Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 63
■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Fyrri útgáfutónleikar Hildar Völu verða í Salnum í Kópavogi.  17.00 Kvennakór Garðabæjar verður með tvenna vortónleika í júní. Þeir fyrri verða í Seltjarnarneskirkju í dag. Með- leikarar kórsins eru þær Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari og Marion Herrera hörpuleikari. Kórstjóri er Ingi- björg Guðjónsdóttir.  20.00 Söngkvartettinn OPUS og Samkór Grindavíkur halda sameig- inlega tónleika í Grindavíkurkirkju. Vignir Þór Stefánsson leikur með á píanó.  20.00 Seinni útgáfutónleikar Hildar Völu verða í Salnum í Kópavogi.  22.00 Stórhljómsveit Megasukks verður með tónleika á Grand Rokk. Megas, Súkkat og gestir. ■ ■ FUNDIR  12.30 Málþing verður haldið á menningarhátíð Grand Rokk. ■ ■ SAMKOMUR  13.00 Menningarsamtök Norðlend- inga efna til Matthíasarvöku, hátíð- ardagskrár í Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, í tilefni af 170 ára afmæli skáldsins.  16.00 Listaverkauppboð verður haldið á menningarhátíð Grand Rokk. ■ ■ HÁTÍÐ HAFSINS  13.00 Skólaskipið Sæbjörg siglir um sundin blá með alla fjölskylduna. Aðgangur ókeypis. Einnig verður siglt af stað klukkan 14 og 15.  14.00 Hátíðarhöld sjómannadags- ins á Miðbakka Reykjavíkurhafnar með ávörpum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 39SUNNUDAGUR 5. júní 2005 SÍÐUSTU SÝNINGAR!!! Aðeins 2 sýningarhelgar eftir Missið ekki af einleik Eddu Björgvins í Borgarleikhúsinu • Sími 588 8000 STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 UPPS., Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20 - UPPS., Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 17/6 kl 20, Su 18/6 kl 20 Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Hið nýja Hafnarfjarðarleikhús hefur í vetur verið vettvangur frjálsra leikhópa sem sýnt hafa þar verk sín í einhvers konar samstarfi. Þau hafa verið af ýms- um toga en þetta leikverk markar upphaf „Bjartra daga“ í Hafnar- firði sem er eins konar lista- og menningarhátíð sem bærinn stendur fyrir um þessar mundir. Hafnarfjarðarbær hefur stutt menningarstarfsemi á undan- förnum árum svo að til eftir- breytni hlýtur að teljast. Sýningin sem boðið er upp á í Hafnarfjarðarleikhúsinu lýsir kjarki og dug þriggja ungra lista- kvenna sem vilja láta raddir sína heyrast. Þær leggja upp með leik- hús í sínu einfaldasta formi og höfundinum liggur ýmislegt á hjarta. Textinn er knappur en segir það sem segja þarf. Þeim tekst ætlunarverk sitt, að segja sögu á sviðinu. Það er ekki vandalaust að vera höfundur leikverks og leika jafn- framt annað aðalhlutverkið í því. Þess vegna reynir á leikstjórann að leiða saman höfundinn og leik- arann. Eðli málsins samkvæmt hlýtur leikstjóranum að vera vandi á höndum þegar verkið er hugarsmíð annars leikendanna og þá togast á hið leiðandi hug- myndastarf leikstjórans og það að vera trúr höfundinum og verk- inu. Í sem stystu máli þá hefur sag- an sterk áhrif og víða tekst höf- undi að lýsa ágætlega þeim kvíða og þeirri angist sem fylgir því barni sem býr við alkóhólisma móður sinnar. „Hvernig get ég treyst þér aftur?“ spyr barnið um leið og það veit innst inni að það getur ekki treyst orðum alkó- hólistans. En þrátt fyrir þá skelfi- legu fullvissu verður barnið ekki svipt voninni. Það er alltaf von. Sama hve vanhæf móðirin er þá trúir barnið því alltaf að ástandið muni lagast. Leikritið svarar svo sem eng- um spurningum og nútímasamfé- lag er orðið mun upplýstara um eðli alkóhólisma sem er stigvax- andi vandamál alls staðar í kring- um okkur. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur lýst því yfir að ofneysla áfengis verði mesti heilbrigðisvandi heimsins í fram- tíðinni. Leikkonurnar áttu góða spretti en sums staðar hefði leikstjórinn mátt gera meiri kröfur um leik þegar átökin stóðu sem hæst. Þar fannst mér Ingibjörg á stundum ekki alveg hafa vald á raddbeit- ingu sem bitnaði á skýrleika í texta. Annars sýndi Ingibjörg geðbrigði hinnar drykkjusjúku móður nokkuð vel. Hún virkaði taugaóstyrk framan af en í seinni hlutanum þegar örvæntingin tek- ur völdin náði Ingibjörg fallegri blæbrigðum og dýpt í sínum leik. Ísgerður Elfa virkaði ótrúlega sannfærandi sem gelgjuskeiðs- unglingur og tókst áreynslulítið að miðla undirliggjandi tilfinn- ingum með nærveru sinni og næmri hlustun. Ragnheiður Gröndal gerir tón- list við verkið og flytur hana á sviðinu. Hún er afbragðs píanó- leikari og hefur auk þess undur- blíða söngrödd. Hennar þáttur fannst mér binda saman söguna og bæta nokkru við verkið frem- ur en slíta í sundur eins og stund- um vill gerast. Textarnir og lag- línurnar ríma ljóðrænt og næst- um angurvært við þær tilfinning- ar og hugsanir sem bærast innra með persónum leiksins. Reynslumeiri leikstjóri hefði ef til vill getað náð meiru út úr verkinu en reynslan kemur með tímanum. Frábært framtak hjá þessum ungu konum og vonandi að þær vaxi með hverju verk- efni. Sýningin er án hlés og ég kann vel við svona stuttar knappar sýningar. Maður velti því fyrir sér hvort ekki mætti einhvern tíma sýna tvær til þrjár svona stuttar leiksýningar á sama kvöldinu. Einþáttungur- inn er mjög skemmtilegt en um leið vanmetið leikhúsform og gaman væri að fá að sjá meira af slíkum verkum. Valgeir Skagfjörð Hvernig get ég treyst flér aftur? MÓÐIR MÍN, DÓTTIR MÍN Leikrit Ingibjargar Reynisdóttur er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Björtum dögum. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Móðir mín, dóttir mín eftir Ingi- björgu Reynisdóttur Senukúnstnerinn í samvinnu við Hafn- arfjarðarleikhúsið Tónlist: Ragnheiður Gröndal / Leikstjóri: Eline Mckey / Leikarar: Ingibjörg Reynis- dóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir / Lýs- ing: Garðar Borgþórsson. NIÐURSTAÐA: Niðurstaða: Sagan hefur sterk áhrif og víða tekst höfundi að lýsa ágætlega þeim kvíða og þeirri angist sem fylgir því barni sem býr við alkóhólisma móður sinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Sunnudagur JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.