Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 54
11. júní 2005 LAUGARDAGUR > Við þökkum ... ... Völu Flosadóttur fyrir góðu stundirnar sem hún hefur gefið íslensku þjóðinni í gegnum tíðina. Bronsstund- in í Sydney þar sem hún varð fyrsta og eina íslenska konan til þess að vinna verðlaun á Ólympíuleikum mun lifa meðal okkar allra um ókomna tíð. Takk fyrir allt Vala. Tap í úrslitaleiknum Kristján Helgason tapaði úrslitaleiknum á Evrópumóti áhugamanna í snóker í gær fyrir Alex Borg frá Möltu. Kristján vann 2 ramma en Borg sjö en Kristján byrjaði úrslitaleikinn mjög illa. Kristján vann Mark Allen í undanúrslitum en Allen er núverandi heimsmeistari og fyrrum Evrópumeistari áhugamanna. sport@frettabladid.is 38 > Við vonumst eftir ... ... að FH-ingar verði heppnir í drættinum fyrir Evrópukeppni meistaraliða í sumar og dragist á móti Evrópumeist- urum Liverpool. Möguleik- inn er fyrir hendi í annarri umferð takist báðum liðum að komast áfram í gegnum 1. umferðina. FH-ingar taka á móti firótturum í Kaplakrika í dag. fia› hefur veri› ólíkt gengi hjá li›unum í upphafi móts enda skilja a› 11 stig og 9 mörk eftir fyrstu fjórar umfer›irnar. Framarar og Skagamenn ver›a líka a› rífa sig upp eftir skelli í sí›asta leik. Sjö sigrar í röð og 20 leikir án taps FÓTBOLTI FH-ingar eru á toppi Landsbankadeildarinnar ásamt Valsmönnum með fullt hús eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Deildin hefst að nýju í dag eftir 11 daga landsleikjahlé. Valsmenn fara til Keflavíkur á sunnudaginn en FH- ingar hefja leik í dag þegar þeir taka á móti Þrótturum í Kaplakrika. Í hinum leik dagsins taka Framarar á móti Skagamönn- um en bæði liðin töpuðu illa í síð- asta leik. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00. Það hefur verið ótrúleg sigur- ganga hjá FH-liðinu sem hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og enn fremur leikið 20 leiki í röð án þess að tapa leik. FH tapaði síðast stig- um í 15.umferð í fyrra þegar Skagamenn náðu 2-2 jafntefli í Krikanum. Hafnarfjarðarliðið hefur hins vegar ekki tapað leik síðan gegn Fylki í Árbænum 22. maí í fyrra. FH-liðið er enn nokk- uð frá metum Valsmanna sem unnu 16 leiki í röð 1978 og léku 36 leiki án taps frá 1977-1979. FH-lið- ið getur hins vegar eins og Vals- menn orðið eitt af aðeins fjórum liðum í sögu tíu liða efstu deildar sem nær að vinna fimm fyrstu leiki sína. Valsmenn unnu 16 fyrstu leiki sína 1978, Skagamenn voru með fullt hús eftir 12 fyrstu leiki sína 1995 og tveimur árum síðar unnu Keflvíkingar sex fyrstu leiki sína. 8 leikir án sigurs Þróttarar náði sínu fyrsta stigi í síðasta leik í 2-2 jafntefli við Keflavík en liðið tapaði fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Þróttur náði líka aðeins einu stigi út úr fjórum síðustu leikjum sín- um þegar þeir voru síðast í úr- valsdeildinni 2003 og hafa því leikið 8 leiki í röð án sigurs. Þegar Þróttarar heimsóttu FH-inga það sumar var þó allt annar gangur á liðinu en eftir 1-4 sigur Þróttara í Kaplakrika 5. júlí 2003 var liðið í 2. sæti deildarinnar. En Þróttur vann aðeins einn af síðustu níu leikjum sínum og hefur nú aðeins fengið 5 stig út úr síðustu 13 leikj- um sínum í Landsbankadeildinni. Skorar alltaf á heimavelli FH-ingnum Tryggva Guð- mundssyni mistókst að skora í leiknum á KR-velli og um leið var ljóst að met Arnars Gunnlaugs- sonar frá 1992-95 stendur áfram en Arnar skoraði þá í 11 deildar- leikjum í röð. Tryggvi hafði skor- að í sex síðustu leikjum sínum með ÍBV 1997 og þeim þremur fyrstu með FH-liðinu í sumar. Tryggvi getur samt enn bætt við sitt eigið met en hann hefur nú skorað í 14 heimaleikjum í röð með liðum sínum í efstu deild á Ís- landi. Tryggvi skoraði í öllum heimaleikjum sínum með ÍBV 1997 auk þeirra fjögurra síðustu árið á undan. Þá skoraði Tryggvi í fyrsta heimaleik sínum með FH einmitt gegn ÍBV. Tvö ólík lið hjá Fram Framarar hafa spilað sem tvö lið í sumar, annars vegar liðið sem spilar á heimavelli og hefur unnið báða leiki sína með markatölunni 6-0 og hins vegar liðið sem hefur farið stigalaust og með markatöl- una 0-4 út úr tveimur leikjum sín- um utan Laugardalsins. Framarar töpuðu síðasta leik 0-3 líkt og Skagamenn sem mæta í Dalinn í dag. Skagamenn töpuðu fyrir Val, 0-2, í eina útileik sumarsins til þessa en unnu 2 af 3 heimaleikjum sínum. Tapið gegn Fylki í síðustu umferð hefur örugglega hrist upp í herbúðum liðsins og það má bú- ast við róttækrum breytingum hjá Ólafi Þórðarsyni fyrir leikinn í dag. ooj@frettabladid.is Ameríski milljónamæringurinn Malcolm Glazer er farinn að taka til hendinni á Old Trafford: FÓTBOLTI Malcom Glazer, nýr meirihlutaeigandi í Manchester United, er strax farinn að ergja aðdáendur liðsins með afskiptum sínum af rekstri félagsins. Spurst hefur út að miðaverð á úrvalsdeildarleiki á heimavellin- um Old Trafford muni hækka úr 30 pundum í 46 pund á fimm árum. Þá hyggst Glazer einnig hækka miðaverð á meistaradeild- arleiki um 25 prósent. Þetta mælist afar illa fyrir hjá aðdáendum félagsins sem efast um að breytingarnar verði til þess að auka tekjur til félagsins. „Ég er ekki viss um að leikvang- urinn verði fullur á móti Charlton eða Portsmouth á virkum degi, eins og hefur verið í mörg ár,“ segir Andy Mitten, einn af rit- stjórum blaðsins United We Stand, sem er aðdáendablað stuðningsmanna Manchester United. Malcolm Glazer ætlar að freista þess að auka tekjur hjá fé- laginu umtalsvert fyrir árið 2010 og er hækkunin á miðaverðinu liður í því. Margir aðdáenda félagsins ef- ast um að þessi aðgerð muni verða til þess að meiri peningar skili sér í kassann hjá félaginu, þar sem þetta muni hafa fælandi áhrif á fólk. „Hvernig á eftir að ganga að fylla leikvanginn þegar aðdáendur snúa baki við félaginu á hverjum degi? Ég hef því miður ekki góða tilfinningu fyrir þess- ari þróun,“ sagði Nick Towle, for- svarsmaður hluthafafélags sem upphaflega var stofnað til þess koma í veg fyrir að Glazer næði undirtökum í félaginu. -mh A›dáendur United æfir vegna hækkunar á mi›aver›i Fyrsti og eini kvenkyns íslenski íþrótta- maðurinn til að komast á verð- launapall Ólympíuleikanna hefur hætt keppni þótt hún sé ekki nema 27 ára gömul. Vala Flosadóttir stökk sig inn í hjörtu ís- lensku þjóðarinnar í Sidney árið 2000 er hún hafnaði í þriðja sæti í stangarstökks- keppn- inni en hún hafði leitt keppnina um tíma. Hæðin sem hún stökk var 4,50 – mesta hæð sem hún hafði stokkið og bætti hún aldrei þann árangur. Vala náði sér aldrei á strik eftir Ólympíu- leikana í Sidney og náði ekki lágmarkinu fyrir leikana í Aþ- enu í fyrra. „Ég get svo sem ekki sagt hvað tíminn hefur verið langur sem leiddi til þessa en ég er alla vega búin að taka ákvörðun um að hætta núna, það var bara kominn tími á það,“ sagði Vala í samtali við Fréttablaðið. „Ég er mjög sátt og líður virkilega vel. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hægt og rólega og þurfti ég á þessum tíma að halda.“ Þó svo að Vala hafi ekki náð að fylgja eftir þessu glæsilega árangri í Ástralíu er ferill hennar engu að síður stórglæsi- legur. Hún varð Evrópumeistari og vann silfur á heimsmeistaramóti og tvíbætti heimsmetið innanhúss árið 1998. Og vitanlega bronsverðlaun á Ólympíuleik- um. „Ég er eiginlega stoltari af ferlinum nú þegar ég er hætt. Ég byrjaði svo ung og var í rauninni hálfgerður óviti í íþróttum þegar ég vann á mínu fyrsta stórmóti. En ég hef gengið í gegnum margt og fengið að ferðast og hitta fólk sem ég hefði annars aldrei hitt. Ég er mjög þakklátt fyrir það.“ VALA FLOSADÓTTIR HÆTT Í STANGARSTÖKKINU: SÁTT VIÐ MÍNA ÁKVÖRÐUN Hef gengið í gegnum margt á ferlinum BESTUR Á VELLINUM Meistararnir í Detroit réðu ekkert við Manu Ginobili hjá Spurs í fyrsta leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Birgir Leifur og Ólöf María: Komust bæ›i áfram í gær GOLF. Íslandsmeistarinn Ólöf Mar- ía Jónsdóttir komst áfram í gegn um niðurskurðinn á opna franska meistaramótinu í golfi í gær, þeg- ar hún lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrri daginn lék hún einnig á tveimur höggum undir pari og lauk því keppni í gær á fjórum yfir, sem nægði henni til áfram- haldandi þáttöku á mótinu. Birgir Leifur Hafþórsson komst einnig áfram á áskorenda- mótinu í Esbjerg í Danmörku, en hann lék annan hringinn á mótinu á fimm höggum yfir pari, sem nægði honum til áframhaldandi þátttöku, en slæm skilyrði voru á mótinu og því nægði honum að leika á átta höggum yfir pari til að komast áfram. -BB Lokaúrslit NBA í fyrrinótt: Spurs vann fyrsta leikinn KÖRFUBOLTI. San Antonio Spurs vann nokkuð öruggan sigur á Detroit Pistons í fyrsta leik lið- anna í lokaúrslitum NBA-deildar- innar í fyrrinótt, 84-69. Eins og tölurnar bera með sér var þetta mikill baráttuleikur tveggja bestu varnarliðanna í deildinni, en það var Argentínumaðurinn Manu Ginobili sem gerði gæfumuninn í sóknarleiknum fyrir San Antonio. Hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum með körfum í öllum regnbogans litum eins og honum einum er lagið og ljóst er að Pistons verða að finna svar við leik hans fljótlega ef ekki á illa að fara fyrir liðinu. Tim Duncan kom næstur með 24 stig og hirti 17 fráköst. Chauncey Billups var stiga- hæstur í liði meistaranna með 25 stig, en félagar hans náðu sér aldrei á strik í sóknarleiknum gegn stífri vörn San Antonio. Fastlega má reikna með að leikmenn Pistons komi dýrvit- lausir til leiks í næsta leik, sem verður háður á heimavelli Spurs eins og sá fyrsti, en þeir verða að laga vel til í sóknarleiknum hjá sér ef þeir ætla ekki að fara aust- ur aftur með 2-0 á bakinu. - bb EKKI HÆGT AÐ BYRJA BETUR Ólafur Jóhannesson þjálfari FH-liðsins hefur ekki séð sína menn tapa deildarleik í meira en ár. Fréttablaðið/Hari LANDSBANKADEILDIN Leikir helgarinnar: LAUGARDAGUR FH–ÞRÓTTUR 14.00 Fram–ÍA 14.00 SUNNUDAGUR ÍBV–KR 14.00 Keflavík–Valur 19.15 FYLKIR–GRINDAVÍK 20.00 STAÐAN: FH 4 4 0 0 12–1 12 VALUR 4 4 0 0 10–2 12 KEFLAVÍK 4 2 1 1 7–8 7 FYLKIR 4 2 0 2 7–5 6 FRAM 4 2 0 2 6–4 6 KR 4 2 0 2 4–4 6 ÍA 4 2 0 2 4–7 6 GRINDAVÍK 4 1 0 3 6–12 3 ÞRÓTTUR 4 0 1 3 3–8 1 ÍBV 4 0 0 4 3–11 0 MARKAHÆSTIR Tryggvi Guðmundsson, FH 5 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 4 Andri Fannar Ottósson, Fram 3 Matthías Guðmundsson, Val 3 STERK VIÐBRÖGÐ Malcom Glaze, til hægri, er strax farinn að ergja aðdáendur liðsins með afskiptum sínum af rekstri félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMGAES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.