Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 31
3LAUGARDAGUR 11. júní 2005                         Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Hvernig bíl á ég að kaupa? Eigi maður áhugamál sem jaðrar við dellu er næsta víst að vinir og vandamenn, jafnvel gestir og gangandi, reyni að nýta mann sem einhvers konar miðlægan gagnagrunn. Ég get til dæmis ekki hitt veðurfræðing án þess að spyrja hann úti í veðrið næstu daga. Maður á heldur ekki gott með að spjalla við bónda án þess að sprettan, sauðburðurinn eða verð á mjólkurlítranum komi til tals. Að sama skapi er bílaáhugafólk stundum spurt út í bíla. Vinsæl spurning þetta sumarið virðist vera „hvernig bíl á ég að fá mér?“. Jason Barlow, ritstjóri Car-tímaritsins, heldur því fram að það séu grundvallarmannréttindi að geta valið um hvernig bíl maður á. Hann bendir jafnframt á að bíleigendur þurfi fyrst og fremst að velja sér bíl eftir því hvernig farartæki þeir þurfa. Ég hef reynt að ganga út frá sama punkti þegar ég er spurður. „Hverju ertu að leita að?“ spyr ég á móti. Þá byrjar fólk að telja upp hvaða kosti það vill að prýði bílinn sinn. Ef hann á að vera eyðslugrann- ur er sjálfgefið að hann er í minni kantinum. Ef hann má ekki bila er best að kaupa bíl í ábyrgð. Ef þú vilt hafa pláss fyrir fólk og farangur þarf bíllinn að vera stór og þá eyðir hann meiru. Á móti kemur að hann ver þig betur í umferðaróhöppum. Ef þetta er hins vegar bara spurning um að komast frá A til B geturðu í raun keypt hvaða dollu sem er. Aðrir þættir sem ég ráðlegg fólki að skoða eru bilanatíðni, verð á varahlutum og þjónusta hjá umboði. Til þess er langbest að spyrja fólk sem hefur átt bíla sömu tegundar en hefur saman- burð af öðrum tegundum. Spurðu út í hvað bilaði, hversu oft og hvað kostaði að gera við það. Var gott að eiga við umboðið? Voru varahlutirnir lengi á leiðinni? Fór bíllinn alltaf í gang, hvernig var að ferðast í honum, hverju var hann að eyða? Því miður eru þeir sem eru að selja bílinn ekki endilega sannsöglastir um þessi atriði. Þegar þú hefur ákveðið hvernig bíl þú þarft, hefur skannað verðið á þeim tegundum sem koma til greina og fengið reynslu- sögur af þeim frá eigendum – þá getur þú tekið yfirvegaða ákvörðun um hvaða bíl þú átt að kaupa. Og fyrst ég var að vitna í Jason Barlow hér að ofan er rétt að enda á annarri tilvitnun í þann ágæta mann: Það er aldrei, aldrei nokkurn tíma ástæða til að kaupa Hummer. www.toyota.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 63 5 0 6/ 20 05 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Opel Vectra S/D CD F. skráð. 07.1998, ekinn 116.000 km Vél: 1600cc 5 g Dyr: 4 Hljómtæki: Útvarp/geislaspilari Litur: Hvítur Verð: 730.000 kr. Tilboðsverð: 390.000. kr. Mazda 323 H/B LXi F. skráð. 02.1997, ekinn 123.000 km Vél: 1300cc 5 g Dyr: 3 Hljómtæki: Útvarp/geislaspilari Litur: Rauður Verð: 390.000 kr. TOYOTA Rav4 4wd F. skráð. 04.2004, ekinn 10.900 km Vél: 2000cc 5 g dísel Dyr: 5 Hljómtæki: Útvarp/segulband Litur: Dökkgrár Verð: 2.590.000 kr. Opel Zafira-W/G F. skráð. 11.2001, ekinn 53.500 km Vél: 1800cc ssk. Dyr: 5 Hljómtæki: Útvarp/geislaspilari Litur: Rauður Verð: 1.660.000 kr. Tilboðsverð: 1.270.000 kr. MMC Outlander Comfort F. skráð. 04.2004, ekinn 24.761 km Vél: 2400cc ssk. Dyr: 5 Hljómtæki: Útvarp/geislaspilari Litur: Grár Verð: 2.790.000 kr. Land Rover Freelander V6 F. skráð. 12.2001, ekinn 47.000 km Vél: 2500cc ssk. Dyr: 5 Hljómtæki: Útvarp/geislaspilari Litur: Svartur Verð: 2.200.000 kr. Hyundai Coupe S/D FX F. skráð. 01.1998, ekinn 100.000 km Vél: 1600cc 5 g Dyr: 3 Hljómtæki: Útvarp/geislaspilari Litur: Gulur Verð: 450.000 kr. Opel Astra W/G F. skráð. 04.2000, ekinn 75.650 km Vél: 1600cc 5g Dyr: 5 Hljómtæki: Útvarp/segulband Litur: Blár Verð: 890.000 kr. Tilboðsverð: 650.000. kr. Hafa unun af að ferðast og kynnast nýju fólki BMW með vél ársins VÉL ÁRSINS VAR HALDIN Á DÖGUN- UM OG HLAUT BMW SEX VERÐLAUN. BMW hlaut samtals sex verðlaun á hinni árlegu verðlaunahátíð Vél ársins, en hátíðin er lokapunktur alþjóðlegu sýningarinnar Engine Expo sem fór fram í Stuttgart nýlega. BMW vann auk þess til fimm annarra verðlauna. BMW hlaut verð- laun fyrir Vél ársins fyrir 5,0 lítra V10- vélina sem er í nýju M5 og M6 sportbíl- unum. Jafnframt sigraði 343 ha 4,3 lítra vélin í M3 í sínum flokki fimmta árið í röð, sem er einsdæmi í sögu sýningar- innar. Vél ársins er virtustu verðlaunin sem veitt eru innan bílaiðnarins fyrir framúrskarandi vélartækni. Öruggasti aksturinn VÍS EFNIR TIL KEPPNI Á MEÐAL UNGRA ÖKUMANNA. Vátryggingafélag Íslands býður 20 ung- um ökumönnum, á aldrinum 17 til 19 ára, að hafa SAGA ökurita í bílunum sínum í sumar. Þannig geta ökumenn- irnir skráð aksturlag sitt reglubundið og keppt um vegleg verðlaun fyrir örugg- asta aksturinn. Ökumennirnir þurfa að vera bíleigendur og fá þeir verulegan afslátt af ábyrgðartryggingu bílanna í eitt ár og einn úr hópnum fær að leikslokum ferð fyrir tvo í ökuskóla BMW í Þýskalandi þar sem viðkomandi fær ökukennslu á fyrsta flokks ökutækj- um undir handleiðslu þaulreyndra kennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.