Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 49

Fréttablaðið - 11.06.2005, Page 49
LAUGARDAGUR 11. júní 2005 33 MARGT Í BOÐI Jónsa finnst hann standa með pálmann í höndunum, byrj- aður í flugnámi og svo er annað barn á leiðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N son fóru alveg á kostum og voru helmingi fyndnari þegar þeir voru komnir í karakter.“ Þrátt fyrir að Jónsi hafi orðið mikið fyrir barðinu á kjaftasögum um meinta samkynhneigð hans lætur hann það ekkert á sig fá. „Fyrst varð ég ofboðslega undrandi á þessari umræðu og mér sárnaði mjög mikið. Ég á mik- ið af samkynhneigðum vinum og sú hugsun læddist að mér hvort ég ætti að breyta samskiptum mínum við þá. Svo komst ég að því að ég ætlaði að sjálfsögðu ekki að fórna vinskap bara út af umræðu sem er í kringum mig. Núna er þetta þannig að ég get ekkert verið að agnúast út af þessu. Þetta er stórfurðuleg umræða sem kemur ekki lengur við mig. Þetta var samt leiðinlegt fyrir Rósu konuna mína. Sem betur fer er hún ekki eins og fólk er flest. Ég þekki ekki sterkari karakter en hana og hef fengið mikinn stuðning frá henni í gegnum tíðina. Oft hefur það ekki verið gott að vera gift manni eins og mér. Ég kann ekki að elda og get stundum verið mjög óþolin- móður. En hún hefur sýnt mér ótrúlegan skilning. Ég held ég skuldi henni heilan áratug af þolinmæði eins og sakir standa,“ segir hann og bætir við að ham- ingjan leiki við hann. „Á þessu augnabliki finnst mér ég standa með pálmann í höndunum. Ég get varla tekið sæluvímuglottið af andlitinu.“ martamaria@frettabladid.is Þegar ég var beðinn um að leika í bíó- mynd sem fjallar um sam- kynhneigt utandeildarlið fannst mér það spaugilegt. Sérstaklega af því að ég hef haft samkynhneigðan stimp- il á mér í gegnum tíðina. ,, „Það skemmtilega við þetta er að maður þarf ekki að leggja hart að þessu fólki að koma til Íslands,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- skurðlæknir, sem hefur notað frí- stundir sínar til þess að skipu- leggja tónleikahald einkum í Sví- þjóð þar sem hann er búsettur en í vaxand mæli einnig hér á landi. „Ég hef varla undan að taka við óskum skandinavískra hljómlist- armanna um að fá að koma til Ís- lands. Þeir eru færri sem komast að en vilja.“ Tómas er yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild háskóla- sjúkrahússins í Lundi, en jafn- framt mikill áhugamaður um tón- list. Hann lærði á fiðlu í æsku en hefur á seinni árum fundið tónlist- aráhuga sínum útrás með því að efna til tónleikahalds hvenær sem tækifæri gefst. „Mest hef ég verið í djassinum, en líka klassík og raunar hvaða tónlist sem er,“ segir Tómas sem nýverið tók á móti hljómsveitinni Jagúar úti í Svíþjóð. Jagúar lék þar á þrennum tón- leikum í lok maí. Á einum þeirra lék sænska hljómsveitin Lang- horns með Jagúar. Sú hljómsveit er núna komin til Íslands fyrir tilstilli Tómasar og spilar með Trabant á Nasa við Austurvöll á laugardaginn. „Þeir spila surfrokk, brim- brettarokk, músík sem heyrist ekkert mikið á Íslandi. En þeir eru ógeðslega töff. Músíkin þeirra hefur verið mikið spiluð í sjón- varpi og kvikmyndum, til dæmis var lag með þeim í Sex in the City.“ Tómas hefur búið ellefu ár í út- löndum en er nú væntanlegur til landsins og kemur til starfa á Landspítalanum við Hringbraut. Hann segist samt örugglega ætla að halda áfram að stússast í tón- leikahaldi, enda er tónlistin honum kær. „Það er ýmislegt í deiglunni innan djassins meðal annars kem- ur hingað í haust, á Djasshátíðina, dönsk og norsk hljómsveit sem heitir Hot ’n’ Spicy.“ BÁSÚNULEIKARINN OG YFIRLÆKN- IRINN Samúel í Jagúar og Tómas Guð- bjartsson á Stórtorginu í Lundi, þar sem Jagúar hélt nýverið tónleika fyrir milli- göngu Tómasar. Á morgun spilar sænska brimbrettarokksveitin Langhorns á Nasa. Hjartaskur›læknir færir okkur brimbrettarokk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.