Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 1
JÓN JÓSEP SÆBJÖRNSSON: Stífpressa›ur einkennisbúningur FÓLK 48 ÆSKUDRAUMUR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Nýtt viðs kipta blað með Fré ttablaði nu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið SAMA VEÐRIÐ ÁFRAM! Hægur vindur og bjart norðan- og austanlands en annars skýjað. Milt í veðri og úrkomulítið. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 11. júní 2005 - 156. tölublað – 5. árgangur Eggert hleypti Liverpool inn í meistaradeildina Eggert Magnússon og félagar í fram- kvæmdarstjórn UEFA gáfu í gær grænt ljós á þátt- töku Liverpool í Meistaradeild Evrópu í haust. ÍÞRÓTTIR 40 Jeppinn nau›synlegur í vei›ifer›ir Í MIÐJU BLAÐSINS • bílar • ferðir ▲ BANKASALAN Ríkisendurskoðun rannsakar nú upplýsingar sem snerta hugsanlegt vanhæfi Hall- dórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra í söluferli ríkisbankanna síðla árs 2002. Gögn sem gáfu tilefni til athugasemda lágu þeg- ar fyrir í minnisblaði Ríkisend- urskoðunar á fundi hennar með fjárlaganefnd á miðvikudag. Engu að síður segir í annarri samantekt Ríkisendurskoðunar sama dag að engar spurningar hafi vaknað um hæfi Halldórs. „Ég tel eðlilegra að leitað verði út fyrir raðir Ríkisendur- skoðunar vegna fyrri niðurstöðu hennar í málinu. Hættan er sú að hún lendi í þeirri stöðu að þurfa að endurskoða eigið álit,“ segir Lúðvík Bergvinsson al- þingismaður. Steingrímur J. Sigfússon for- maður Vinstri grænna segir málið alvarlegt. „Það eitt að Rík- isendurskoðun sjái allt í einu ástæðu til þess að hefja skoðun á því hvort forsætisráðherra, þá- verandi utanríkisráðherra, hafi verið vanhæfur vegna persónu- legra hagsmunatengsla eða venslamanna hans þætti stór at- burður í pólítík hvar sem er á byggðu bóli. Frumkvæðiskyldan hvílir vitanlega á þeim sem hef- ur upplýsingar um að hann kunni að vera vanhæfur. Hall- dóri Ásgrímssyni hefði í því til- viki borið að tilkynna opinber- lega um hugsanlegt vanhæfi. Forystumenn stjórnarand- stöðunnar ræddu bankasölumál- ið á fundi í gær, en þann fund sóttu meðal annars fulltrúar hennar í fjárlaganefnd. Stein- grímur segir að rædd hafi verið sú staða sem Ríkisendurskoðun sé komin í. „Hún er í vaxandi mæli að endurskoða eigin verk, eigin niðurstöður, eigin skýrsl- ur. Hægt er að kjósa sérstakar rannsóknarnefndir á vegum Al- þingis ef þurfa þykir,“ segir Steingrímur. Sjá síðu 4/ -jh ▲ Krúttlegar rassamerking- ar eða subbuskapur Adolf Ingi Er- lingsson, Ragnheið- ur Guðfinna Guðna- dóttir og Arnar Gauti lögðu mat sitt á hand- boltabúninga frá ýmsum ára- tugum. HELGAREFNI 50 Ríkisendursko›un metur eigin yfirsjónir Uppl‡singar á minnisbla›i Ríkisendursko›unar ur›u henni ekki tilefni rann- sóknar á hugsanlegu vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar fyrr en í fyrradag. Stjórn- arandsta›an segir Ríkisendursko›un í vaxandi mæli rannsaka eigin verk. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR: VEÐRIÐ Í DAG Huldukona á hlaupum Steinunn Jónsdóttir innanhúss- arkitekt vakti athygli í vikunni þegar hún seldi hlut sinn í Íslandsbanka og er talið að hreinn hagnaður hennar sé á annan milljarð króna. Steinunn er maður vikunnar. MAÐUR VIKUNNAR 16 Besti vinurinn Léttur öllari Nýir sendiherrar: Gu›mundur til Svífljó›ar SENDIHERRAR Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, verður sendiherra Ís- lands í Svíþjóð í haust samkvæmt áreiðanlegum heimildum Frétta- blaðsins. Jafnframt er ákveðið að Svavar Gestsson, núverandi sendiherra í Stokkhólmi, flytjist til Danmerkur og verði sendi- herra í Kaupmannahöfn. Samkvæmt sömu heimildum verður Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir mannfræðiprófess- or við Háskóla Íslands og fyrr- verandi þingmaður Kvennalist- ans einnig sendiherra í utanrík- isþjónustunni sem og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá því hvert þau fara og jafnvel er búist við því að þau taki ekki við embætti fyrr en um áramót. Orðrómur hefur þó verið um að Markús Örn verði sendiherra í Kanada. Fleiri breytingar eru fyrir- hugaðar næsta haust samkvæmt framgangskerfi utanríkisþjón- ustunnar og verður formlega til- kynnt um þær innan tíðar. - jh Haförn á Vestfjörðum: Flaug burt me› lambi› LANDBÚNAÐUR Það var ófögur sjón sem blasti við Jóhönnu Krist- jánsdóttur sauðfjárbónda við Ísafjarðardjúp á fimmtudag þeg- ar hún varð vitni að því þegar haförn kom aðvífandi, greip með sér um hálfs mánaðar gamalt lamb og flaug burt með það. „Það var ógeðslegt að sjá þetta. Lamb- ið barðist á móti haferninum og blóðið lak yfir veginn. Svo má ekkert gera.“ Lambið var hluti af um 200 ám Jóhönnu og segist hún hrædd um að gripdeild arnanna haldi áfram. „Það eru fjórir eða fimm hafernir á þessu svæði og nú ætla ég að fylgjast vel með.“ Jóhanna saknar ekki fleiri lamba, en segist nú á næstunni munu líta vel í kring um sig til að fylgjast með ferðum arnanna. - ss Heimssýning undirbúin: Opinber kló- sett hreinsu› BANGKOK, AP Tælensk stjórnvöld hafa nú hrundið af stað herferð til að bæta hreinlæti á opinber- um salernum landsins. Herferð- in er til að bæta almennt ástand klósetta til að mæta alþjóðleg- um kröfum vegna klósetta- heimssýningarinnar sem haldin verður í Bankok á næsta ári. Alþjóða klósettstofnunin heldur svo aðalfund sinn sam- fara heimssýningunni þar sem tækninýjungar og sérfræði- þekking verður rædd. Heil- brigðisráðherra landsins segir að nú verði klósett landsins gerð hrein, skilvirk og örugg. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N EINBEITT Í TÍSKUNNI Það var fjölmenni á tískusýningu Mosaic Fashion í Skautahöllinni í Reykjavík í gærkveldi. Meðal þess sem sýnt var voru föt í nýjum tískulínum Oasis, Coast, Whistles og Karen Millen. Karen Millen var viðstödd sýninguna, ásamt fylgdarfólki. Einnig mætti Samantha Mumba, söngkona frá Bretlandi. Þrátt fyrir þrálátan orðróm um að knattspyrnukempan David Beckham væri hér á landi til að skoða hvað stæði til boða á tískusýningunni, sást hvorki tangur né tetur af kappanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.