Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 70
Sagan af komu knattspyrnu-kappans David Beckham, heldur áfram að vinda upp á sig. Ýmsar sögusagnir hafa geng- ið manna á milli um veru- stað Davids, en fáar hafa fengist staðfestar. Heyrst hefur að goðið hafi skellt sér á snjó- sleða upp á Snæfells- jökul með fyrirtækinu Snjóferðum á fimmtudag. Það var milt og gott veður uppi á jöklinum í fyrradag þegar David á að hafa þeyst um jök- ulbreiðurnar, en hann var í fylgd nokkurra snjósleðastráka. Vict- oria var hvergi sjáan- leg en sagt er að Beck- ham hafi unað sér vel í faðmi náttúrunnar. Það er ekkert skrítið því hann hlýtur að njóta þess að fá frí frá ljós- myndurum og sviðsljósinu sem eru orðin órjúfanlegur hluti lífs hans. Íleit Fréttablaðsins að David Beck-ham vakti athygli að flest hótel sem haft var samband við fóru í mikla vörn og vildu ekkert tjá sig um málið. Urðu nokkur fyrirtæki ansi íbyggin og þykir það benda til að eitthvað búi undir. Þá er ljóst að eitthvert frægt fólk mun gista á Hót- el Búðum um helgina þó starfs- menn hótelsins hafi verið ófáanlegir til að gefa upp nöfn þeirra. Hvorki Storm, sem skipuleggur Cool Fas- hions, né 101 Hótel vilja kannast við að hafa séð kauða. Margir vilja þó meina að saganum komu Beckhams sé aðeins til að hylma yfir komu ennþá fræg- ara fólks. Það fjaðrafok sem David hefur valdið er alveg nógu stórt til að dreifa athygli fjölmiðlamanna svo hinar stjörnurnar geti gengið óáreitt- ar um götur bæjarins. Hverjar stjörn- urnar eru skal þó ósagt látið. 54 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Lárétt: 1 hávaxinn, 6 gruna, 7 eldsneyti, 8 átt, 9 títt, 10 mann, 12 hreyfast, 14 ger, 13 dýramál, 16 drykkur, 17 poka, 18 hest- ur. Lóðrétt: 1 hafnsögumaður, 2 fugl, 3 átt, 4 taka utan um, 5 kaffibætir, 9 byrði, 11 svall, 13 kjáni, 14 samfarir, 17 skóli. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Þrír af ástsælustu grínistum landsins, þeir Laddi, Gísli Rúnar Jónsson og Jörundur Guðmunds- son byrja með nýjan tæplega 20 mínútna útvarpsþátt á Bylgjunni í dag sem nefnist Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands. Í þættinum er gert grín að öllu mögulegu eins og innhringiþátt- um og viðtalsþáttum auk þess sem kunnuglegir útvarpsmenn og þjóðkunnir Íslendingar ganga aft- ur. Þeir helstu eru Jonni Jonna- son, Sigurður G. Ómarsson á Mál- stöðinni og Búbbi Marteins trú- bador. Laddi hefur unnið bæði með Gísla Rúnari og Jörundi í sitt hvoru lagi en þeir hafa aldrei ver- ið þrír saman í gríninu. „Þetta verða „sketsar“ í anda okkar Gísla Rúnars og viðtöl við menn og svona,“ segir Laddi um nýja þátt- inn. „Það má aðeins merkja að það eru þekktir útvarpsmenn sem koma fyrir. Einn verður með sem verður samt ekki í þessum fyrsta þætti en það er Ingi Karl sem verður með sitt röfl og rífur kjaft.“ Þættirnir verða á hverjum laugardegi klukkan 11:30 og verða síðan endurfluttir í nokkrum hlut- um í vikunni á eftir. ■ firír grínistar me› Gle›ifréttir [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Sigurður Þórðarson Á Vestfjörðum 160 ár Pönkhljómsveitin Q4U mun hita upp fyrir sjokkrokkarann Alice Cooper á tónleikum hans í Kaplakrika þann 13. ágúst. Þetta verða fyrstu tónleikar Q4U í fjölmörg ár, eða síðan sveit- in kom saman í skamman tíma vegna útgáfu safnplötunnar Q4U- Q2: 1980 – 1983. Þetta verður jafn- framt í fyrsta sinn síðan sveitin lagði upp laupana 1983 sem sömu meðlimir og þá spila saman undir merkjum Q4U. Um er að ræða þau Ellý, Danny Pollock, Kormák Geirharðsson, Gunnþór Sigurðs- son og Steinþór Stefánsson. Við þennan hóp bætist síðan Ingólfur Júlíusson sem hefur verið aðdá- andi sveitarinnar síðan í barn- æsku. Ellý segir æðislegt að fá að hita upp fyrir Cooper. „Þetta verður gaman. Hann er alla vega eldri en ég. Það er gaman að vita um ein- hvern eldri en ég sem er í þessu,“ segir Ellý og hlær. Hún segist hafa verið of ung á sínum tíma til að hafa verið aðdáandi Cooper. „Það er sjaldan að ég geti sagt að ég hafi verið of ung en þegar ég var 12 ára fílaði ég hann ágæt- lega. Þá kynntist ég strákum sem voru Cooper-aðdáendur sem voru þremur til fjórum árum eldri, en ég var ekkert brjálað fan,“ segir Ellý, sem starfar nú sem forstöðu- maður tómstunda- og menningar- hússins Hvíta húsið á Akranesi. Ellý kannast vel við lagið Poi- son sem Cooper gerði frægt fyrir mörgum árum. „Poison var mikið uppáhaldslag hjá börnunum mín- um. Pabbi þeirra er aðdáandi hans og ég á líka einn disk með honum.“ Þrátt fyrir endurkomuna óvæntu á hún ekki von á því að Q4U komi aftur saman, enda er hún bæði önnum kafin í vinnunni og við að byggja sér nýtt hús á Akranesi. Danny Pollock segist vera spenntur fyrir því að hita upp fyr- ir Cooper. „Ég ólst upp við þessa tónlist í 9. og 10. bekk í Bandaríkj- unum. Þetta er svona „Theatrical Stuff.“ Þetta kítlar aðeins. Þetta er dálítið fyndið og bara gaman að þessu. Það má ekki taka þessu of alvarlega,“ segir Danny, sem er um þessar mundir í hljómsveit- inni Bulldozer. Alice Cooper er af flestum tal- inn brautryðjandi í sjokkrokki og áhrif hans má finna hjá hljóm- sveitum eins og Kiss, Misfits, King Diamond, Slipknot og Mari- lyn Manson. Tónleikar Cooper hér á landi eru hluti af tón- leikaferð hans um heim- inn til að fylgja eftir útgáfu plöt- unnar Dirty Diamonds sem kem- ur í búðir 4. júlí. freyr@frettabladid.is ALICE COOPER Í KAPLAKRIKA: GÖMUL PÖNKSVEIT SAMAN Á NÝ Q4U hitar upp fyrir Alice Cooper ... fær íslenska fyrirtækið Storm fyrir að skipuleggja glæsilega tískusýningu í Laugardalnum. HRÓSIÐ Coca Cola Light Hörðustu sykurkók aðdáendur eru farnir aðtaka Coca Cola Light í sátt. Einu sinni var sykurlaust kók bara fyrir stelpur í megrun en nú má sjá flottustu karlmenn bæjarsins dreypa á drykknum feimnislaust. Til marks um þetta stóra skref er sú staðreynd að skemmtistaðir borgarinnar bjóða margir hverjir upp á Coca Cola Light. Parmesan ostur og ítölsk hráskinka Nú er þessi lúxusmatur frá Ítalíu ekki lengur bara fyrir fínu matarboðin. Stór- ar flyksur af parmesan, rifnum með ostaskera, og sneiðar af hráskinku er fyrirtakssnakk í sumarpartíinu eða bara sem smábiti í eftirmiðdaginn. Þetta er góður puttamatur og málið er að sleppa brauðinu og kexinu til að hafa þetta létt. Góð mötuneyti Flott fyrirtæki og virtar stofn-anir bjóða starfsmönnum sínum upp á góð mötuneyti. Mötuneytið getur stuðlað að bættum starfsanda sem ætti að vera stolt hvers vinnustaðar. Það er ekki inni að fara á skyndibitastað í hádeginu heldur er aðalmálið að blanda geði við félagana yfir góðum mat í mötuneytinu. Slúðurblöð Öll höfum við ánægju afslúðrinu einstaka sinnum en það er ekki inni að flagga því að vera áskrifandi af slúðurblöðunum. Fyrirgefanlegt er að lesa þau á hárgreiðslustofunni eða laum- ast til að kaupa eitt og eitt í afskekktri sjoppu en að fara mikinn um slúðrið er ekki kúl. Bland í poka Bland í poka er fyrir börn. Ef mann langar íeitthvað sætt er málið að fara alla leið: fá sér franska súkkulaðitertu á veitingastaðnum, kaupa gott súkkulaðistykki eða jafnvel eitthvert gúmmilaði úr bakaríinu. Vinna í garðinum Af hverju að eyða sumrinu á hnjánum íillgresisbeði? Aðalmálið er að laga það versta, eða jafnvel láta garðyrkjumenn um það, og leyfa arfanum að vaxa í hófi. Þá er hægt að njóta afslöppunar í garð- inum og pirringur yfir smáóreiðu fer lönd og leið. INNI ÚTI ELLÝ Í Q4U Hljómsveitin Q4U ætlar að koma saman aftur fyrir tónleika Alice Cooper í Kaplakrika í ágúst. FRÉTTIR AF FÓLKI ÁSTÆLIR GRÍNISTAR Jörundur, Laddi og Gísli Rúnar verða á Bylgjunni á laugardögum í sumar. Lárétt: 1 langur, 6 óra, 7 mó, 8 sa, 9 oft, 10 áka, 12 iða, 14 mor, 15 mu, 16 öl, 17 mal, 18 klár. Lóðrétt: 1 lóss, 2 ara, 3 na, 4 umfaðma, 5 rót, 9 oki, 11 soll, 13 auli, 14 mök, 17 mr. Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B a s e C a m p P r o d u c ti o n s Í samvinnu við:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.