Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 59

Fréttablaðið - 05.06.2005, Side 59
SUNNUDAGUR 5. júní 2005 35 Króatar og Svíar stungnir af í ri›li okkar Íslendinga Svíar hafa unni› fjóra sí›ustu leiki me› markatölunniu 16–1. Krótatar hafa unni› x leiki í rö›. Tékkar skoru›u 8 mörk gegn Andorra FÓTBOLTI Svíþjóð og Króatía unnu bæði góða sigra og eru að stinga af í okkar riðli. Króatar eru á toppnum með 16 stig eftir 1-3 úti- sigur á Búlgörum en Svíar unnu sinn fjórða sigur í röð þegar þeir fóru illa með Möltubúa og unnu þá 6-0 á heimavelli. Svíar hafa unnið fjóra síðustu leiki sína í riðlinum með markatölunni 16-1 en eru samt einu stigi á eftir Króötum. Það er langt í næstu lið, Ungverj- ar koma næstir með 10 stig eftir sigurinn á Íslandi. Anders Svensson átti frábæran leik með Svíum, skoraði eitt mark og lagði upp önnur fjögur. Svíar skoruðu því 13 mörk í leikjunum tveimur gegn Möltu í und- ankeppninni en Möltubúar eru einmitt á leiðinni til Íslands þar sem þeir mæta okkur á Laugar- dalsvellinum á miðvikudaginn. Arjen Robben skoraði fyrra mark Hollendinga sem unnu 2-0 sigur á Rúmeníu og eru á toppn- um með 19 stig einu meira en Tékkar sem unnu Andorra 8-1. Andriy Shevchenko gat tekið gleði sína að nýju eftir að hann skoraði fyrra mark Úkraínu í 2-0 sigri á Kazakhstan. Úkraína er komið með 20 stig og ef liðið vinn- ur Grikki á miðvikudaginn þá vantar liðið bara einn sigur til þess að tryggja sig inn á HM í fyrsta sinn. Ítalir halda áfram fjögurra stiga forustu á toppi síns riðils eftir markalaust jafntefli gegn Norðmönnum í Osló. „Við erum ekki ánægðir með 0-0 jafntefli. Við spiluðum vel í dag og áttum skillið að fá öll þrjú stigin, „ sagði Norðmaðurinn John Carew sem átti besta færi Norðmanna í leikn- um. Portúgalir eru líka í góðum málum eftir 2-0 sigur á Slóvökum í fyrsta landsleik Luis Figo eftir að hann gaf aftur kost á sér eftir 11 mánaða fjarveru. Cristiano Ronaldo skoraði seinna markið beint úr aukaspyrnu og Portúgal er með 3 stiga forskot á toppnum. Svisslendingar unnu mikilvæg- an 3-1 sigur á Færeyjum þar sem Alexander Frei skoraði tvö mörk. Rógvi Jacobsen, leikmaður KR, skoraði fyrir Færeyjar. Ísrael náði jafntefli gegn Írlandi á sama tíma og staðan í riðlinum er þannig að Sviss hefur 12 stig á toppnum, Ísrael er stigi á eftir og svo koma Írland og Frakkland með 10 stig. Serbía og Svartfjallaland gerði markalaust jafntefli við Belgíu og Spánverjar náðu þeim að stigum með því að leggja Litháen 1-0. Al- berto Luque skoraði eina mark leiksins, Serbar og Spánverjar hafa 12 stig á toppnum í sjöunda riðli. -ooj, -egm LEIKIR GÆRDAGSINS Undankeppni HM í knattspyrnu: 1. RIÐILL ARMENÍA–MAKEDÓNÍA 1–2 0–1 Goran Pandev, víti (29.), 0–2 Goran Pandev (46.), 1–2 Edgar Manucharian (54.). TÉKKLAND–ANDORRA 8–1 1–0 Vratislav Lokvenc (13.), 2–0 Jan Koller (29.), 2–1 Gabi Riera (35.), 3–1 Vladimir Smicer (38.), 4–1 Tomas Galasek, víti (52.), 5–1 Milan Baros (80.), 6–1 Tomas Rosicky, víti (86.), 7-1 Jan Polak (87.), 8–1 Vratislav Lokvenc (90.). HOLLAND–RÚMENÍA 2–0 1–0 Arjen Robben (26.), 2–0 Dirk Kuyt (46.) Staðan: Holland 19 stig (7 leikir), Tékkland 18 (7), Rúmenía 13 (8), Finnland 9 (6), Makedónía 8 (8), Armenía 4 (8), Andorra 4 (8). 2. RIÐILL ALBANÍA–GEORGÍA 3–2 1–0 Igle Tare (6.), 2–0 Ervin Skela (33.), 3–0 Igle Tare (55.), 3–1 Vladimir Burduli (85.), 3–2 Levan Kobiashvili (90.). TYRKLAND–GRIKKLAND 0–0 ÚKRAÍNA–KAZAKSTAN 2–0 1–0 Andrei Shevchenko (18.), 2–0 sjálfsm. (83.). Staðan: Úkraína 20 stig (8 leikir), Grikkland 15 (8), Tyrkland 13 (8), Danmörk 9 (7), Albanía 9 (8), Georgía 5 (7), Kazakhstan 0 (6). 3. RIÐILL EISTLAND–LIECHTENSTEIN 2–0 1–0 Andrei Stepanov (27.), 2–0 Andres Oper (57.). PORTÚGAL–SLÓVAKÍA 2–0 1–0 Fernando Meira (21.), 2–0 Cristiano Ronaldo (42.). RÚSSLAND–LETTLAND 2–0 1–0 Andrei Arshavin (56.), 2–0 Dmitri Loskov, víti (78.). Staðan: Portúgal 17 stig (7 leikir), Slóvakía 14 (7), Rússland 14 (7), Eistland 11 (8), Lettland 10 (7), Liechtenstein 4 (7), Lúxemburg 0 (7). 4. RIÐILL FÆREYJAR–SVISS 1–3 0–1 Raphael Wicky (25.), 1–1 Rógvi Jacobsen (70.), 1–2 Alexander Frei (73.), 1–2 Frei (86.). ÍRLAND–ÍSRAEL 2–2 1–0 Ian Harte (6.), 2–0 Robbie Keane (11.), 2–1 Avi Yehiel (39.), 2–2 Avi Nimni, víti (45.) Staðan: Sviss 12 stig (6 leikir), Ísrael 12 (8), Írland 11 (7), Frakkland 10 (6), Kýpur 1 (6), Færeyjar 1 (5). 5. RIÐILL HVÍTA RÚSSLAND–SLÓVENÍA 1–1 0–1 Nastja Ceh (16.), 1–1 Valentin Belkevich (19.). NOREGUR–ÍTALÍA 0–0 18.30 SKOTLAND–MOLDAVÍA 2–0 1–0 Christian Dailly (53.), 2–0 James McFadden (89.). Staðan: Ítalía 13 stig (6 leikir), Noregur 9 (6), Slóvenía 9 (6), Hvíta Rússland 6 (5), Skotland 5 (5), Moldóvía 2 (6). 6. RIÐILL AZERBADJAN–PÓLLAND 0–3 0–1 Tomasz Frankowski (28.), 0–2 Tomasz Klos (57.), 0–3 Maciej Zurawski (79.). STAÐAN: PÓLLAND 7 6 0 1 22–5 18 ENGLAND 6 5 1 0 13–3 16 AUSTURRÍKI 6 3 2 1 11–8 11 N-ÍRLAND 6 0 3 3 5–13 3 WALES 6 0 2 4 5–11 2 ASERBADJAN7 0 2 5 1–17 2 7. RIÐILL SAN MARÍNÓ–BOSNÍA 1–3 0–1 Hasan Salihamdzic (17.), 0–2 Hasan Salihamdzic (39.), 1–2 Andy Selva (40.), 1–3 Sergei Barbarez (75.). SERBÍA–BELGÍA 0–0 SPÁNN–LITHÁEN 1–0 1–0 Albert Luque (68.) Staðan: Serbía 12 stig (6 leikir), Spánn 12 (6), Litháen 9 (6), Belgía 9 (6), Bosnía 6 (5), San Marínó 0 (7). 8. RIÐILL BÚLGARÍA–KRÓATÍA 1–3 0–1 Babic (18.), 0–2 Tudor (58.), 1–2 Petrov (72.), 1–3 Kranjcar (80.). ÍSLAND–UNGVERJALAND 2–3 1–0 Eiður Smári GUðjohnsen (18.), 1–1 Zoltan Gera, víti (45.), 1–2 Zoltan Gera, víti (56.), 2–2 Kristján Örn Sigurðsson (69.), 2–3 Szabolcs Huszti (73.) SVÍÞJÓЖMALTA 6–0 1–0 Jonson (6.), 2–0 Svensson (18.), 3–0 Wilhelmsson (30.), 4–0 Ibrahimovic (40.), 5–0 Ljungberg (57.), 6–0 Elmander (81.). STAÐAN: KRÓATÍA 6 5 1 0 16–3 16 SVÍÞJÓÐ 6 5 0 1 23–2 15 UNGVERJAL. 6 3 1 2 9–11 10 BÚLGARÍA 6 2 2 2 11–11 8 ÍSLAND 6 0 1 5 6–17 1 MALTA 6 0 1 5 1–22 1 SKORUÐU SEX Á MÓTI MÖLTU Svíar unnu 6-0 sigur á Möltu í undankeppni HM og hér fagnar Zlatan Ibrahimovich marki sínu í leiknum. Möltubúar fengu því á sig 13 mörk í leikjum tveimur og Zlatan skoraði fimm þeirra. GETTYIMAGES TVÖ BRONS Arnar Sigurðsson vann tvö brons í Andorra en Ísland hafði aldrei unn- ið verðlaun áður á Smáþjóðaleikunum. Einstakur árangur á Smáþjóðaleikunum í Andorra: Fyrstu ver›launin í tennis SMÁÞJÓÐALEIKAR Íslenska tennis- fólkið náði sögulegum árangri á Smáþjóðaleikunum í Andorra þeg- ar tvö bronsverðlaun komu í hús á síðasta degi leikanna í gær. Þetta eru fyrstu verðlaun Ís- lendinga frá upphafi í tenniskeppninni leikanna en auk þess náðu konurnar líka í 4. sæti í tvíliðaleiknum. Arnar Sigurðsson komst í undanúrslit í einliðaleik karla þar sem að hann tapaði naumlega fyrir Mónakómanni eft- ir að hafa unnið fyrstu lotuna. Arn- ar hefur verið við æfingar í Banda- ríkjunum og náði glæsilegum ár- angri í Andorra. Mónakómaðurinn BenjaminBalleret fór síðan alla leið og vann gullið. Arnar vann einnig brons með Raj Bonifcius í tvíliðaleik karla. Þær Sigurlaug Sigurðardóttir og Rebekka Pétursdóttir urðu þar í fjórða sæti í tvíliðaleik kvenna. Þetta er einstakur árangur hjá ís- lenska tennisfólkinu. -óój Lokadagur keppni elleftu Smáþjóðaleikanna fór fram í Andorra í gær: SMÁÞJÓÐALEIKAR Ásdís Hjálmsdótt- ir, tvítug frjálsíþróttakona úr Ár- manni, fullkomnaði frábæra viku hjá sér á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær þegar hún tryggði sér gullverðlaun í kringlukasti. Þetta voru þriðju verðlaun Ásdís- ar á leikunum. Vikan hófst á því að Ásdís tví- bætti Íslandsmetið í spjótkasti á sjöunda Vormóti FÍRR (Frjáls- íþróttaráðs Reykjavíkur) á Laug- ardalsvelli á laugardalsmorgnin- um, útskrifaðist sem stúdent og dúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð seinna um daginn, flaug síðan til Andorra á sunnu- dagsmorgunin þar sem hún vann þrjú verðlaun í þeim þremur greinum sem hún tók þátt í. Ásdís vann brons í kúluvarpi á þriðju- deginu, gull í spjótkasti á fimmtu- deginum þar sem hún var aðeins fimm sentimetrum frá nýsettu Ís- landsmeti sínu og setti auk þess Smáþjóðaleikamet og vann loks gull í kringlukastinu í gær. Það komu alls sex verðlaun á síðasta degi frjálsra íþrótta, fyrir utan fyrrnefnt gull Ásdísar þá unnu þeir Jón Arnar Magnússon (silfur) og Ólafur Guðmundsson (brons) báðir verðlaun í 110 metra grindarhlaupi, Þorsteinn Ingvars- son vann brons í þrístökki og loks vann Fríða Rún Þórðadóttir sín önnur bronsverðlaun á leikunum þegar hún kom þriðja í mark í 10000 metra hlaup en hún var einnig þriðja í 5000 metra hlaupi. Að lokum vann boðhlaupsveit karla brons í 4 x 100 metra hlaupi. Sveitina skipuðu þeir Þorsteinn Ingvarsson, Ólafur Guðmundsson, Halldór Lárusson og Jónas Hlyn- ur Hallgrímsson. Stelpurnar end- uðu í öðru sæti í heildarkeppninni en strákarnir þruftu að sætta sig við 3. sætið. Ísland fékk einnig verðlaun. Sigrún Nanna Karlsdóttir vann þriðju gullverðlaun tækvondófólk í gær þegar hún bar sigur úr být- um í -57 kg flokki en Ísland vann tvö gull á fyrri keppnisdeginum. Þórir Birgir Þorsteinsson komst i úrslitaleikinn í sama flokki hjá strákunum en varð að sætta sig við silfur. Guðmundur Stephensen varð síðan í þriðja sæti í einliða- leik karla í borðtennis en þetta voru þriðju verðlaun Guðmundar á leikunum, hann vann brons í liðakeppni og gull í tvíliðaleik. Ísland vann alls 73 verðlaun í Andorra og endaði í öðru sæti á eftir Kýpur sem vann 88 verðlaun og þar af 37 gull. Ísland vann 25 gull, 21 silfur og 27 bronsverðlaun á leikunum. ooj@frettabladid.is Ásdís fullkomna›i frábæra viku hjá sér FRÁBÆR VIKA HJÁ ÁSDÍSI Ásdís Hjálms- dóttir, tvítugur kastari úr Ármanni vann sín þriðju verðlaun á Smáþjóðaleikun- um í Andorra í gær þegar hún vann kringlukast. MYNDIR TEKNAR AF HEIMASÍÐU ÁSDÍSAR.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.