Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands Laugardaga kl. 11:30 og alla virka daga kl. 11:30, 16:30 og 21:30 G O T T F Ó LK M cC A N N Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Upp með græna fingur IK E 28 52 6 0 6. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Draumasumar Ferskt pastasalat 295,- 5.900,- FAGELÖ blómapottaskraut H113 sm 1.490,- FÄNÖ blómapottur Ø32 H65 sm 2.990,- ODLA vinnuborð galvaniserað stál 45x106 H94 sm BETA garðkanna 10 lítrar MYNTA blómapottur terracotta Ø32 H30 sm RÖNÖ garðskraut H35 sm 190,- HALLON blómapottur Ø14 H12 sm 195,- SKATÖN garðskraut H37 590,- RÖNÖ skrautsteinn tvær gerðir 20 sm 250,-/36 sm 290,- TISTELÖ bali Ø55 H28 sm gegnheill viður, galvaniserað stál 3.490,- REVELN blómapottur Ø20 H21 sm 395,- BJURÖN garðáhöld 2 stk. 290,- 690,- 1.290,- Pappír Ég er farinn að hallast að því aðeinhvern daginn muni ég enda þessa jarðvist með því að þjappast saman og kafna undir ógnarstóru pappírsflóði. Allt bendir til þess að þróun í þessa átt sé þegar hafin á heimili mínu, en þar mun hinn háðu- legi dauðdagi eiga sér stað. Endalaust flæði alls kyns pósts, með glugga og án glugga, sem og alls kyns blaða hefur gert það að verkum að ég eiginlega hef ekki undan leng- ur við að hlaupa með plastpokana (sem er önnur saga) fulla af pappír út í ruslatunnu. Ég hef smám saman áttað mig á því að margir klukkutím- ar á viku fara í það að skoða öll þessi blöð, allan þennan pappír, þessi bréf, og komast að því hvað það er sem má henda og hvað má ekki henda. IÐULEGA kemst ég að því að það má eiginlega henda þessu öllu. En þegar ég hef komist að þeirri niður- stöðu, þá verður mér litið örskots- stund á gólfið í anddyrinu undir póst- lúgunni og sé mér til hryllings að önnur hrúga, splunkuný, af pappír hefur myndast á gólfinu þar. Þannig ver ég sífellt meiri hluta af ævi minni í að fletta alls kyns pésum í hraði, lesa hin og þessi ókeypis blöð, opna umslög, taka bréf úr umslagi, henda báðu í ruslið og hlaupa svo með allt saman út í tunnu, til þess eins að byrja nákvæmlega sama feril upp á nýtt. MÉR finnst að ég eigi að fá laun fyr- ir þetta. Ég meina, þetta er slæmur díll. Hvers á maður að gjalda, sak- laus borgari, að þurfa að eyða drjúgum tíma sveittur á efri vörinni heima hjá sér við það að koma alls kyns bréfum og pappír fyrir kattar- nef? Mætti ekki bara hanna einhvers konar heimafæriband sem myndi liggja beint frá póstlúgunni og út í ruslatunnu? Einhvers konar rennu? Þannig myndi pappírsflæðið mynda hringrás, þar sem póstmaðurinn kæmi með bréfið og ruslakarlinn tæki það síðan, án þess að ég sem slíkur þyrfti að hafa milligöngu í því stanslausa og að mörgu leyti skringi- lega ferli pappírs í ruslatunnuna. ÞAÐ er athyglisvert hvað maður eyðir í raun miklum tíma í að koma alls kyns fánýtu dóti og undarlegustu umbúðum, úr pappír og plasti, á haugana. Hvað gerir maður við risa- stóran kassa utan af garðstólum, svo dæmi sé tekið, annað en að troða honum einhvern veginn í aftursætið á bílnum, eftir að hann hefur verið í forstofunni í sex mánuði, og henda honum á Sorpu, sem er lokuð þann daginn, svo að kassinn verður í bíln- um í aðra sex mánuði? Og í fram- haldi má spyrja: Til hvers þurfa garðstólar að vera í kassa? MARGT er undarlegt þegar maður spáir í það. En ég veit ekki hvað ég hef mikinn tíma í að spá í þetta, því eins og ég sagði þá er íbúðin að fyll- ast af pappír, og plastpokum í ofaná- lag, án þess að ég fái nokkuð að gert. Nema auðvitað ég snúi vörn í sókn og reyni að sníða úr bréfunum jakka- föt og bregði síðan plastpokunum á höfuðið í stað húfu. Gangi þannig um bæinn. Minnismerki umbúðasamfé- lagsins. Pappaplastmaðurinn ógur- legi. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.