálkurinn hef›i „svalari“ persónur. LUKE SKYWALKER MÆTIR ARAGORN Svarthöfði er eitt af bestu illmennum sögunnar. Hann er gjörsamlega miskunnarlaus en sýnir þó á sér mannlegar hliðar í lok síðustu myndarinnar (nr. 6) og viðurkennir að hann sé faðir Luke Skywalker. Þegar allt kemur til alls eru fáir sem ná honum að illsku. Niðurstaða: Gandálfur hefur sigur vegna þess að hann snýr aftur, öflugur sem aldrei fyrr, til þess að ljúka við verkefnið sitt. Niðurstaða: Það er mjótt á mununum hér, en Arwen hefur sigur vegna fórnarinnar. Þar að auki giftist Leia smyglara en Arwen kóngi. Niðurstaða: Lando líður fyrir svik sín þrátt fyrir að það hafi verið Svarthöfði sem ógnaði honum. Legolas hefur sigur með nokkrum yfirburðum. Niðurstaða: Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Niðurstaðan er jafntefli. Niðurstaða: Luke hefur sigur í þessum samanburði. Hann fékk geislasverð og missti höndina. Þar að auki gafst hann aldrei upp heldur bætti í ef eitthvað var. Niðurstaða: Þessar persónur settu skemmtilegan svip á myndirnar og það væri hálfgerð synd að taka eina fram yfir aðra. Úrskurðurinn er engu að síður vélmennunum í hag. Keisarinn er vissulega illmenni en engu að síður hálf- gamall og krumpaður. Hann er veiklulegur að sjá enda þurfti Svarthöfði ekki að hafa meira fyrir því að drepa hann en svo að hann hrinti honum fram af bjargi. Keisarinn GEGN Sauron Sauron er hins vegar illskan holdi klædd. Ekki ein- göngu tókst honum að plata álfana til þess að búa til hring sem innihélt illskuna heldur þurfti hann enga klóna né Dauðastjörnur til þess að hrista aðeins upp í Miðgarði. Niðurstaða: Þeir eru ekki svo ólíkir, Keisarinn og Sauron. Þeir tældu menn til þess að tala sínu máli og reyndu eftir fremsta megni að útrýma öllu góðu. Engu að síður fær Sauron stigið fyrir að vera mun sterkari og flottari karakter. Saruman var vissulega góður talsmaður fyrir Sauron en kemst ekki í hálfkvisti við Svarthöfða. Þá ber einnig að hafa það í huga að Saruman tapaði fyrir gangandi trjám. Niðurstaða: Þrátt fyrir að vera handbendi illskunnar eru Svarthöfði og Saruman nánast ekki sambærilegir hvað varðar illsku. Svarthöfði vinnur yfirburðasigur. Obi-Wan lét sig hverfa þegar síst skyldi. Þar að auki kemur hann bara fram sem andi og rödd í höfði Luke. Engu að síður skiluðu Alec Guinness og Ewan McGregor hlutverkinu svo snilldarlega að Obi-Wan er sennilega ein- hver besti lærimeistarinn. Gandálfur hefur allt sem góða gamla manninn þarf að prýða. Hann er ótrúlega klár, pínulítið stríðinn en um- fram allt ráðagóður. Hann fórnaði sér fyrir málstaðinn þegar hann elti Balrog niður í dýpsta svartholið. Leia prinsessa var vissulega hörkutól sem stóð uppi í hárinu á karlrembunni Han Solo. Þar að auki var Carrie Fisher með eindæmum falleg á þessum tíma og heillaði karlkynið upp úr skónum með töffarastælum sínum. Arwen var ódauðleg en fórnaði því fyrir ástina, voða rómantískt. Engu að síður stóð hún sig eins og hetja í bardögum og hver man ekki eftir því þegar hún drekkti riddurunum sem voru að elta Fróða? Lando var mikill kvennamaður og skaust „óvænt“ upp á stjörnuhimininn meðal uppreisnarmanna. Hann líður engu að síður fyrir að hafa svikið besta vin sinn. Legolas fékk marga til þess að stökkva fram af sætinu og hvetja hann áfram. Hver skýtur eiginlega þremur örvum úr einum boga. Hann er maðurinn sem væri gott að hafa við hlið sér í bardaga. Han Solo fékk alla stráka til þess að vilja fljúga. Hann var hnyttinn en lenti oft í pínulitlu veseni vegna þrjósku sinn- ar og spilafíknar. Engu að síður bjargar hann deginum og fær fallegu prinsessuna. Aragorn á erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þegar hann loks horfist í augu við það verður hann ósigrandi. Hann er kannski ekki eins svalur og Han Solo en vinnur það upp með því að vera leiðtoginn í Föruneytinu. Hann fær líka fallegu prinsessuna Luke Skywalker var í fyrstu armur vélvirki sem dreymdi um að verða Jedi-riddari. Sá draumur rættist heldur betur og var Luke enginn eftirbátur föður síns, Anakin, þegar hann var í liði með þeim góðu. Hann gafst aldrei upp í baráttunni og forðaðist allt hið illa. Fróði Baggins fékk erfiðasta hlutskipti kvikmyndanna, að eyða hinu illa. Hann var þó oft á tíðum veikur fyrir mætti hringsins og oft mátti ekki tæpara standa. Hon- um tókst þó að leysa verkefnið en „dó“ við skyldustörf. R2-D2 og C-3PO eru tvímælalaust eitt skemmtileg- asta tvíeyki síðan Steini og Olli voru og hétu. R2-D2 var alltaf tilbúinn til þess að aðstoða Luke Skywalker og var með eindæmum húsbóndahollur. Hobbitarnir Kátur, Pippin og Sámur voru allir mjög skemmtilegir, fyndnir og alltaf í stuði. Þeir eru nautnaseggir sem elska konur, vín og góð- an mat í bland við prakkarastrik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.