Fréttablaðið - 05.06.2005, Page 64
40 5. júní 2005 SUNNUDAGUR
Lofsamlegir ritdómar hafa hald-
ið áfram að birtast í þýskum fjöl-
miðlum um skáldsögu Hallgríms
Helgasonar, Höfundur Íslands,
sem kom út í vetur þar í landi hjá
forlaginu Clett-Kotta.
Bókasíðan perlentaucher.de
kallar bókina „eina af bestu bók-
um vorsins“ og segir Hallgrím
vera nýju stjörnuna „á höfunda-
himni Íslands sem, eins og gefur
að skilja, er ekki mjög þétt-
stirndur.“
Um bókina hefur verið fjallað
bæði í sjónvarpi og útvarpi og
dagblöðin eru öll á einu máli um
að gæði þýðingarinnar hafi átt
stóran þátt í velgengni bókarinn-
ar meðal þýskumælandi lesenda.
Gagnrýnandi dagblaðsins
Süddeutsche Zeitug, Silja Ukena,
setur Hallgrím í samhengi um-
ræðunnar um póstmódernisma.
Hún segir að Hallgrimur hafi
með bók sinni endurlífgað kenn-
ingu Roland Barthes um dauða
höfundarins, en Hallgrímur geri
það „að sjálfsögðu með fáránleg-
um snúningi, sem gefur að skilja,
því Hallgrímur Helgason er nú
einu sinni póstmódernisti“.
Samt finnst henni Hallgrími
takast best upp þar sem póst-
módernismanum sleppi:
„Sterkasti hluti bókarinnar er
„skáldsagan“ í skáldsögunni, sag-
an af bóndanum Hrólfi. Hall-
grími tekst þar, hvað sem allri
íróníu og sjálfssviðssetningu líð-
ur, að skapa manneskjur af holdi
og blóði. Þetta eru dauðlegar sál-
ir sem elska, gráta og hata, utan
allra gæsalappa. Algerlega að
óvörum birtir hann þarna róman-
tíska hlið á sér, nokkuð sem mað-
ur hefði seint búist við af hinum
svala höfundi „101 Reykjavík“.“
Sjálfur hefur Hallgrímur
haldið tvisvar til Þýskalands í
vetur til að lesa upp úr bók sinni
og segist hafa fengið afar góðar
viðtökur. „Þjóðverjar hafa
reyndar skipst svolítið í tvo hópa,
því bókin er lykilróman um Hall-
dór Laxness og það eru ekki allir
þýskir lesendur að skilja það. En
svo eru aðrir sem segja að það
skipti engu máli, maður geti al-
veg notið bókarinnar án þess að
þekkja nokkuð til hans.“
Hallgrímur hefur á hverjum
stað fengið einhvern heimamann
til þess að lesa upp úr bókinni á
þýsku. Í Zürich í Sviss vildi svo
vel til að leikarinn Jón Laxdal tók
að sér lesturinn.
„Það var gaman að fá að hitta
Jón, sem lést skömmu síðar.
Hann var mjög lifandi og
skemmtilegur persónuleiki.
Þetta var líka skemmtileg teng-
ing við Laxness.“
Jón lék á sínum tíma stór
hlutverk í þýsk-íslenskum sjón-
varpsþáttum sem gerðir voru
eftir tveimur sögum Halldórs
Laxness, Brekkukotsannál og
Paradísarheimt.
„Mér fannst líka forvitnilegt
að fá að fylgjast með því að eng-
in læti hafa orðið út af kaflanum
sem fjallaði um kommúnisma,“
bætir Hallgrímur við. „Í Þýska-
landi virðast menn hafa lokið
uppgjörinu við kommúnismann,
þótt hér á landi séu greinilega
ekki allir búnir að kyngja því
hvers konar böl kommúnisminn
var, sem sannast á því að hérna
voru menn enn að æsa sig út af
Stalín og kommúnismanum núna
á dögunum.“ ■
HALLGRÍMUR HELGASON Gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung segir Hallgrími takast
„með fáránlegum snúningi“ að lífga við gamla kenningu Barthes um „dauða höfund-
arins“.
HÖFUNDUR ÍSLANDS: SÖGÐ „EIN AF BESTU BÓKUM VORSINS“ Í ÞÝSKALANDI.
„Hann spurði sig að því hvort það
hefði verið réttlætanlegt að ljúga,
blekkja og kveikja í fallegu húsi að-
eins til að bjarga ungum manni.“
Úr bókinni „Leyfðu mér að segja þér
sögu“ eftir metsöluhöfundinn Jorge Bucay.
baekur@frettabladid.is
Ungverski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn
Imre Kertész sá ekki önnur ráð en að skrifa sjálfur
kvikmyndahandrit eftir bók sinni Örlögleysi, sem kom
út hér á landi á síðasta ári í þýðingu Hjalta Kristgeirs-
sonar. Ungverski kvikmyndatökumaðurinn Lajos
Koltai leikstýrði myndinni, sem á frummálinu heitir
Sorstalanság.
„Ég veit vel að margir rithöfundar gefa ekki leyfi til
þess að láta kvikmynda bækur sínar. En þær verða þá
bara kvikmyndaðar eftir dauða þeirra. Þá fannst mér
betra að halda sjálfur um taumana,“ sagði Kertész í
nýlegu viðtali við þýska dagblaðið Tagesspiegel.
Bókin fjallar um fjórtán ára Gyðing í Búdapest árið
1944, sem er rekinn um borð í lest á leið til dauða-
búða nasista. Kertész hlaut Nóbelsverðlaunin árið
2002, ekki síst fyrir þessa bók sem kom út árið 1975
og er sterklega mótuð af reynslu hans sjálfs frá
Auschwitz árin 1944-45.
Myndin hefur verið gagnrýnd í Þýskalandi fyrir það
hve fegurðin sé áberandi innan um hryllinginn í út-
rýmingarbúðunum, sólin skíni og fjöldasenur virki
gjarnan eins og áhrifamikil dansatriði.
„Fyrir mig er þessi fegurð mikilvægust,“ svarar Kertész
og segir lífið í útrýmingarbúðunum enn hryllilegra
vegna þess hve fagurt sé um að litast í kring.
Hann segist líka meta mikils mynd ítalska spéfuglsins
Robertos Benignis La vita é bella, hins vegar sé mynd
hans gjörólík sinni því mynd Benignis sé hreint ævin-
týri.
„Það er dæmigert fyrir aðra kynslóðina, sem hefur
enga persónulega reynslu af helförinni heldur þekkir
hana aðeins af frásögn foreldra sinna.“
Fegur›in gerir hryllinginn verri
„Við seljum fyrst og fremst bæk-
ur sem sjálfar eru myndlistar-
verk, en ekki bækur um myndlist
eða myndlistarmenn. Við erum
ekki með mikið af katalógum,“
segir Rúna Þorkelsdóttir, sem
rekur nokkuð sérstæða bókabúð
úti í Amsterdam ásamt tveimur
öðrum myndlistarmönnum, þeim
Jan Voss og Henriëtte van Egten.
Bókabúðina opnuðu þau fyrst
í afar litlu húsnæði úti í Amster-
dam árið 1986 og gáfu henni
nafnið Boekie Woekie.
„Hún var þrír sinnum þrír
metrar að stærð og ein af minnstu
búðunum í Amsterdam. Síðan
opnuðum við nýja búð árið 1993
og erum enn að.“
Upphaflega voru þau sex sam-
an, allt myndlistarmenn sem sjálf
höfðu búið til bókverk.
„Einn okkar, Jan Voss, er gam-
all nemandi Dieters og árið 1993
kemur Dieter til okkar og þá för-
um við að vinna fyrir hann. Við
keyptum okkur ljósritunarvél og
fórum að vinna bækur fyrir hann
og binda inn.“
Árið 1995 tók Dieter þau með sér
á stóra sýningu sem hann hélt í
Austurríki og þar var opnað útibú
frá bókabúðinni á meðan sýningin
stóð yfir.
„Við fórum til Marseille með
honum 1997 og á síðustu sýning-
una sem hann hélt 1998 í Zürich.
Eftir það höfum við farið um með
Dieter Roth akademíunni, við vor-
um bæði í Basel árið 2000 og í
Lübeck síðasta sumar. Við förum
þá með bókabúðina sem sýningar-
grip og tökum alltaf með okkur
eitt eða tvö eintök af hverjum titli
sem við eigum
meira en eitt af.“
Rúna segir
þessi ferðalög
með búðina vera
stóran part af list
þeirra þriggja nú
orðið.
„Búðin er eins
og skúlptúr sem
tekur stöðugt
breytingum í hvert
skipti sem við setj-
um hana upp á nýj-
um stað. Við flytj-
um alls konar dót
með okkur, bæði
grafík frá Dieter
og verk frá okkur
sjálfum.“
Núna er útibú frá bókabúðinni
Boekie Woeki í anddyri Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar
sem sýning á verkum Dieters
Roth stendur yfir.
„Dieter var alltaf með smiði og
uppsetningafólk með sér og þeir
hafa byggt búðirnar okkar. Í Evr-
ópu notuðu þeir alltaf sama efnið,
en hingað kom ekkert nema af-
greiðsluborðið. Það hefði verið of
mikið að flytja allt hitt.“ ■
RÚNA Í BÓKABÚÐINNI Hollenska bókabúðin Boekie
Woekie hefur verið flutt til landsins og sett upp í Hafnarhúsinu.
Bókabú›in sem fer›ast
Þjóðverjar hrifnir af Hallgrími
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Tvær nýjustu
skáldsögur Braga
Ólafssonar,
Gæludýrin og
Samkvæmisleikir,
eru komnar út í
kilju hjá bókafor-
laginu Bjarti.
Báðar sögurnar
hafa fengið ein-
róma lof gagn-
rýnenda, sú fyrri
var tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna og
Menningarverðlauna DV og sú síðari
fékk Menningarverðlaun DV fyrr á þessu
ári.
Þjóðminjasafnið og
JPV útgáfan hafa
sent frá sér bókina
Myndir á þili – Ís-
lenskir myndlistar-
menn á 16., 17. og
18. öld. Myndin er
gefin út í tengslum
við samnefnda
sýningu sem nú
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu. Í bókinni er fjallað um
nafngreinda myndlistarmenn sem störf-
uðu hér á landi á 16.-18. öld. Bæði
bókin og sýningin eru afrakstur rann-
sókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum
í Þjóðminjasafninu.
Félag um mennta-
rannsóknir var
stofnað árið 2002
og eru félags-
menn fræðimenn
og fagfólk á sviði
skóla- uppeldis-
og menntamála. Í
lok síðasta árs
kom út fyrsta tölu-
blað tímaritsins
Tímarit um menntarannsóknir, stórt og
glæsilegt hefti með 19 greinum sem
allar eru byggðar á erindum frá fyrstu
ráðstefnu félagsins, sem haldin var í
nóvember 2003.. Ritstjóri var Júlíus K.
Björnsson.
> Bók vikunnar ...
STEINSTEYPA
eftir Thomas Bernhard
Meðal evrópskra bókmenntaunnenda
hefur sannkallað Thomas Bernhard-
æði gripið um sig síðustu tvo áratugi.
Nú gæti verið komið að Íslandi, því
Bjartur hefur sent frá sér bókina Stein-
steypu í þýðingu Hjálmars Sveinsson-
ar.
Bókin þykir mjög aðgengileg aflestr-
ar þrátt fyrir óhemju langar setningar
og algeran skort á greinaskilum. Hún
fjallar um Rúdolf, sem hefur í tíu ár
búið sig undir að skrifa umfangsmikið
fræðirit um uppáhaldstónskáldið sitt,
Felix Mendelssohn-Bartholdy. Þegar
hann er loks reiðubúinn að skrifa
fyrstu setninguna verður hann fyrir
óvæntum truflunum, hverri á fætur
annarri, og lætur síðan móðan mása á
blaðsíðum bókarinnar um allt sem
hann hefur á hornum sér.
■ NÝJAR BÆKUR