Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 48
Söngvarinn Jón Jósep Snæ-björnsson kemur eins ogstormsveipur inn á kaffihús- ið þar sem við höfum mælt okkur mót. Það fyrsta sem hann spyr er hvort nýja hárgreiðslan sé í lagi. Ég játa því og spyr á móti hvort hann sé að reyna að breyta ímynd- inni. „Það er ekkert á bak við þetta. Ég er búinn að vera mjög stutt- klipptur með hanakamb í tvö ár svo það var bara kominn tími á breytingar. Kannski er þetta hluti af undirmeðvitundinni enda er maður orðinn svo ráðsettur og alveg að detta inn í vísitölufjöl- skylduna,“ segir Jónsi en hann og eiginkona hans, Rósa Björgvins- dóttir, eiga von á sínu öðru barni í okóber. Það er mikil tilhlökkun á heimilinu enda hafa þau hjónin hreiðrað um sig í stærri íbúð og vilja hvergi annars staðar búa en í Hafnarfirði. Fyrsta júní síðastlið- inn, á afmæli kappans, hóf hann flugnám hjá Flugskóla Íslands. „Ég ætla að klára einkaflug- mannsprófið í sumar en það gefur mér réttindi til að fljúga einn um háloftin með farþega án endur- gjalds. Í framhaldinu stefni ég að því að verða atvinnuflugmaður ef ég get og tíminn leyfir. Mig dreymir um stífpressaðan flug- mannabúning,“ segir hann og hlær og bætir við að flugmanna- námið sé partur af æskudraumi hans. Þegar hann var drengur fannst honum svalast að vera söngvari, leikari eða flugmaður. Hann á því bara eitt eftir. „Flugmannanámið hefur blundað í mér mjög lengi. Kiddi vinur minn á Akureyri er að læra flug og hann kom þeirri hugmynd að hjá mér að þetta væri mögu- legt. Einhvern veginn hafði ég ekki leitt hugann að því að þetta væri möguleiki.“ Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann sest á skólabekk því hann stundaði við- skiptafræðinám við Háskóla Íslands frá 1998-2000. „Ég var að rjátla við þetta en hljómsveitin tók einfaldlega allan minn tíma svo árangur lét á sér standa. Ég var fínn námsmaður í grunnskóla en í menntaskóla slaknaði aðeins á þessu því ég lagði það í vana minn að læra bara daginn fyrir próf. Ég tók svolítið skarpt á félagslífinu í mennta- skóla í stað þess að læra heima, en það reyndist mér mikill lífsins skóli engu að síður. Þar þjálfaði ég þessa félagslegu hlið á sjálfum mér sem hefur gagnast mér vel. Ég er ekki mjög hamlaður á þessu sviði,“ segir hann og hlær. Fjölskyldan skiptir öllu máli Jónsi er mikill fjölskyldumaður og það færist líf yfir andlit hans þegar hann talar um eiginkonu sína og einkasoninn Trausta sem er fjögurra ára. „Ég finn fyrir því að fjölskyldan er akkeri mitt. Maður getur misst sjónar af raun- veruleikanum með því að upplifa óhóflega mikla aðdáun í langan tíma. Þess vegna er svo eðlilegt að hengja popparann upp á snaga þegar maður kemur heim og setja í þvottavél, laga til og lesa fyrir börnin sín. Ég er líka þeirrar skoðunar að fólk eigi að eignast börnin sín fyrr en seinna. Ég er samt ekki að mæla með fæðingum undir 20 ára aldri, en að vera frekar nær þrítugu en fertugu þegar fólk hugar að barneignum finnst mér skipta miklu máli. Mig dreymir um að eiga góð ár með konunni minni eftir að börnin vaxa úr grasi og að við getum gert eitthvað skemmtilegt saman og notið barnabarnanna áður en ég fer að kalka. Mér hefur alltaf fundist fjölskylda afskaplega mikilvæg. Ég kem frá sterkri fjöl- skyldu á Akureyri. Mamma mín og pabbi eru afar heil og við systkinin fengum gott uppeldi. Mér fannst við hafa allt til alls þótt við óðum ekki í efnislegum gæðum. Mér finnst það mikil- vægt. Þetta er ég að upplifa í dag í fari konunnar minnar og sonar míns. Í starfinu sem ég sinni er svo mikilvægt að vera niðri á jörðinni. Ég er ekkert öðruvísi en aðrir. Ég versla í Bónus, fer á klósettið og sef yfir mig.“ Sumarið í sumar verður ekkert öðruvísi en hin sumrin fyrir utan flugnámið. Hann verður að spila með hljómsveit sinni á böllum en líka í brúðkaupum, veislum og svo er hann vinsæll skemmtikraftur þegar kemur að því að hrekkja og skemmta gæsum og steggjum. „Ég rýk inn á gæsirnar og hristi aðeins upp í þeim og reyti af þeim fjaðrirnar viku fyrir brúð- kaup. Þær eru kannski að vinna vinnuna sína þegar ég kem askvaðandi með gítarinn og spila lag. Þetta er svo fyndið og gaman þegar fólk verður undrandi. Stundum er ég fenginn til að steggja menn sem gjörsamlega þola mig ekki. Þá er ég fenginn til að syngja fyrir þá og læt náttúr- lega eins og þeir séu mínir bestu aðdáendur. Ég gef þeim plaköt og eiginhandaráritanir. Ég tek líka myndir af mér með þeim og svona. Um daginn var ég beðinn um að syngja lag með steggi inni í stúdíói. Því miður komst ég ekki en þetta er samt frábær hug- mynd,“ segir hann. Jónsi segir að fólk sé æði hugmyndaríkt þegar kemur að slíkum uppátækjum. „Þegar ég var steggjaður var það ekki sérlega ævintýralegt. Ég fór í Paintball og út að borða. Einu vinir mínir voru strákarnir í hljómsveitinni því ég þekkti fáa hérna fyrir sunnan. Konan mín var ólétt og það var brjálað að gera svo ég var bara ánægður með þetta. Annars held ég að ég tæki því ekki sérlega vel ef það væri sprellað með mig fram úr hófi.“ Hommatalið var þreytandi Kvikmyndin Strákarnir okkar verður frumsýnd þegar hausta tekur. Jónsi leikur eitt af hlut- verkunum í myndinni og hafði hann afar gaman að þessu verk- efni. „Þetta var í raun eins og að vera að leika í rosalega löngu myndbandi með fullt af aukaleik- urum. Þegar ég var beðinn um að leika í bíómynd sem fjallar um samkynhneigt utandeildarlið fannst mér það spaugilegt. Sér- staklega af því að ég hef haft sam- kynhneigðan stimpil á mér í gegn- um tíðina. Ég spurði framleiðend- urna strax hvort þetta væri gáfu- legt fyrir mig og minn feril og þeir sannfærðu mig um að þetta væri málið. Týpan sem ég leik er gagnkynhneigð með fullkomna þolinmæði gagnvart samkyn- hneigðum. Hvort maður geti svo lesið það milli línanna verður að koma í ljós. Þetta er ofboðslega fyndin mynd sem tekur á þessu gráa svæði sem utandeildin er. Allir þurfa að fara saman í sturtu og hvað gerist ef einn úr hópnum er samkynhneigður?“ segir hann og er kíminn á svip. Spurður um hvort það hafi ekki verið erfitt að leika án þess að hafa farið í nám segir hann svo ekki vera. „Þetta er spurning um að ímynda sér hluti og bregðast ein- hvern veginn við. Þetta er skemmtilegt og er góð þjálfun. Ég held að hluti af góðum tónlistar- manni sé að vera með einhverja grunntilfinningu gagnvart leik- list. Ef maður er í broddi fylking- ar þarf maður oft að ímynda sér að manni líði öðruvísi en manni líður í raun og veru. Þannig að þetta krossast. Skemmtilegast var þó að kynnast þessum litríku persónum sem léku í myndinni. Valdimar Örn Flygenring, Jóhann G. Jóhannsson og Maríus Sverris- 32 11. júní 2005 LAUGARDAGUR fia› eru nokkrar breytingar á lífi Jónsa, söngvara Svörtu fatanna. Hann hóf flugnám á 28 ára afmælisdaginn sinn, er búinn a› leika í sinni fyrstu kvikmynd og í október mun honum fæ›ast barn númer tvö. Marta María Jónasdóttir hitti hann í gó›u tómi og fékk a› vita örlíti› meira. Dreymir um stífpressaðan einkennisbúning Ég var að rjátla við þetta en hljómsveit- in tók einfaldlega allan minn tíma svo árangur lét á sér standa. Ég var fínn námsmaður í grunnskóla en í menntaskóla slaknaði að- eins á þessu því ég lagði það í vana minn að læra bara daginn fyrir próf. Ég tók svolítið skarpt á félags- lífinu í menntaskóla í stað þess að læra heima. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.