Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 2
2 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Héraðsdómur gagnrýnir dómsmálaráðuneytið: Rá›uneyti› gekk of langt í máli Lilju DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur felldi í gær úr gildi úr- skurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að Lilju Sæmunds- dóttur væri óheimilt að ætt- leiða barn frá Kína. Ráðuneytið studdist í úrskurði sínum við að Lilja gæti átt á hættu heilsu- brest vegna offitu. Þá voru henni dæmdar 600.000 krónur í málskostnað. „Að því marki sem heilsufar hennar hefur verið metið verð- ur að telja að það sé gott, en hvergi kemur fram í gögnum málsins að offita ógni heilsu hennar eða muni gera það næstu 20 árin,“ segir í dómnum og ráðuneytið er sagt hafa gengið allt of langt í ályktunum um hugsanlegan heilsubrest Lilju. „Maður er nú varla búinn að fatta þetta,“ sagði Lilja í gær, en kvaðst „ofboðslega glöð“ yfir að fallist hafi verið á að ráðuneytið hafi ekki farið fram með eðlilegum hætti í máli hennar. Hún sagðist ætla að hugleiða næstu skref í góðu tómi með lögfræðingi sínum. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu Lilju að að viðurkennt væri að hún uppfyllti skilyrði til að ættleiða barn. „Mat á því hvort stefnandi uppfylli þessi skilyrði, sem hefði þýðingu fyr- ir hana að lögum, heyrir undir dómsmálaráðuneytið sem tekur afstöðu til þess samkvæmt lög- um um ættleiðingar og öðrum reglum,“ segir í dómnum. -óká Segir formann Garðasóknar umboðslausan: Sóknin á safna›arheimili› GARÐASÓKN Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður Hans Markúsar, sóknarprests Garðasóknar, segist ekki geta séð að það sé löglegt að úthýsa sóknarpresti með því að skipta um skrár í safnaðarheimili Garðasóknar. „Það er sóknin sem á safnaðarheimilið, en ekki sóknar- nefndin,“ segir Sveinn Andri. Matthías G. Pétursson, formað- ur Garðasóknar, sagðist í Frétta- blaðinu í gær ekki telja sóknina hafa skyldu til að útvega sóknar- prestinum vinnuaðstöðu ef hann hunsaði úrskurð áfrýjunarnefndar um flutning. Sveinn Andri telur sóknarnefndina jafnvel umboðs- lausa fyrst að aðalsafnaðarfundur var ekki haldinn í maí síðastliðn- um eins og gert var ráð fyrir. „Við höfum fengið mikil við- brögð frá prestum sem eru mjög slegnir yfir þessum ummælum,“ segir Sveinn Andri. „Þetta er stað- festing á því hvar vandinn liggur í sókninni.“ Hann segir engar kvartanir hafa komið frá sóknar- börnunum sjálfum, aðeins frá hluta starfsfólks í sókninni. Ekki náðist í Matthías Pétursson í gær. ■ Ná›unarnefnd Texas fjallar um Aron Pálma Ná›unarnefnd Texas-ríkis hefur fengi› mál Arons Pálma Ágústssonar til me›fer›ar. Sendinefnd frá Íslandi mun hugsanlega halda til Texas á næstu dögum. Skrifstofa ríkisstjóra í Texas kannast ekki vi› máli›. DÓMSMÁL Mál Arons Pálma Ágúst- sonar hefur verið tekið til með- ferðar hjá náðunarnefnd Texas í Bandaríkjunum. Þetta segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF- hópsins, en hópurinn hefur barist fyrir frelsi Arons Pálma úr stofufangelsi í Beaumont í Texas. Náðunarnefndin mun væntanlega taka afstöðu í málinu innan sex mánuða en það er svo ríkisstjórans að taka endanlega af- stöðu til náðunar- innar. „Ég hef upplýs- ingar um það að n á ð u n a r n e f n d Texas hafi fengið málið til umfjöll- unar. Það gerist í raun í kjölfar þess að Aron Pálmi ákvað að hann vildi ljúka afplánuninni á Íslandi en einnig út af þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá Íslandi og meðal annars frá RJF-hópnum. Þá er það svo að nefndin hefur um sex mánuði til að afgreiða málið en það getur tekið lengri tíma þar sem röðin er löng en við vonum það besta,“ segir Einar. Einar segir að ef nauðsynlegt þyki muni sendinefnd á vegum stuðningshóps Arons Pálma halda til Texas til að þrýsta á af- greiðslu málsins. „Ef það er ekki hægt að nálgast yf- irvöld í Texas með því að hringja eða skrifa þá verðum við að banka upp á. Það er nauðsynlegt að hamra járnið meðan það er heitt. En við vitum að skrifstofu ríkisstjórans hefur borist bréf hópsins og það hefur verið staðfest af póstflutningar- fyrirtæki. Nú er að bíða og sjá. Við ætlum að fylgja þessu máli eftir,“ segir Einar. Einar ræddi við Aron Pálma í vikunni og sagði að hljóðið í hon- um væri dauft og Aron Pálmi von- aðist eftir niðurstöðu sem fyrst. Hann ætti þó von á heimsókn frá foreldrum sínum og hlakkaði til að hitta þau. Ræðismaður Íslands í Houston í Texas hefur verið beð- inn um að fylgja málinu eftir ytra og fara eða hringja til skrifstofu ríkisstjórans í Texas. Beðið er eft- ir því hvort sú vinna muni skila árangri. Skrifstofa ríkisstjóra Texas kannaðist ekki við að hafa móttek- ið bréf RJF-hópsins þegar Frétta- blaðið hafði samband þangað í gær. hjalmar@frettabladid.is Sextugur Reykvíkingur: Saklaus af hasssmygli DÓMSMÁL Sextugur karl var í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær sýkn- aður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömm- um af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna- höfn. Hann neitaði sakargiftum og taldi hassinu hafa verið komið fyrir án hans vitneskju. Hann sagði það rangt sem fram kæmi í danskri lögregluskýrslu að hann hefði kannast við efnið og sagst vera að flytja það inn fyrir ótil- greindan vin. Maðurinn skrifaði ekki undir skýrsluna. Lögreglumenn sem rannsök- uðu málið gáfu ekki skýrslu fyrir dómi og skýrslan frá Kaupmanna- höfn var eina sönnunargagnið. Maðurinn hefur 29 sinnum hlotið dóma, síðast árið 2002. - óká HÉRAÐSDÓMUR LAUG TIL NAFNS Maður á þrí- tugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar og svipt- ur ökurétti í þrjú ár fyrir að aka á óleyfilegum hraða, undir áhrif- um áfengis. Einnig var hann sak- felldur fyrir að hafa gefið upp rangt nafn og kennitölu þegar lögreglan stöðvaði hann. Maður- inn var einnig dæmdur til að greiða 266.177 krónur í sakar- kostnað og lögmanni sínum 60.000 krónur í málsvarnarlaun. ÞARF EKKI AÐ GREIÐA STEF- GJÖLD Héraðsdómur Reykjavík- ur komst að þeirri niðurstöðu að rekstaraðili Félagsheimilis Sel- tjarnarness þurfi ekki að greiða STEF-gjöld, þar sem það sé á ábyrgð þeirra sem halda sam- komur en ekki rekstaraðilans að greiða þau gjöld. Þá hafi verið áætluð gjöld á stefnda, en fyrir því skorti lagaheimild. Eystarsaltsráðið: Ísland tekur vi› forystu STJÓRNMÁL Davíð Oddsson ávarp- aði í gær fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsríkjanna sem stendur yfir í Stettin í Pól- landi. Ísland hefur tekið við for- mennsku í Eystrasaltsráðinu og mun gegna henni í eitt ár. Ísland mun aðallega leggja áherslu á samvinnu á sviði orku- og umhverfismála og stuðla að samvinnu við önnur svæðisbund- in samtök. Einnig mun verða lögð áhersla á að efla starf efnahags- samvinnunefndarinnar. Ísland gegnir nú formennsku í ráðinu í fyrsta sinn síðan landið gerðist aðili að því árið 1995. -ifv SPURNING DAGSINS Sævar, var fletta flungur skellur? „Já, mjög svo.“ Sævar Óli Helgason var í fyrradag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að rassskella konu sem lagði fyrir innkeyrslu hans í fyrrahaust. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LILJA SÆMUNDSDÓTTIR OG RAGNAR AÐALSTEINSSON Lilja sést hér með lögmanni sínum þegar mál hennar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðasta mánuði. Héraðsdómur ógilti í gær fyrri ákvörðun dómsmála- ráðuneytisins þar sem Lilju var mein- að að ættleiða barn. SVEINN ANDRI SVEINSSON Getur ekki séð að sóknarnefndin megi skipta um lása. Hann segir að engar kvartanir hafi borist frá sóknarbörnum, aðeins hluta starfsfólks. DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherra ávarp- aði fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins í Stettin í Póllandi en Ís- land tók við forystu í ráðinu í fyrsta sinn. ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON Hreyfing er komin á mál Arons Pálma í Texas en stuðnings-menn hans segja að náðunarnefnd Texas-ríkis hafi nú fengið mál hans til skoðunar. EINAR S. EINARSSON Einar segir að mögulegt sé að sendinefnd haldi til Texas til að fylgja málinu eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R O H N W ES SL ER BÓLIVÍA KOSNINGUM FLÝTT Eduardo Rodriguez, nýr bráðabirgðafor- seti Bólivíu, hét því á fyrsta deg- inum í embætti í gær að kosning- ar yrðu haldnar bráðlega. Mest aðkallandi verkefni bráðabirgða- forsetans er annars að koma á ró og spekt í landinu eftir múgæs- ingu mótmælenda sem með fjöldagöngum, vegartálmum og „hertöku“ olíuvinnslusvæða höfðu fengið því áorkað að hinn óvinsæli forseti Carlos Mesa sagði af sér. Rodriguez er þriðji forseti Bólivíu á innan við þrem- ur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.