Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 62
PERLUEYRNA- LOKKAR í yfirstærð. TopShop Smáralind. FERSKJULITURINN fer vel með rauðum og gulum. Zara Smáralind. MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Frí á „fölskum“ forsendum Ég var svolítið snemma í því í ár og skipulagði sumarfríið í janúar. Síðan þá höfum við hjónaleysin legið í bókum um Ítalíu, skoðað kort og fyrirhitt mikið af góðu fólki sem hefur liðsinnt okkur. Til að byrja með var lagt upp með að fara í afslöppunarferð með menning- arlegu ívafi. Ég dustaði rykið af listasögubókunum mínum og drakk í mig löngu gleymda visku sem ég hafði haft fyrir að koma inn í hausinn á mér á menntaskólaárunum. Þegar líða tók á mars fór ég að sörfa á netinu og áður en ég vissi af var ég búin að finna hinar og þessar verslanir sem mér fannst möst að heimsækja. Ítölsk fata- menning er jú sérstök og því vert að eyða tíma í skanna hana vel með tilheyrandi búðarrápi. Það var samt stórt vandamál í uppsigl- ingu. Þótt sambýlismaður minn sé frábær í alla staði þá finnst hon- um lítið spennandi að spóka sig innan um slæður, pils og perlufest- ar. Þar sem ég var búin að lofa afslöppunarferð með menningarlegu ívafi verð ég að vanda mig og nú ríður á að selja honum hugmyndir mínar án þess að við komum heim í sitthvoru lagi. Það er nefnilega hægt að leiða hann ef maður fer bara nógu varlega, talar nógu blíð- lega og setur upp hvolpaaugun. Um daginn fór ég inn á heimasíðu H&M bara svona rétt til að tjekka hvar fyrrnefndar verslanir væru að finna. Ég er nefnilega þannig gerð að mér finnst ómissandi að komast í þá verslun alla vega tvisvar á ári. Mér til mikilla vonbrigða komst ég að því að það að er alla vega 3 tíma akstur í næstu H&M verslun. Þá datt mér snjallræði í hug. Ég plata hann í dagsferð. Við munum taka daginn snemma og skoða strandbæi á leiðinni. Þegar við komum til borgarinnar verð ég að vera yfirmáta yfirveguð svo hann gruni ekki neitt. Ég er búin að finna kort af borginni svo við getum óvart „lent“ í þeim aðstæðum að vera skyndilega stödd fyrir utan H&M veldið. Ég er viss um að þetta takist hjá mér enda hafa fyrirætlanir mínar ekki klikkað hingað til. Meðan ég verð að spóka mig um á suðrænum slóðum mun ungliðahreyfingin (Sóley og Hilda) sjá um að fræða ykkur um það mikilvægasta í lífinu, tísku. 46 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Að blanda saman rauðum, grænum, ljósgulum, ferskjulituðum og bleik-um er hluti af ferskum tískustraumum. Burberry lagði línurnar fyr-ir þessar litasamsetningar en sumarlína þeirra einkennist að hluta til af þessum litasamsetningum. Í fljótu bragði er nánast eins og litirnir hafi verið teknir beint út úr tísku níunda áratugarins og vaktir af dvala. Uppum níunda áratugarins fannst alla vega ofur- svalt að klæðast bleikum skyrtum og hefðu farið í alla þessa liti ef fötin hefðu bara verið merkt réttum tískuhönnuðum. Verslunin Zara var ekki lengi að pikka þetta „trend“ út ásamt TopShop og Retro. Sem dæmi úr þessari tísku þá er meira en leyfilegt að vera í bleikum jakka og gulum bol við grænar buxur. Jakkarnir eru stuttir og oft á tíðum víðir, buxurnar ná við hné og pilsin eru skósíð eða hnésíð. Þessari litríku tísku fylgir frjálslegt fas og ekki er verra að nota þau á suðrænum slóðum. Þessir litir fara líka sérlega vel við húðina þegar sólin er búin að leika um hana. Fyrrnefndir litir bera sig vel þeg- ar hörefni er annars vegar og svo má alltaf bæta við klútum, skarti og skóm í sömu litum. Sumar flíkurnar eru jafnvel skreyttar steinum eða pallíettum. Fallegt er að nota hvítan og beigelitaðan með þessum fallegu sumarlitum sem lífga all hressilega upp á sumarið. Allt um atvinnu á sunudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Le Clerc snyrtivörulínan hefur gefið út bleika línu í tilefni þess að bleiki liturinn er svo mikið í tísku í sumar. Ævintýrabúðin Frú Fiðrildi ákvað að taka snyrtivörurnar í sölu því um- búðirnar á þessari línu eru svo dá- samlega fallegar. Þar sem snyrtivör- ur eru inni á nánast hverju baðher- bergi landsins skiptir máli að um- búðirnar séu fallegar. Svo er líka mun skemmtilegra að draga upp fallega púðurdós þegar kemur að því að laga sig til. Púðrið í línunni er með bleikum tón svo það gefur andlitinu mjög frísklegan blæ. Einnig er gylltur glampi í því svo áferðin verður létt glansandi. Púðrið er unnið úr hrísgrjónum og snyrti- vörurnar eru allar náttúrulegar. Vara- litirnir eru til í þremur fallegum og safaríkum litum en Frú Fiðrildi er líka með sólarpúður, gloss, nagla- lakk og augnskugga frá Le Clerc. Litríkt, fagurt og upplífgangi TENNISKJÓLL fer bæði vel við gallabuxur og fótlaga skó. Vero Moda Smáralind. ÞAÐ VERÐA allir að eiga alla vega eitt sítt pils fyrir sumarið. Retro Smáralind. HVER RÖNDÓTTUR. Zara Smáralind. ÞAÐ SPARAR TÍMA og fyrirhöfn að eiga ferðatösku eins og enginn annar. Penninn Eymundsson. GRÆNN JAKKI passar vel við bleikt pils og appelsínu- gular buxur. Zara Smáralind. ÞESSI ER TILVALIN í fríið. Retro Smáralind. martamaria@frettabladid.is GRÆN PALLÍETTUTASKA. Retro Smáralind. RAUÐI LITURINN er ómissandi með þessu lita- þema. Zara Smáralind. HÖNNUÐIR Burberry voru djarfir í litasamsetningum og lögðu lín- urnar fyrir það sem koma skyldi. ÞAÐ ER MÁLIÐ að splæsa í nýtt bikiní fyrir sumar- ið. Vero Moda Smáralind. „MUST HAVE“, þessi bolur flokkast undir það. TopShop Smáralind. AGATHA RUIZ DE LA PRADA blandar litunum skemmtilega saman BURBERRY mælir með því að nota víðar, litríkar skyrtur við strandfötin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I O G G ET TY IM AG ES Bleikt er bjútífúl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.