Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 55

Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 55
LAUGARDAGUR 11. júní 2005 39 Frönsku meistararnir í Lyon fráFrakklandi hafa neitað kauptil- boði Chelsea í miðjumanninn Michael Essien og segja að hann hafi skrif- að undir fram- lengdan samn- ing við félagið til ársins 2009. Essien þessi hefur verið mjög eftirsóttur af liðum á Englandi, sem og víðar, en frönsku meistararnir eru ekki á þeim bux- unum að láta hann fara. „Við viljum halda leikmanninum hérna hjá okkur í lengstu lög og aðeins risa- tilboð í hann fær okkur til að skipta um skoðun,“ sagði Gerard Houlli- er, knattspyrnustjóri Lyon, sem vinnyr hörðum höndum að því að fá Milan Baros til liðs við félagið þessa dagana. Birmingham hefur gengið frákaupum á finnska framherjan- um Mikael Forssell frá Chelsea og er kaupverðið talið vera um þrjár milljónir punda. Everton hafði lengi verið á höttunum eftir leikmannin- um, en talið er að þeir hafi hætt við að kaupa hann eft- ir að hann varð fyrir því óláni að meiðast á hné á dögunum. Forssell er öllum hnútum kunnugur hjá Birmingham, því hann átti frábært tímabil með liðinu í hitteðfyrra og skoraði þá 19 mörk fyrir þá þegar hann var þar á lánssamningi. Manchester United hefur núgengið formlega frá samningi sínum við hollenska markvörðinn Edwin van der Saar og hafa stað- fest kaup hans frá Ful- ham fyrir upphæð sem talin er vera í kring um 2,5 millj- ónir punda. Samningur- inn er til tveggja ára og mun taka gildi fyrsta júlí. „Ég er mjög spenntur fyrir að leika með Manchester United, enda eru þeir eitt vinsælasta knattspyrnufélag í heiminum. Ég get ekki beðið eftir að hitta nýju félaga mína í liðinu og mér sýnist sem næsta ár verði það mest spennandi á ferli mínum hingað til,“ sagði markvörðurinn. Spænski æfingaökumaðurinnPedro de la Rosa náði bestum tíma á fyrstu æfingunni fyrir Montr- eal-kappaksturinn í formúlu eitt um helgina. McLaren liðið var í miklu stuði á æfingunni og Kimi Raikkönen var með þriðja besta tímann. Michael Schumacher náði fimmta besta tím- anum á æfingunni, en hann gerir sér eflaust ágætar vonir um að sigra í keppninni, því enginn hefur sigrað oftar en hann í Montreal. Daniel Levy, stjórnarformaðurTottenham Hotspurs, hefur gef- ið það út að félagið ætli ekki að fara í formlega málssókn á hendur Chelsea fyrir að standa ólöglega að því að fá yfir- mann knatt- spyrnumála hjá liðinu Frank Arnesen til liðs við sig. „Þó svo að við vitum að ef við förum með málið fyrir enska knattspyrnu- sambandið, myndi það örugglega hafa í för með sér að stig yrðu dregin af Chelsea, höfum við ákveðið að fara ekki þá leið í mál- inu, heldur ætlumst við til þess að Chelsea bæti okkur brotthvarf hans að fullu,“ sagði Levy í gærkvöld, en liðin funda nú stíft til að reyna að finna lausn á málinu, sem væntan- lega verður í formi peninga og af þeim virðist vera nóg hjá Chelsea. ÚR SPORTINU Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun LOKAÐ BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR -20% Marlboro sett bekkur, borð og tveir stólar án sessu Verð : 105.000.- Verð nú á öllu settinu: 31.200.- Stakur bekkur: 84.000.- -20% Stækkanlegt borð (120cm x 120cm + 60cm) og sex staflanlegir stólar án sessu Verð : 83.400.- Verð nú: 66.720.- -20% Átthyrnt borð (120cm x 120cm) og fjórir klappstólar án sessu Verð : 43.500.- Verð nú: 34.800.- Falleg garðhúsgögn úr gegnheilu tekki Allar sessur eru með rennilás (auðvelt er að taka áklæðið af og má þvo á 50°) Kanada-kappaksturinn í Formúlu eitt er á dagskránni um helgina: Eykur Fernando Alonso forskoti› sitt? FORMÚLA 1 Um helgina heldur For- múlu 1 kappaksturinn áfram en keppt verður í Kanada. Spánverj- inn Fernando Alonso hjá Renault hefur tekið afgerandi forystu eft- ir að síðustu keppni lauk á draum- kenndan hátt fyrir hann. Hans helsti keppinautur, Kimi Räikkönen á Mercedes, var með örugga forystu uns bilun í hjóla- búnaði varð til þess að honum tókst ekki einu sinni að ljúka keppni og ná þannig í nokkur stig. Þess í stað tryggði Alonso sér stigin tíu og 32 stiga forystu á Räikkönen og Jarno Trulli, Toyota. „Það er mikið verk að vinna á mörgum sviðum,“ sagði Michael Schumacher, sem er 43 stigum á eftir Alonso og hefur ekki fengið nema 16 stig og er í 8. sæti í keppni ökumanna. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta en það er meira að segja ekki alltaf nóg,“ sagði Schumacher sem hefur þó ekki gefið titilvonir upp á bátinn. „Það er langur vegur frá því,“ sagði hann en Schumacher hefur ekki þurft að bíða jafn lengri eftir sigri og nú síðan 1993. Best í ár hefur hann náð 2. sætinu sem hann afrekaði í San Marínó. Austurríkismaðurinn Christian Klien mun taka ökuþórssæti Vit- antonio Liuzzi hjá Red Bull en ákveðið var fyrir tímabilið að þeir myndu deila með sér keppnum ársins. - esá FERNANDO ALONSO Hefur 32 stiga for- skot í stigakeppni ökumanna og er kominn vel á veg með að tryggja sér Heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.