Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 64

Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 64
Árbæjarlaug var vígð 30. apríl 1994. Hún var hönnuð af arkitektum Úti og inni sf. Undirbúningur byggingar Árbæjarlaugar hófst árið 1990 og framkvæmdir ári seinna. Þegar byrjað var að grafa fyrir lauginni kom í ljós sprunga og mis- stingi í grunni laugarinnar sem varð til þess að hún var færð um 40 metra í norðvestur í áttina að Fylkisvellinum. Stærð byggingar er 1.200 fm, lóðar- stærð er 17.080 fermetrar og bílastæði 200 talsins. Í laug- inni er innilaug, útilaug, vað- laug, vatnsrennibraut, þrír heitir pottar, sánaböð og eim- böð. Heildarstærð vatnsflatar er 670 fm og rennibraut er 5 metra há með 33,5 metra rennilengd. Laugar og pottar eru öll samtengdar fyrir utan heitasta pottinn. Um 450 þús- und gestir heimsækja laugina árlega. Forstöðumaður Árbæjarlaugar er Jens Ágúst Jónsson. „Mig dreymir um lítið og fallegt hús við sjóinn í Ástralíu,“ segir Helgi Þór Ara- son, Idol-stjarna og sjónvarpsmaður. Faðir Helga býr í Ástralíu og Helgi segist vel geta hugsað sér að búa þar. „Ég hef verið mikið í Ástralíu með pabba og lík- ar ofboðslega vel þar. Ég myndi helst vilja búa í Sydney og draumahúsið ætti að vera þar,“ segir Helgi og viðurkennir að hann sé algjört borgarbarn. „Ég vil hafa stutt í alla þjónustu og vil því búa á einhverjum góðum stað í Sydney. Ég þarf samt að hafa smá pláss í kringum mig og vil ekki vera alveg ofan í öðr- um,“ segir Helgi. Hann sér þó ekki fram á að geta keypt draumahúsið í Ástralíu á næstunni. „Húsnæðisverð þarna er ofboðslega hátt þannig að ég hugsa að ég bíði í nokkur ár. Ég held líka að það sé ansi erfitt að næla í svona hús sem stendur við sjóinn.“ Helgi hefur svo sem enga fyrirmynd að húsinu en segist sjá það alveg fyrir sér. „Þetta er svona nýtískulegt hús með stórum gluggum sem snúa út að sjón- um. Það ætti helst að vera á einni hæð og alls ekki of stórt. Það verður til dæmis að vera auðvelt að þrífa það. Svo vil ég líka tvímælalaust hafa garð við húsið og helst heitan pott. Já, og tvöfaldan bílskúr, fyrir bílana mína tvo sem ég kem til með að eignast,“ segir Helgi og hlær. DRAUMAHÚSIÐ MITT HELGI ÞÓR Helgi Þór lætur sig dreyma um fallegt hús í Ástralíu. Lítið og nýtískulegt hús við hafið ÁRBÆJARLAUG SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 25% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Ætlar þú að smíða pall í sumar? 75% Skiptir útsýni máli við val á fasteign? Frá Taívan að fjalla um húsnæðismál Fjölmenni var á fjölþjóðlegri húsnæðisráðstefnu í Öskju. Tvö hundruð og sextíu manns mættu á fjölþjóðlega húsnæðis- og borgarmálaráðstefnu sem haldin var í náttúrufræðahúsinu Öskju nýlega. Gestir komu hvaðanæva að úr heiminum, lang- flestir frá Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum en líka frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Taív- an. Einungis á annan tug Íslend- inga sátu ráðstefnuna. Nokkrir fyrirlesara voru þó íslenskir, til dæmis Edda Rós Karlsdóttir, yfir- maður greiningardeildar Lands- bankans, Jóhann G. Jóhannsson, yfirmaður áhættu- og fjárstýring- ar Íbúðalánasjóðs, og Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri Fasteignamats ríkisins. ■ SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 16/6- 23/6 13/5- 19/5 20/5- 26/5 27/5- 2/6 3/6- 9/6 10/6- 15/6 130188 119 204 189 175

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.