Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 52
36 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið God og War Kippur af Coca Cola DVD myndir Aðra tölvuleiki Og margt fleira. BTL GAME á númerið 1900 og þú gætir unnið. D3 Þú gætir unnið: Sendu SMS skeytið 12. hver vinnur. Próflestur hjá Ásbjörgu ogÞóru Kristínu varð óvenjuannasamur í ár enda krefst sjö vikna dvöl í Úganda mikils undirbúnings og margra bólusetn- inga. „Við erum að verða búnar að fá allar bólusetningar sem til eru,“ segir Ásbjörg hlæjandi en þær stöllur lögðu af stað til Úg- anda tveimur dögum eftir síðasta prófið. Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi styrkir verkefni Lúterska heimssambandsins í Úganda og munu stelpurnar taka þátt í því. Starfið er fjölbreytt en aðalá- herslan er lögð á að koma börnum sem misst hafa foreldra sína úr al- næmi til hjálpar. „Þetta er rosa- lega flott verkefni,“ segir Þóra. „Það sem mér fannst svo flott er að það er verið að hjálpa börnun- um og fólkinu að hjálpa sér sjálft. Ekki eins og svo oft er gert í hjálparstarfi þegar það á bara að koma inn og bjarga heiminum. Það er horft til framtíðar,“ segir Þóra. „Það er verið að kenna þeim í rauninni að bjarga sér, það er verið að kenna þeim að byggja húsin og búa til vatnsbrunna og þess háttar þannig að þau geti gert þetta í framtíðinni,“ bætir Ásbjörg við. Langaði í öðruvísi sumarvinnu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stelpurnar fara út saman í hjálpar- starf því fyrir tveimur árum fóru þær sem læknanemar í mánuð til Brasílíu svo þær eru ágætlega undirbúnar. „Það gekk svo ofsa- lega vel og við komumst að því að við áttum rosalega auðvelt með að ferðast saman,“ segir Þóra. Sú reynsla hvatti þær til að endurtaka leikinn. „Það var eiginlega bara núna í janúar að við vorum að spá í sumarið. Okkur langaði til að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Þóra. „Það er náttúrlega búið að vera svo mikið að gera í náminu, okkur langaði að breyta til,“ bætir Ás- björg við, en þær hafa nú lokið fjórða árinu í læknisfræðinni og eiga tvö ár eftir. Þóra og Ásbjörg leituðu til fyrirtækja um að styrkja þær til fararinnar og varð lyfjafyrirtækið AstraSeneca við beiðninni. Fyrirtækið borgar allar ferðir, gistingu, uppihald og bólu- setningar. Þrjár gerðir sýklalyfja og fyrir- byggjandi malaríutöflur í farteskinu Þeir eru ekki margir sem leggja í sjö vikna ferð þar sem við öllu má búast. Stelpurnar viðurkenna að vera smá hræddar. „Jú, jú, auðvit- að. Ég veit alveg að þetta verður ekkert auðvelt, þetta verður eng- inn dans á rósum,“ segir Þóra. „HIV smitið þarna í þessum hér- uðum er alveg langt yfir lands- meðaltalinu. Landsmeðaltalið er 6 prósent en á þessum slóðum er 25 prósent gefið upp en það gæti al- veg verið hærra,“ segir Ásbjörg. „Það er alveg fullt af hættum. Og þú átt alltaf á hættu að sýkjast af malaríu,“ segir hún. Í lyfjabirgð- unum sem þær taka með sér eru meðal annars þrjár gerðir af sýklalyfjum og fyrirbyggjandi malaríutöflur. Nú kemur sér vel að vera læknanemi. „Við læknum okkur bara sjálfar!“ segir Ás- björg. Stelpurnar verða í Rakai og Ss- embabule héruðunum í Úganda en þær vita ekki nákvæmlega hvar né hvernig þær munu búa. „En það er líka það sem er svo spenn- andi, maður er að undirbúa sig undir það versta. Það fær mann til að hugsa, að taka hlutina ekki of sjálfsagða. Maður getur ekki farið í sturtu á hverjum degi og þannig,“ segir Ásbjörg. „Við erum alltaf að búa okkur undir það versta og allt annað verður bara plús,“ segir hún. Þeir hæfustu lifa af Samtökin sem skipuleggja starfið í Úganda eru vön því að taka við nemum í mannfræði og sálar- fræði enda snýst verkefnið að miklu leyti um fræðslu og for- varnir frekar en heilbrigðisþjón- ustu. „Þeir byrjuðu á því að setja okkur í þetta venjulega verkefni en svo höfum við verið að fá pósta um að læknar þarna vilji endilega fá okkur. Svo við vitum ekki alveg hvernig þetta verður, þetta er mjög fjölbreytt svo þetta verður skemmtilegt,“ segir Þóra. Víst er að af nægum vandamálum er að taka. „Það eru svo allt önnur við- horf þarna úti. Þarna er þetta þannig að þeir hæfustu lifa. Ef börnin missa báða foreldra sína þá er ekkert sjálfsagt að móður- fjölskyldan eða föðurfjölskyldan taki við börnunum því þau hafa bara nóg með sitt,“ segir Þóra. Þessi viðhorf til fjölskyldunnar og staða kvenna í þjóðfélaginu veld- ur því að alnæmisváin lendir einna harðast á konum og börn- um, segir Ásbjörg. „Ef karlmað- urinn fellur frá þá hefur konan hans engin réttindi. Hún fær t.d. ekki húsið og jörðina heldur fær fjölskylda hans allt saman. Það bara fer eftir þeim hvort að þau eru rosalega góð og skilja eftir eitthvað smá handa konunni. Oft er það þannig að hún verður bara að gjöra svo vel og hypja sig og finna sér nýjan stað fyrir sig og börnin. Þessu viðhorfi er verið að reyna að breyta,“ segir Ásbjörg. Þær Þóra og Ásbjörg ráðast greinilega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. ÁSBJÖRG OG ÞÓRA Stelpurnar tóku með sér hvor sinn bakpokann til Úganda og því mikill höfuðverkur að koma öllu fyrir. Þær bjuggu sig þó undir að hafa ekki rafmagn á gistiheimilinu og gátu því skilið óþarfa tæki eftir heima. Vi› læknum okkur bara sjálfar Læknanemarnir Ásbjörg Geirsdóttir og fióra Kristín Haraldsdóttir eru komnar til Úganda flar sem flær munu starfa sem sjálfbo›ali›ar á vegum Hjálparstarfs kirkj- unnar í baráttunni gegn alnæmi. Rósa Sign‡ Gísladóttir hitti flær daginn fyrir brottför og fékk gæsahú› af tali um bólusetningar, sjúkdóma og heimilislaus börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.