Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 11. júní 2005 39 Frönsku meistararnir í Lyon fráFrakklandi hafa neitað kauptil- boði Chelsea í miðjumanninn Michael Essien og segja að hann hafi skrif- að undir fram- lengdan samn- ing við félagið til ársins 2009. Essien þessi hefur verið mjög eftirsóttur af liðum á Englandi, sem og víðar, en frönsku meistararnir eru ekki á þeim bux- unum að láta hann fara. „Við viljum halda leikmanninum hérna hjá okkur í lengstu lög og aðeins risa- tilboð í hann fær okkur til að skipta um skoðun,“ sagði Gerard Houlli- er, knattspyrnustjóri Lyon, sem vinnyr hörðum höndum að því að fá Milan Baros til liðs við félagið þessa dagana. Birmingham hefur gengið frákaupum á finnska framherjan- um Mikael Forssell frá Chelsea og er kaupverðið talið vera um þrjár milljónir punda. Everton hafði lengi verið á höttunum eftir leikmannin- um, en talið er að þeir hafi hætt við að kaupa hann eft- ir að hann varð fyrir því óláni að meiðast á hné á dögunum. Forssell er öllum hnútum kunnugur hjá Birmingham, því hann átti frábært tímabil með liðinu í hitteðfyrra og skoraði þá 19 mörk fyrir þá þegar hann var þar á lánssamningi. Manchester United hefur núgengið formlega frá samningi sínum við hollenska markvörðinn Edwin van der Saar og hafa stað- fest kaup hans frá Ful- ham fyrir upphæð sem talin er vera í kring um 2,5 millj- ónir punda. Samningur- inn er til tveggja ára og mun taka gildi fyrsta júlí. „Ég er mjög spenntur fyrir að leika með Manchester United, enda eru þeir eitt vinsælasta knattspyrnufélag í heiminum. Ég get ekki beðið eftir að hitta nýju félaga mína í liðinu og mér sýnist sem næsta ár verði það mest spennandi á ferli mínum hingað til,“ sagði markvörðurinn. Spænski æfingaökumaðurinnPedro de la Rosa náði bestum tíma á fyrstu æfingunni fyrir Montr- eal-kappaksturinn í formúlu eitt um helgina. McLaren liðið var í miklu stuði á æfingunni og Kimi Raikkönen var með þriðja besta tímann. Michael Schumacher náði fimmta besta tím- anum á æfingunni, en hann gerir sér eflaust ágætar vonir um að sigra í keppninni, því enginn hefur sigrað oftar en hann í Montreal. Daniel Levy, stjórnarformaðurTottenham Hotspurs, hefur gef- ið það út að félagið ætli ekki að fara í formlega málssókn á hendur Chelsea fyrir að standa ólöglega að því að fá yfir- mann knatt- spyrnumála hjá liðinu Frank Arnesen til liðs við sig. „Þó svo að við vitum að ef við förum með málið fyrir enska knattspyrnu- sambandið, myndi það örugglega hafa í för með sér að stig yrðu dregin af Chelsea, höfum við ákveðið að fara ekki þá leið í mál- inu, heldur ætlumst við til þess að Chelsea bæti okkur brotthvarf hans að fullu,“ sagði Levy í gærkvöld, en liðin funda nú stíft til að reyna að finna lausn á málinu, sem væntan- lega verður í formi peninga og af þeim virðist vera nóg hjá Chelsea. ÚR SPORTINU Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun LOKAÐ BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR -20% Marlboro sett bekkur, borð og tveir stólar án sessu Verð : 105.000.- Verð nú á öllu settinu: 31.200.- Stakur bekkur: 84.000.- -20% Stækkanlegt borð (120cm x 120cm + 60cm) og sex staflanlegir stólar án sessu Verð : 83.400.- Verð nú: 66.720.- -20% Átthyrnt borð (120cm x 120cm) og fjórir klappstólar án sessu Verð : 43.500.- Verð nú: 34.800.- Falleg garðhúsgögn úr gegnheilu tekki Allar sessur eru með rennilás (auðvelt er að taka áklæðið af og má þvo á 50°) Kanada-kappaksturinn í Formúlu eitt er á dagskránni um helgina: Eykur Fernando Alonso forskoti› sitt? FORMÚLA 1 Um helgina heldur For- múlu 1 kappaksturinn áfram en keppt verður í Kanada. Spánverj- inn Fernando Alonso hjá Renault hefur tekið afgerandi forystu eft- ir að síðustu keppni lauk á draum- kenndan hátt fyrir hann. Hans helsti keppinautur, Kimi Räikkönen á Mercedes, var með örugga forystu uns bilun í hjóla- búnaði varð til þess að honum tókst ekki einu sinni að ljúka keppni og ná þannig í nokkur stig. Þess í stað tryggði Alonso sér stigin tíu og 32 stiga forystu á Räikkönen og Jarno Trulli, Toyota. „Það er mikið verk að vinna á mörgum sviðum,“ sagði Michael Schumacher, sem er 43 stigum á eftir Alonso og hefur ekki fengið nema 16 stig og er í 8. sæti í keppni ökumanna. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta en það er meira að segja ekki alltaf nóg,“ sagði Schumacher sem hefur þó ekki gefið titilvonir upp á bátinn. „Það er langur vegur frá því,“ sagði hann en Schumacher hefur ekki þurft að bíða jafn lengri eftir sigri og nú síðan 1993. Best í ár hefur hann náð 2. sætinu sem hann afrekaði í San Marínó. Austurríkismaðurinn Christian Klien mun taka ökuþórssæti Vit- antonio Liuzzi hjá Red Bull en ákveðið var fyrir tímabilið að þeir myndu deila með sér keppnum ársins. - esá FERNANDO ALONSO Hefur 32 stiga for- skot í stigakeppni ökumanna og er kominn vel á veg með að tryggja sér Heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.