Fréttablaðið - 11.06.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 11.06.2005, Síða 21
21LAUGARDAGUR 11. júní 2005 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,71 prósent í maí. Þetta kem- ur fram á vef greiningardeildar Íslandsbanka. Áður hafði verið spáð um 0,3 prósenta hækkun. Segir Íslandsbanki að spá- skekkjan skýrist af mikilli verð- hækkun matar- og drykkjarvara og að vænta megi frekari áhrifa í þessa átt á næstunni. Að sögn Ingvars Arnarsonar, sérfræðings á greiningardeild Íslandsbanka, kemur hækkunin ekki á óvart þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í þessari mælingu. „Hækkunin liggur fyrst og fremst í því að matur og drykkur eru að hækka og það er að ganga til baka lækkun að hluta, lækkun sem hafði átt sér stað meðal annars vegna verð- stríðs á matvörumarkaði,“ segir Ingvar. Hann segir að hækkunin breyti litlu sem engu um verð- bólguhorfur til langs tíma. Að hans mati gefur hækkun vísitölunnar nú ekki tilefni til endurskoðunar á vaxtaákvörðun- um Seðlabankans enda sé hætta á verðbólgu aðallega bundin við næsta ár. Húsnæðisverð hækkaði veru- lega í mánuðinum, en þó í takt við spár. - jsk/- þk Meiri ver›bólga Neysluverðsvísitalan hækkað um 0,7 prósent milli mánaða en búist var við miklu minni hækkun. Vilja fá hærra ver› Lágmarksverð Lithuanian Airlines rúmar 200 milljónir króna. Einkavæðingarnefnd í Litháen, sem vinnur að sölu á ríkisflugfé- laginu Lithuanian Airlines, gaf öllum bjóðendum í félagið frest til 15. júní til að hækka tilboð sín. Fjórir buðu í félagið og var Pálmi Haraldsson í Feng einn þeirra. Samkvæmt frétt Bloomberg eru aðrir bjóðendur frá Litháen. Bloomberg hefur eftir emb- ættismönnum í Litháen að lág- marksverð fyrir flugfélagið sé rúmar tvö hundruð milljónir króna. Gerð er sú krafa að kaup- endurnir endurnýi flugflotann fyrir álíka upphæð næstu tvö árin verði af kaupunum. Ekki fékkst uppgefið hversu há til- boðin fjögur hljóðuðu. Lithuanian Airlines flýgur frá höfuðborginni Vilnius til sextán áfangastaða í Evrópu all- an ársins hring og notar til þess níu flugvélar. Í fyrra nam taprekstur félag- ins um 200 milljónum króna, en lítilsháttar hagnaður var af starfseminni árið áður. – bg PÁLMI HARALDSSON Býður í litháenskt ríkisflugfélag. HB GRANDI, SÍF OG JARÐBORANIR KOMA NÝ Í ICEX-15 Vægi nýrra félaga í Úrvalsvísitölunni er 3,4 prósent. N‡ félög í Úr- valsvísitölu Atorka Group og Og Vodafone eru ekki gjaldgeng í Úrvalsvísitölunni þar sem félögin uppfylltu ekki skilyrðu um að birta allar fréttir á ensku. HB Grandi, SÍF og Jarðboranir koma inn í Úrvalsvísitöluna frá fyrsta júlí og koma í stað Atorku Group og Og Vodafone. Samherji var einnig í Úrvalsvísitölunni en félagið mun hverfa af markaði innan skamms. Íslandsbanki, KB banki og Ís- landsbanki vega sem fyrr mjög þungt í Úrvalsvísitölunni og var vægi þeirra samtals 66 prósent af Úrvalsvísitölunni þann 31. maí síðastliðinn. - dh FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R EIGN ÍSLENDINGS ERLENDIS Erlendar eignir þjóðarinnar hafa nær þre- faldast á þremur árum. Erlendar eignir aukast Eignir Íslendinga erlendis námu í mars síðastliðnum 1.172 milljörð- um króna og hafa nær þrefaldast á þremur árum. Skýrist þessi eignaaukning að miklu leyti af út- rás íslenskra fyrirtækja, segir á vef greiningardeildar Íslands- banka. Íslendingar hafa fjárfest mikið undanfarið í matvæla- og lyfjaiðn- aði og fjármálaþjónustu erlendis og var bein fjárfesting erlendis 275 milljarðar í lok mars, sem er um þriðjungur af áætlaðri lands- framleiðslu ársins 2005. Íslandsbanki segir þó ekki ein- ungis beinar erlendar fjárfesting- ar aukast heldur hafi Íslendingar einnig fjárfest talsvert í erlend- um markaðsverðbréfum. Námu þær eignir 341 milljarði króna í mars síðastliðnum. - jsk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.