Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 56
11. júní 2005 LAUGARDAGUR40
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
8 9 10 11 12 13 14
Laugardagur
JÚNÍ
■ ■ LEIKIR
14.00 FH og Þróttur R. mætast í
Kaplakrika í Landsbankadeild karla.
14.00 Fram og ÍA mætast í
Laugardal í Landsbankadeild karla.
14.00 ÍBV og Valur mætast á
Hásteinsvelli í Landsbankadeild karla
14.00 Völsungur og Fjölnir spila á
Húsavíkurvelli í 1. deild karla.
16.00 Haukar og Þór mætast á
Haukavelli í 1. deild karla.
■ ■ SJÓNVARP
15.00 EM í kvennaknattspyrnu á
RÚV. Leikur Dana og Englendinga.
16.50 Formúla 1 á Rúv. Bein
útsending frá tímatökunni í Kanada.
18.30 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn.
19.00 NBA á Sýn.
22.20 Hnefaleikar á Sýn. Antonio
Tarver gegn Glen Johnson.
23.25 Hnefaleikar á Sýn. Mike
Tyson gegn Danny Williams.
01.00 Hnefaleikar á Sýn. Mike
Tyson gegn Kevin McBride.
Fjölskylduhátið á Hlíðarenda 15. júní:
ÍÞRÓTTAFÉLÖG Valsmenn ætla að
kveðja kofann sinn að Hlíðar-
enda á miðvikudaginn kemur og
fagna því að framkvæmdir hefj-
ist við ný íþróttamannvirki með
því að halda allsherjar fjöl-
skylduhátíð.
Sérstök hátíðardagskrá fer
einnig fram, þar sem tekin verð-
ur fyrsta skóflustungan að nýj-
um íþróttamannvirkjum og fjöl
úr gólfi íþróttahúss Vals verður
fjarlægð og lögð til varðveislu. Í
íþróttahúsi Vals verður haldinn
kveðjuleikur þar sem meistara-
flokkur Vals í handknattleik
karla spreytir sig gegn gömlum
kempum félagsins. Búist er við
að leikmenn á borð við Geir
Sveinsson, Valdimar Grímsson,
Júlíus Jónasson og Guðmund
Hrafnkelsson taki fram gömlu
Valsskóna en þeir Þorbjörn Jens-
son og Jóhann Birgisson munu
stýra liðinu. Um kvöldið taka
Valsmenn loks á móti FH í Lands-
bankadeild karla í knattspyrnu.
Um er að ræða alvöru toppslag
þar sem bæði lið standa vel að
vígi á toppi deildarinnar.
Valsmenn kve›ja kofann
HEFUR ÆFT BETUR EN NOKKRUM SINNUM FYRR Mike Tyson hefur hafið upphitun fyrir
bardaga sinn við hinn írska Kevin McBride. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMGAES
Boxáhugamenn missa ekki af bardaga kvöldsins:
Tyson segist vera go›sögn
BOX Mike Tyson hefur upphitun
fyrir bardaga sinn við hinn írska
Kevin McBride í kvöld eins og
honum einum er lagið og í fyrra-
dag gaf hann út hvernig hann
hyggðist fara með hann í hringn-
um.
„Ég ætla að gera að honum eins
og fiski,“ sagði Tyson. „Hann er
eins og dós af tómötum og bardag-
inn á laugardaginn verður auð-
mýktaræfing af bestu gerð fyrir
hann. Sumir kunna að kalla þenn-
an bardaga sirkus, en ég er ekki
sirkusmaður, ég er goðsögn,“
sagði Tyson, sem enn virðist hafa
mikið aðdráttarafl sem boxari
þótt árangurinn hafi verið mis-
jafn undanfarið, því sala miða á
viðburðinn hefur farið fram úr
björtustu vonum
„Ég er alþjóðleg ofurstjarna
og ef fólk þekkir mig ekki, hlýtur
það að vera frá annarri plánetu,“
sagði Tyson.
Þjálfari hans gaf það út á dög-
unum að Tyson væri allur að róast
og sagði hegðun hans á undan-
förnum mánuðum hafa verið til
fyrirmyndar, en hann virðist þó
enn vera með munninn fyrir neð-
an nefið þegar kemur að því að
munnhöggvast við andstæðing-
ana.
McBride er öllu rólegri í tíð-
inni fyrir bardagann, en segir að
Tyson eigi ekki auðvelt kvöld í
vændum.
„Höggin mín verða högg frá
öllu Írlandi. Ég hef æft betur en
nokkru sinni áður og þetta er
draumur að verða að veruleika
fyrir mig. Ég vil sigra Mike Tyson
og uppfylla drauma mína, sem eru
að verða óumdeildur heimsmeist-
ari í hnefaleikum.“ -BB
Liverpool fær að verja Evróputitilinn
FÓTBOLTI „Þetta var afgreitt á
símafundi í morgun sem stóð yfir
í um klukkustund,“ sagði Eggert
Magnússon. Ákvörðun fram-
kvæmdarstjórnarinnar var ein-
róma, Liverpool fær að taka þátt í
Meistaradeildinni á næsta keppn-
istímabili en þarf að taka þátt í
forkeppninni. Eru margir stuðn-
ingsmanna liðsins ósáttir við það,
finnst það ekki sér sæmandi sem
meisturum. En aðrir benda á að
þeir geti yfir höfuð þakkað fyrir
að fá að vera með.
Liverpool verður því fimmta
enska liðið sem fær að taka þátt í
Meistaradeildinni. Hin fjögur
luku keppni í efstu fjórum sætum
ensku úrvalsdeildarinnar í vor og
fá því samkvæmt reglum enska
knattspyrnusambandsins rétt til
þátttöku. En þegar í ljós kom að
Liverpool unnu keppnina vildu
Englendingar ekki víkja liðinu
sem varð í fjórða sæti, í þessu til-
felli Everton, og leituðu því á náð-
ar UEFA. „Enska sambandið er
búið að liggja á hnjánum og biðja
um að fá fimmta liðið inn,“ sagði
Eggert.
Þegar Real Madrid vann
keppnina 2001 voru þeir í sömu
sporum og Liverpool, luku keppni
í 5. sæti í deildinni. En þá lét
spænska knattspyrnusambandið
Real Zaragoza, sem urðu í fjórða
sæti, víkja fyrir nýkrýndum Evr-
ópumeisturum. En þökk sé vand-
ræðunum nú hefur verið samin
klásúla sem segir að komi álíka
staða upp aftur víki það lið sem
lenti í neðsta sætinu í heimaland-
inu sem veitir þátttökurétt í
Meistaradeildinni, ef nýkrýndir
meistarar lenda neðar í deildinni.
Liverpool mun því að öllum lík-
indum aflýsa öllum æfingaleikj-
um á undirbúningstímabilinu en
áætlað var að leika gegn þýskum
og japönskum liðum. Þess í stað
mæta þeir liði frá einu af þeim 12
löndum sem eru metin veikust af
þeim löndum sem senda lið til
keppni. Ísland er ekki eitt af þeim
en ef FH-ingar, sem einnig mæta
liði frá einu af löndunum 12, kom-
ast áfram í 2. umferð er möguleik-
inn fyrir hendi að dragast gegn
Liverpool.
„Væri það bara ekki fínt,“
sagði Heimir Guðjónsson fyrirliði
FH aðspurður um þá tilhugsun.
„Það yrði allavega fullt á vellin-
um.“ eirikurst@frettabladid.is
STEVEN GERRARD MEÐ BIKARINN Liverpool fær að taka
þátt í Meistaradeildinni og því ólíklegt að Gerrard hafi
ástæðu til að yfirgefa félagið en orðrómur þess efnis
hefur verið lengi á kreiki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Eggert Magnússon og félagar í framkvæmdarstjórn knattspyrnusambands Evrópu gáfu í gær grænt ljós á
flátttöku Liverpool í Meistaradeild Evrópu í haust. Meistararnir byrja á sama sta› og Íslandsmeistarar FH.