Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 11.06.2005, Qupperneq 21
21LAUGARDAGUR 11. júní 2005 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,71 prósent í maí. Þetta kem- ur fram á vef greiningardeildar Íslandsbanka. Áður hafði verið spáð um 0,3 prósenta hækkun. Segir Íslandsbanki að spá- skekkjan skýrist af mikilli verð- hækkun matar- og drykkjarvara og að vænta megi frekari áhrifa í þessa átt á næstunni. Að sögn Ingvars Arnarsonar, sérfræðings á greiningardeild Íslandsbanka, kemur hækkunin ekki á óvart þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í þessari mælingu. „Hækkunin liggur fyrst og fremst í því að matur og drykkur eru að hækka og það er að ganga til baka lækkun að hluta, lækkun sem hafði átt sér stað meðal annars vegna verð- stríðs á matvörumarkaði,“ segir Ingvar. Hann segir að hækkunin breyti litlu sem engu um verð- bólguhorfur til langs tíma. Að hans mati gefur hækkun vísitölunnar nú ekki tilefni til endurskoðunar á vaxtaákvörðun- um Seðlabankans enda sé hætta á verðbólgu aðallega bundin við næsta ár. Húsnæðisverð hækkaði veru- lega í mánuðinum, en þó í takt við spár. - jsk/- þk Meiri ver›bólga Neysluverðsvísitalan hækkað um 0,7 prósent milli mánaða en búist var við miklu minni hækkun. Vilja fá hærra ver› Lágmarksverð Lithuanian Airlines rúmar 200 milljónir króna. Einkavæðingarnefnd í Litháen, sem vinnur að sölu á ríkisflugfé- laginu Lithuanian Airlines, gaf öllum bjóðendum í félagið frest til 15. júní til að hækka tilboð sín. Fjórir buðu í félagið og var Pálmi Haraldsson í Feng einn þeirra. Samkvæmt frétt Bloomberg eru aðrir bjóðendur frá Litháen. Bloomberg hefur eftir emb- ættismönnum í Litháen að lág- marksverð fyrir flugfélagið sé rúmar tvö hundruð milljónir króna. Gerð er sú krafa að kaup- endurnir endurnýi flugflotann fyrir álíka upphæð næstu tvö árin verði af kaupunum. Ekki fékkst uppgefið hversu há til- boðin fjögur hljóðuðu. Lithuanian Airlines flýgur frá höfuðborginni Vilnius til sextán áfangastaða í Evrópu all- an ársins hring og notar til þess níu flugvélar. Í fyrra nam taprekstur félag- ins um 200 milljónum króna, en lítilsháttar hagnaður var af starfseminni árið áður. – bg PÁLMI HARALDSSON Býður í litháenskt ríkisflugfélag. HB GRANDI, SÍF OG JARÐBORANIR KOMA NÝ Í ICEX-15 Vægi nýrra félaga í Úrvalsvísitölunni er 3,4 prósent. N‡ félög í Úr- valsvísitölu Atorka Group og Og Vodafone eru ekki gjaldgeng í Úrvalsvísitölunni þar sem félögin uppfylltu ekki skilyrðu um að birta allar fréttir á ensku. HB Grandi, SÍF og Jarðboranir koma inn í Úrvalsvísitöluna frá fyrsta júlí og koma í stað Atorku Group og Og Vodafone. Samherji var einnig í Úrvalsvísitölunni en félagið mun hverfa af markaði innan skamms. Íslandsbanki, KB banki og Ís- landsbanki vega sem fyrr mjög þungt í Úrvalsvísitölunni og var vægi þeirra samtals 66 prósent af Úrvalsvísitölunni þann 31. maí síðastliðinn. - dh FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R EIGN ÍSLENDINGS ERLENDIS Erlendar eignir þjóðarinnar hafa nær þre- faldast á þremur árum. Erlendar eignir aukast Eignir Íslendinga erlendis námu í mars síðastliðnum 1.172 milljörð- um króna og hafa nær þrefaldast á þremur árum. Skýrist þessi eignaaukning að miklu leyti af út- rás íslenskra fyrirtækja, segir á vef greiningardeildar Íslands- banka. Íslendingar hafa fjárfest mikið undanfarið í matvæla- og lyfjaiðn- aði og fjármálaþjónustu erlendis og var bein fjárfesting erlendis 275 milljarðar í lok mars, sem er um þriðjungur af áætlaðri lands- framleiðslu ársins 2005. Íslandsbanki segir þó ekki ein- ungis beinar erlendar fjárfesting- ar aukast heldur hafi Íslendingar einnig fjárfest talsvert í erlend- um markaðsverðbréfum. Námu þær eignir 341 milljarði króna í mars síðastliðnum. - jsk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.