Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 16
Viðey er í raun tvær eyjar, Aust- urey og Vesturey. Þessar tvær eyjar eru tengdar með eiði. Eiðið hefir orðið til úr möl og sandi sem hafaldan hefir molað úr Vestur- eynni. Þess fínni sem sandurinn er, þess lengra berst hann austur með ströndinni. Inni við Kríusand er aldan orðin það lág að sandur- inn sem sest til er orðinn nokkuð fínn. Strandlínan hefir verið að mót- ast á u.þ.b. tíu þúsund árum og var í jafnvægi við öldukraftana áður en byrjað var að breyta ströndinni landmegin vegna hafn- argerðar. Fulltrúi hafnarinnar hefir sagt að landrof við Kríusand sé af eðlilegum orsökum og vísar til landrofs í Engey, þetta er rétt. Engey rofnar að vestanverðu vegna ágangs sjávar, möl og sandur berast austur með strönd- inni og hafa myndað heilmikinn hala austur úr eynni, sem af ein- hverjum ástæðum heitir Engeyj- artagl. Þórhildur Guðmundsdóttir verkfræðingur hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hefir gert umhverfismat vegna hafnar- gerðar við Viðeyjarsund. Þórhild- ur komst að því með útreikning- um að uppfylling og garður utan við Skarfaklett myndu ekki hafa þau áhrif að hafaldan hækkaði við strönd Viðeyjar. Nú hefir orðið talsvert landrof við Kríusand og ljóst að það hefir ekki orðið vegna hækkunar öldu sem er að koma beint utan af haf- inu. Það er þekkt fyrirbæri við hafnargerð með miklum uppfyll- ingum, dýpkun og þéttum við- leguköntum að ölduorka getur safnast upp og valdið ýmsum usla. Svo er annar möguleiki. Vindat- renna frá botni Elliðavogs að Kríusandi er þrír kílómetrar, á svo langri leið getur myndast rúmlega eins metra há vindbára, ef vindhraði er tuttugu metrar á sekúndu af suðri, ef áhrifa botns og stranda gætir ekki. Nú háttar svo til þarna við Ell- iðavog að rekin hafa verin niður stálþil, fyllt upp og dýpkað, þannig að fjaran sem aldan sveigði upp í er horfin og sunnan- aldan því hærri úti á Viðeyjar- sundi en hún var áður. Ströndin mótaðist af ríkjandi veðurfari og Kríusandur var í jafnvægi við umhverfið áður en hafnargerðin hófst. Hvað það er nákvæmlega sem orsakar landrofið er nokkuð sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen þarf að upplýsa og gera tillögur til úrbóta. Höfundur er tæknifræðingur. Viðskipti með fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka í vikunni vöktu athygli og í kjölfarið vökn- uðu vangaveltur um meiriháttar umrót og jafnvel sameiningu fyr- irtækja á fjármálamarkaðnum. Kaupandi bréfanna var fjárfest- ingarfélagið Burðarás en selj- andinn var Steinunn Jónsdóttir innanhússarkitekt. Viðskipt- in hljóðuðu upp á 7,3 millj- arða króna og í Frétta- blaðinu á fimmtudag var talið að hreinn hagnaður Steinunnar væri á annan millj- arð króna. Steinunn Jóns- dóttir er nýlega orð- in 37 ára, fædd í end- aðan maí 1968. Fyrstu árunum varði hún í Breiðholtinu en fluttist þaðan með fjölskyldu sinni í Arn- arnesið þegar hún var unglingur. Hún var samvisku- samt barn, raunsæ og jarðbundin og sinnti skólagöngu sinni af alúð. Með náminu æfði hún sund og var góður sundmaður. Fljótlega eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík hélt Steinunn til Banda- ríkjanna til náms í innan- hússarkitektúr. Það lá þó ekki beint við að nema þau fræði því jafn- framt hafði hún áhuga á að fara í listnám. Af því lét hún svo verða fyr- ir nokkrum misserum þeg- ar hún fór aftur til Banda- ríkjanna og þá í listahá- skóla. Enn lærir Stein- unn og er nú hálfnuð með MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík. Hún er sögð topp- námsmaður sem nýtur þess að læra. Hún hefur ekki unnið mikið að innanhússarkitektúr en tekið að sér sjálfstæð verkefni og um tíma vann hún á teiknistofunni Glámu-Kím. Steinunn er elst þriggja systk- ina, dóttir hjónanna Jóns Helga Guðmundssonar, sem kenndur er við Byko, og Bertu Bragadóttur kennara. Stórfjölskyldan er sögð samhent og samgangur talsverð- ur. Eins og gengur með elstu börn fór hún fyrir systkinum sínum á æskuárunum og var full ábyrgð- ar gagnvart þeim. Sjálf á Steinunn tvö börn, stúlku á ellefta ári og dreng á átt- unda ári. Faðir þeirra og fyrrver- andi eiginmaður Steinunnar er Hannes Smárason, stjórnarfor- maður FL group. Hún heldur góðu sambandi við nokkrar vinkvenna sinna frá æskuárunum og fer það orð af henni að hún sé einstaklega traustur og góður vinur. Steinunn lifir heilbrigðu lífi og hugsar vel um líkama og sál. Eitt af hennar helstu áhugamálum er lang- hlaup og hefur hún hlaupið nokkur maraþon um ævina. Til að ná langt í hlaupum þarf aga og skipulag og að því býr Steinunn Jónsdótt- ir. Viðmælendum Frétta- blaðsins bar saman um að hún anaði aldrei út í neitt heldur framkvæmdi hún hlutina að vel athugðu máli. Hún þykir alvörugefin, er laus við galgopahátt og sver sig þannig í föðurættina. Ekki er langt síðan Stein- unn gaf sig að viðskiptum og vakti það talsverða athygli þegar hún um mitt síðasta ár eignaðist hlut í Íslandsbanka. Það vakti líka athygli þegar hún settist í bankaráð Íslandsbanka í nóvember og enn vekur hún at- hygli nú þegar hún svo selur hlut sinn í bankanum. Ekki er óvar- legt að ætla að hún láti frekar að sér kveða í íslensku athafnalífi í framtíðinni og geri viðskiptin að ævistarfi með einhverj- um hætti. Hefur hún meðal annars áhuga á að tengja saman listir og viðskipti og elur með sér draum um að koma á fót listamannasetri þar sem fólki gefst færi á að dvelja um tíma og sinna list sinni. Í því augnamiði hefur hún þegar keypt í jörð í Skagafirði, en þar á hún rætur í föðurættina. Steinunn lætur lítið fyrir sér fara á opinberum vettvangi, forð- ast kastljós fjölmiðlanna og veit- ir sjaldan viðtöl. Er sú afstaða sögð liggja í karakter hennar, fremur en að hún hafi tekið með- vitaða ákvörðun um að halda sig utan sviðsljóssins. Ólíklegt er að það breytist með árunum; líklegra er að Stein- unn Jónsdóttir verði áfram nokk- urs konar huldukona í viðskipta- lífinu og láti verkin tala. ■ 11. júní 2005 LAUGARDAGUR H › Hefurflúsé› DV í dag Unglingaheimiliríkisins Kemst aldrei yfir að hafa misst drengina DAGBLAÐIÐ VÍSIR 126. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 Hvar búa bankastjórarnir... Og hvað hvílir á húsunum þeirra... Veit ekki hvort hún ætlar að ættleiða Vann ríkið Fáar konur hafa misst jafnmikið og Jóna Dóra Karlsdóttir. Og fáar konur hafa unnið jafnskynsamlega úr harminum sem helltist yfir hana og eiginmann hennar, Guðmund Árna Stefánsson, þegar þau misstu unga syni sína í bruna fyrir 20 árum. Þau héldu áfram að lifa og eignuðust þrjá drengi. Hún kallar ekki allt ömmu sína en veit að hún losnar aldrei við óttann. Bls. 18-20 Bls. 8 Bls. 32-33 Bls. 14-15 Bls. 12-13 HÁRLEYSI Í TÍSKUAldrei betra að vera sköllóttur TUTTUGU ÁR FRÁ BRUNANUM SEM TÓK FANNAR OG BRYNJAR Heiðar afturtil flugfreyjanna Bls. 29 Fyrirsætur í hvalaskoðunMeð kampavín í kraftgalla Baksíða Tuttugu ár frá brunanum sem tók Fannar og Brynjar MAÐUR VIKUNNAR Huldukona á hlaupum STEINUNN JÓNSDÓTTIR, KAUPSÝSLUKONA OG INNANHÚSSARKITEKT TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Kríusandur Nú hefir or›i› talsvert landrof vi› Kríusand og ljóst a› fla› hefir ekki or›i› vegna hækk- unar öldu sem er a› koma beint utan af hafinu. fia› er flekkt fyrirbæri vi› hafnarger› me› miklum uppfyllingum, d‡pkun og fléttum vi›legukönt- um a› ölduorka getur safnast upp og valdi› ‡msum usla. GESTUR GUNNARSSON SKRIFAR UM LANDROF Í VIÐEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.