Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 28
28 11. júní 2005 LAUGARDAGUR Ma›ur nor›ursins Niels-Henning Örsted Pedersen var mikill Íslandsvinur og kom hinga› til lands tólf sinnum. Andlát hans var flví djassheiminum hér á landi mikill harmur. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi vi› Vernhar› Linnet um gó›vin hans Niels-Henning. Í kvöld verða minningartónleikar um Niels-Henning á veitingastaðnum Vox klukkan níu en miðasala er hafin í Tólf tónum Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum er Árni Egilsson, sem kemur frá Los Angeles, en hann og Niels spiluðu saman á síðustu tón- leikunum sem Niels hélt hér á landi. Þá kemur fiðluleikarinn, Finn Ziegler, til landsins en hann og Niels spiluðu einnig mikið saman. Með honum kemur píanistinn Oliver Antunes. Aðrir sem koma fram eru Björn Thoroddsen, Árni Scheving, Gunnar Hrafnsson og Einar Valur Scheving. Þá mun Vernharður Linnet minnast Niels Henning. Leiðir Vernharðs Linnet ogNiels-Henning lágu samanárið 1967, þegar Vernharður var á leiðinni til Moskvu að fagna fimmtíu ára afmæli byltingarinn- ar. „Ég stoppaði í Kaupmannahöfn og ætlaði að ná tali af Alex Riel sem spilaði á Montmartre djass- klúbbinum. Þá var Niels-Henning byrjaður að spila þar og við spjöll- uðum eitthvað saman og upp frá því hófst góður og traustur vin- skapur,“ segir Vernharður og fær sér sopa af kaffinu sínu. Vern- harður var með annan fótinn í Kaupmannahöfn á þessum tíma og bjó nokkur ár í borginni. Hann var mikið á Montmartre og hlust- aði á danskan djass og þeir Niels urðu því fljótt góðir vinir. Tónleikarnir sem breyttu djass- inum Það var þó ekki fyrr en níu árum eftir þennan fyrsta fund að Niels Henning kom í fyrstu heimsókn- ina til landsins þá fyrir tilstuðlan Norræna hússins. „Hann hélt þrenna tónleika í húsinu og það varð allt brjálað. Salurinn, gang- arnir og bókasafnið voru troðfull- ir. Þetta var algjör sprengja,“ seg- ir Vernharð og bregður sér aftur í tímann til þess að fanga þessari ljúfsáru minningu. Ári síðar var komið að Tónleik- unum með stórum staf. Í minn- ingu margra af okkar fremstu djassspilara í dag eru þetta tón- leikarnir sem breyttu djasssögu Íslands. „Hann kom hingað með besta tríóið sitt af þó mörgum góðum,“ segir Vernharð og gerir örlítið hlé á frásögn sinni til að vera viss um að öll smáatriði séu á hreinu. „Sviðsmaðurinn gleymdi sér eitthvað og dyrnar inn í sal voru lokaðar. Það varð töluverður troðningur og þegar dyrnar opn- uðust ruddist fólk fram,“ segir Vernharður og hlær. „Ég man eft- ir ungum manni, sem seinna varð þingmaður og seðlabankastjóri, hlaupa yfir stólbökin til að komast fremst.“ Þessir tónleikar mörkuðu upp- haf djassvakningar á Íslandi. „Tómas R. Einarsson ákvað að verða kontrabassaleikari, Björn Thor byrjaði að spila djass og Friðrik Karlsson líka,“ segir Vernharður. Af ákveðnum ástæð- um komu margir rokkarar á þessa sögufræga tónleika. „Niels-Henn- ing var með frábæran gítarleik- ara, Philippe Catharine, sem hafði getið sér góðs orðs með rokk- hljómsveitinni Fókus.“ Það voru því ekki eingöngu djassgeggjarar sem mættu á svæðið. Almúgamaðurinn Niels Niels-Henning var aldrei merki- legur með sig og féll vel inn í sam- félagið hér á landi. „Honum þótti vænst um tvö lönd fyrir utan Dan- mörku en það voru Færeyjar og Ísland,“ segir Vernharð. „Ísland var samt draumalandið,“ bætir hann brosandi við. Niels var mikill bókmennta- maður og las mjög mikið. „Þegar hann var yngri las hann Íslend- ingasögurnar og ætlaði sér að verða magister í dönskum bók- menntum,“ segir Vernharður en skólinn fékk mjög snemma að sitja á hakanum vegna tónlistar- innar. Hann las Heinesen en þótti ekki mikið til epískra skáldsagna Laxness koma. „Ég gaf honum reyndar Gerplu þegar hann varð fimmtugur og sú bók hitti alveg í mark,“ segir Vernharður. Þá var Niels ekki síður íþróttamaður en tónlistamaður. „Hann varð að velja milli þess að vera landsliðs- maður í fótbolta og bassaleikari. Hann valdi það sem hjarta hans stóð næst,“ segir Vernharður en þess má til gamans geta að Niels- Henning hefði þá getað orðið hluti af danska dýnamítinu sem sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Tónlistin skipti öllu máli Niels-Henning byrjaði mjög ung- ur að leika sem atvinnuspilari. Hann var einungis þrettán ára þegar hann var farinn að spila á Cap Horn í Nyhavn. „Þegar hann var átján ára hringdi Count Basie til hans og bauð honum að spila með sér. Niels hefði þá neyðst til að flytja til Bandaríkjanna en það hefði hann aldrei gert. Hann ætl- aði aldrei að flytja frá Dan- mörku.“ Hann var alinn upp á tónelsku heimili í grundtvískri hefð þar sem píanóið átti hug hans í fyrstu. Vegna þess að ekki var pláss fyrir tvo píanóleikara í fjölskyldunni varð Niels að láta sér lynda kontrabassann. Niels-Henning var ekki einhver prímadonna sem hugsaði um pen- inga og frægð. Hann var jarð- bundinn en mikill atvinnumaður. „Niels sagði Oscar Peterson hafa kennt sér það. Mæta á réttum tíma á sviðið, vera edrú og vel tilhafð- ur,“ segir Vernharður og bætir við að Norman Granz, umboðsmaður Ellu Fitzgerald, Count Basie og Oscar Peterson, hafi aldrei getað skilið af hverju Niels vildi ekki verða ríkur. „Hann kom hingað þegar hallæri var í Jassvakning- unni og lék fyrir lítinn pening. Hann spilaði frítt á styrktartón- leikunum fyrir Tónlistarhúsið.“ Afkastaði miklu Honum leið best þegar hann var í Skandinavíu og fannst hann vera heima á þeim slóðum. Að sögn Vernharðs fannst Niels eins og hann væri maður norðursins. „Niels sagði einu sinni við mig að hann vissi hvenær hann væri komin að heiman. Það væri þegar hann væri kominn yfir norður- Þýskaland því þá væri fólk hætt að skilja brandarana hans,“ segir Vernharður og hlær. Niels-Henning var feikilega afkastamikill tónlistamaður þó hann hafi ekki samið mikið af tónlist sjáflur. „Eftir hann liggja hátt í þúsund plötur sem hann hefur spilað inn á,“ segir Vern- harður. „Hann vann feikilega mikið og var á ferðalagi sex mán- uði ársins,“ bætir hann við og það hafi tekið sinn toll.“Hann lifði hratt og ég held að hann hefði aldrei getað breytt því. Hann stoppaði aldrei.“ NIELS-HENNING Ætlaði sér að verða magister í dönskum bókmenntum og fórnaði knattspyrnuferlinum fyrir bassann. Hann hugsaði aldrei mikið um peninga og spilaði frítt hér á landi til styrktar tónlistarhúsinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sendu SMS skeytið JA MMF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar f. 2 Mr & Mrs Smith Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d. úr og bolir DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SMS leikur VERNHARÐUR LINNET Kynntist Niels á leið sinni til Moskvu árið 1967. Þeir urðu fljótt góðir vinir en Niels kom hingað til lands tólf sinnum. Jaywalkin’ – 1976 Þarna var hann djassrokkað- ur og í kompaníi við jafnaldra sína sem eru allir hreint brilljantín; Billy Higgins á trommur, Philip Catherine á gítar og Ole Kock Hansen á píanó. Duo 1 – 1973 Samspil hans með bandaríska píanóleikaranum Kenny Drew skilaði oftar en ekki fínni músík. Bassatónninn er stór og flottur þarna og hann spilar hreint og tært á efra registrinu, plús allar tríólurnar sem mér fundust æðislega smartar í þá tíð. Trio 1 – 1978 Tríóið sem spilaði í Há- skólabíói, Philip Catherine á gítar og Billy Hart á trommur. Það var fyrst og fremst spilið í Autumn Leaves sem maður hlustaði endalaust á, ágengur bassinn en reyndar fyrst og fremst æð- islegur gítar Philips Catherine, sem var miklu flottari áður en hann fór í með- ferð. Double Bass – 1976 Ein af fáum tveggja bassa plötum (kannski sú eina) sem mér finnst hafa virkað sem músík. Sam Jones og Niels skila sínu fínt, en stjörnurnar eru ekki síður trommar- inn Billy Higgins og áðurnefndur Philip Catherine. Great Connection – 1974 Ein fyrsta plata Niels með Oscar Pet- erson. Þeir Niels og Oscar byrjuðu vel saman, en smám saman varð þetta að formúluakstri þar sem hraðinn einn skipti máli. Ef þú ert einu sinni orðinn þekktur fyrir að geta spilað hratt eða hátt elta hin skyldugu hlaup þig ævina út. ÁRNI EGILSSON Kemur frá Los Angeles til þess að spila á minningartónleikum um Niels-Henning FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Til minningar um Niels Henning NIELS Í GÓÐUM FÉLAGSKAP Frá vinstri: Dizzy Gillespie á trompet, Louis Bellson trommari, Oscar Peterson á píanó og Cl- ark Terry tekur sóló. Niels gægist inn á myndina frá hægri. Myndin er tekin á djasshátíð í Montreaux 1975. Hreint brilljantín SAGAN SEGIR AÐ TÓMAS R. EINARSSON HAFI Á TÓNLEIKUM NHÖP 1978 Í HÁSKÓLABÍÓI ÁKVEÐIÐ AÐ HANN SKYLDI SPILA Á KONTRABASSA. HÉR VELUR TÓMAS SÍNAR FIMM EFTIRLÆTISPLÖTUR MEÐ NIELS-HENNING FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.