Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,22 64,52 117,21 117,77 78,55 78,99 10,55 10,61 10,01 10,07 8,52 8,57 0,60 0,60 94,55 95,11 GENGI GJALDMIÐLA 10.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,41 +0,17% 4 11. júní 2005 LAUGARDAGUR LÖGREGLA Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglu- bíl í Hafnarfirði og skemmdu tölu- vert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn við eftirlit. Lögreglubílnum var ekið út í kant við Hverfisgötu í miðbæ Hafnarfjarðar til að hleypa bíl árásarmannanna hjá, en honum hafði verið ekið á eftir lögreglu- bílnum nokkra stund. Sá var þá einnig stöðvaður og ráðist á lög- reglubílinn þannig að fremri hlið- arrúður voru brotnar og skemmdir unnar á vélarhlíf og víðar. Lögreglan í Hafnarfirði sagði markmiðið virðast hafa verið að ná til þeirra sem í bílnum voru. Lög- reglumennirnir óeinkennisklæddu handtóku tvo á staðnum, karlmann á þrítugsaldri og tæplega tvítugan pilt. Hinir mennirnir og konan voru svo handtekin í gærdag og stóðu yfirheyrslur yfir fram eftir degi. „Eftir yfirheyrslur á fólkinu er ekkert sem bendir til þess að árás- in hafi beinst að lögreglumönnun- um,” sagði Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafn- arfirði. Hann sagði að svo virtist sem fólkið hafi farið mannavillt og talið sig vera að ráðast á mann sem það átti við einhverjar óuppgerðar sakir. -óká Ósamræmi í gögnum Ríkisendursko›unar Stjórnarandsta›an telur ótækt a› Ríkisendursko›un rannsaki sjálf hvort hennar eigin sk‡rslur gefi tilefni til vanhæfisathugunar á flætti forsætisrá›herra vi› sölu ríkisbankanna. Gögn embættisins fela í sér mis- vísandi uppl‡singar um flátt félags í eigu ættingja forsætisrá›herra í söluferli ríkisbankanna. STJÓRNMÁL Á fundi fjárlaga- nefndar með Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda og fulltrú- um Framkvæmdanefndar um einkavæðingu á miðvikudag taldi ríkisendurskoðun enga ástæðu til þess að rannsaka hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar í söluferli ríkis- bankanna. Í samantekt Ríkisend- urskoðunar 7. júní segir að eng- ar spurningar hafi vaknað af hálfu Ríkisendurskoðunar enda engin gögn um að hagsmunir hans rækjust eða kynnu að rekast á hagsmuni seljanda í ferlinu. Í minnisblaði Ríkisendur- skoðanda, einnig dagsettu 7. júní síðastliðinn, koma hins vegar fram upplýsingar sem embætti hans hefur nú ákveðið að taka til sérstakrar athugunar. Þar er meðal annars bent á að óná- kvæmt sé að halda því fram að félagið Hesteyri, sem Skinney Þinganes og Kaupfélag Skag- firðinga notuðu til kaupa á stór- um hlut í Keri, hafi á þessum tíma verið einvörðungu í eigu kaupfélagsins. Lúðvík Bergvinsson þingmað- ur Samfylkingarinnar sat fund- inn í fjárlaganefnd á miðviku- dag. Hann bendir á að Hesteyri hafi fyrst átt aðild að S-hópnum í gegnum Ker og síðan í gegnum eignarhald sitt á hlutabréfum í VÍS. „Fyrir liggur að Hesteyri hagnaðist um 700 milljónir á því þriggja mánaða tímabili sem fé- lagið átti hlutabréf í Keri. Þar sem forsætisráðherra gegndi starfi varaformanns ráðherra- nefndar um einkavæðingu á þessu tímabili, koma ákvæði stjórnsýslulaga um vanhæfi til skoðunar,“ segir Lúðvík. Forystumenn stjórnarand- stöðunnar ræddu bankasölumál- ið á fundi í gær, en þann fund sóttu meðal annars fulltrúar hennar í fjárlaganefnd. „Ríkis- endurskoðun er í vaxandi mæli að endurskoða eigin verk. Hún hefur endurtekið komið að mál- inu á fyrri stigum, mætt fyrir nefndir og talið málin upplýst,“ segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Hann bendir á að unnt sé að kjósa sér- stakar rannsóknarnefndir á veg- um Alþingis ef þurfa þykir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar bendir á að hægt sé að leita til sérfræðinga Háskóla Íslands eða annarra lögfróðra þannig að Ríkisendurskoðun sé ekki sett í þá stöðu að rannsaka eigin verk. Ekki náðist í Sigurð Þórðar- son ríkisendurskoðanda í gær. Steingrímur Ólafsson upplýs- ingafulltrúi Halldórs Ásgríms- sonar segir að forsætisráðherra ætli ekki að tjá sig um málið fyrr en að lokinni rannsókn Ríkisend- urskoðunar. johannh@frettabladid.is Noregur-Svíþjóð: Konungar vígja brú NOREGUR, AP Konungar Noregs og Svíþjóðar, Haraldur V og Carl XVI Gústaf, vígðu við hátíðlega athöfn í gær nýja brú milli land- anna. Á miðri brúnni, sem liggur yfir Svínasund suður af Óslófirði, afhjúpuðu konungarnir minnis- merki í formi tveggja útréttra handa, tákn fyrir vináttu grann- landanna þegar rétt 100 ár eru lið- in síðan Norðmenn slitu ríkjasam- bandinu við Svíþjóð. Haraldur Noregskonungur sagði brúna, sem er 700 metra löng einbogabrú, vera „sterkt tákn um einingu bræðraþjóðanna tveggja“. Nýju brúnni er ætlað að auð- velda samgöngur milli landanna, en gamla brúin, sem var byggð 1946, var orðin flöskuháls á þess- ari fjölförnu leið. ■ Ómissandi í bílinn 60 ný landshlutakort og 38 nákvæm kort af Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöðum. Söfn • sundlaugar • tjaldsvæði • golfvellir • bensínstöðvar • tíðnisvið útvarpsstöðva ofl. Ítarleg skrá yfir rúmlega 9000 örnefni og 2000 götur á höfuðborgar- svæðinu. edda.is Ný útgáfa VEÐRIÐ Í DAG Ofbeldismenn gerðu árás í Hafnarfirði að nóttu: Fóru mannavillt og ré›ust á lögreglu VIÐ HAFNARFJARÐARHÖFN Fólk sem þóttist eiga óuppgerðar sakir við annan mann fór illilega mannavillt í Hafnarfirði í fyrrinótt þegar það réðst á óeinkennisklædda lögreglu- menn þar sem þeir voru við störf. Tveir voru handteknir á staðnum og þrjú skömmu fyrir hádegi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA LÖGREGLUFRÉTTIR ELDUR BRAUST ÚT Í SPENNUSTÖÐ hafnarsvæðisins á Sauðárkróki um klukkan 5:20 í gærmorgun. Lögregla og slökkvilið var kallað á staðinn en þegar tekist hafði að slökkva eldinn var allt brunnið innan úr stöðinni. Einhverjar taf- ir urðu á vinnu í vinnslustöðvum. KONUNGLEG VÍGSLA Hákon krónprins Nor- egs og kona hans Mette-Marit prinsessa heilsa Carli Gustaf Svíakonungi við vígsluat- höfnina í gær. Með á myndinni eru norsku konungshjónin, Sonja Svíadrottning og Viktoría Svíaprinsessa, og fleira tignarfólk. SAMANTEKT OG MINNISBLAÐ RÍKISENDURSKOÐUNAR Bæði skjölin eru dagsett 7. júní síðastliðinn. Í samantektinni er ekki talin ástæða til athugunar á vanhæfi forsætisráðherra. Í minnisblaðinu er talað um ónákvæmar fullyrðingar um eignarhald á félaginu Hesteyri sem var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Skinneyjar-Þinganess, fyrirtækis í eigu fjölskyldu forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.