Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 65
Klú›ur vi› einkavæ›ingu bankanna
Umræður að undanförnu hafa leitt
í ljós, að margvíslegt klúður átti
sér stað við einkavæðingu bank-
anna. Upphaflega var gert ráð fyr-
ir því, að um dreifða eignaraðild
yrði að ræða við sölu bankanna til
einkaaðila. Kaupendur áttu að vera
margir smáir aðilar en enginn stór
fjárfestir. Þegar í ljós kom, að
einkavinir ráðherranna vildu eign-
ast stóra hluti í bönkunum var fall-
ið frá stefnunni um dreifða eignar-
aðild og ákveðið að selja einum að-
ila ráðandi hlut í Landsbankanum
og fara eins að við sölu Búnaðar-
bankans. Hringlað var svo mikið
með „reglurnar“ um einkavæðingu
bankanna, að einn helsti ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar við sölu bank-
anna sagði af sér í mótmælaskyni.
Helmingaskiptareglu stjórnar-
flokkanna var fylgt við sölu bank-
anna: Íhaldsvinir (Samson) fengu
Landsbankann. Framsóknarvinir
(S-hópurinn ) fengu Búnaðarbank-
ann. Svo langt var gengið í að sinna
vinunum við sölu Landsbankans,
að gengið var fram hjá þeim sem
buðu hæst í bankann.
Nú er vitað að Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsóknar átti
hlutabréf í fyrirtæki, sem var
óbeinn eignaraðili að S-hópnum.
Því var spurt hvort hann hefði ver-
ið vanhæfur til þess að taka
ákvörðun um sölu Búnaðarbank-
ans. Í athugasemdum með stjórn-
sýslulögum segir að opinber
starfsmaður sé vanhæfur við
ákvarðanatöku hafi hann af úr-
lausn máls einstaka hagsmuni svo
sem ágóða eða tap. Þetta ákvæði
virðist skýrt. Það var alveg út í
hött að ríkisendurskoðandi fjallaði
um hvort Halldór hafi verið van-
hæfur því skoðun ríkisendurskoð-
anda á því máli skiptir nákvæm-
lega engu máli, eins og hann
sjálfur benti á.
Ríkisendurskoðandi sagði, að
hagsmunir Halldórs hefðu verið
„óverulegir“ við sölu Búnaðar-
bankans og því hafi hann ekki ver-
ið vanhæfur. Halldór átti 1,33% í
Skinney Þinganesi og fjölskylda
hans átti samanlagt þriðjung í fé-
laginu. Skinney Þinganes átti
helmingshlut í Hesteyri en það fé-
lag var einn stærsti hluthafinn í
Keri, sem var aðili að S-hópnum.
Með þessar upplýsingar á borðinu
getur hver og einn svarað þeirri
spurningu fyrir sig hvort formað-
ur Framsóknarflokksins hafi átt
hagsmuna að gæta við sölu Búnað-
arbankans og hver og einn getur
metið hvort þessir hagsmunir hafi
verið miklir eða litlir. Kjarni máls-
ins er þessi: Úr því að formaður
Framsóknarflokksins átti óbeina
aðild að S-hópnum, átti hann að
víkja sæti og ekki taka þátt í af-
greiðslu málsins á neinu stigi þess.
Hann átti einnig að láta vita af því
að hann ætti hlutabréf í Skinney
Þinganesi, þegar að því kom að
taka ákvörðun um sölu bankans.
Það gerði hann ekki.
Stjórnarandstaðan hefur nú
falið tveimur lögfræðingum, að at-
huga hvort Halldór hafi verið van-
hæfur við afgreiðslu Búnaðar-
bankamálsins. Það er eðlileg ráð-
stöfun. Það er fremur í verkahring
lögfræðinga en ríkisendurskoð-
anda að kanna þetta atriði. En að
vísu er hér ekki aðeins um lög-
fræðilegt atriði að ræða heldur
einnig siðferðilegt.
17MÁNUDAGUR 4. júlí 2005
AF NETINU
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
SALA RÍKISBANK-
ANNA
Fleira en það sem skemmtilegt
þykir
Fjölmiðlar mega hins vegar ekki gleyma
sér í stóru málunum. Huga þarf að
megin undirstöðu samfélagsins – nefni-
lega vinnunni. Hálfnað verk þá hafið er,
segir máltækið. Maður skilur ekki þessa
endalausu áráttu að fjalla um ferðalög
og skemmtanir. Þessi stundargleði skilar
litlu þegar uppi er staðið nema háum
vísareikningi og slæmum höfuðverk.
Hlutverk fjölmiðla er þess vegna að
hvetja landsmenn áfram til vinnu og
uppbyggingar í samfélaginu. Sveifla
haka og rækta nýjan plóg.
Eggert Þór Aðalsteinsson –
deiglan.com
Bara klink
Tvær til þrjár milljónir af veltu Flugleiða-
hótelanna eru varla stór biti, eiginlega
bara klink og líklega óttaleg skiptimynt í
bókhaldinu þar á bæ. Ekki hafa ráð-
stefnugestirnir heldur verið svo efnalitlir
að þeir hafi orðið fyrir eignaspjöllum
sem teljist stórfelld þótt það kæmu
blettir í einn fundagallann úr skápnum.
Steinþór Heiðarsson – murinn.is
Ásta, dóttir Bjarts
Danskir rannsóknarblaðamenn frá
Politiken sviptu um helgina hulunni af
Ástu S. Guðbjartsdóttur, starfsmanni
Bjarts til margra ára. Þeir gerðu sér ferð
til Íslands fyrr í mánuðinum til að kort-
leggja dularfullu íslensku fyrirtækin sem
eru að leggja danskt viðskiptalíf undir
sig og tókst með einhverjum óskiljan-
legum hætti að fá forleggjara Bjarts og
Hr. Ferdinands til að viðurkenna að Ásta
er sambland af skáldskap og ljósmynd
af síðu austur-evrópskrar hjóna-
bandsmiðlunar.
ritstjórn – bjartur.is
Hver á þá að kaupa afrískt kaffi?
Poppstjörnur sem vita ekki aura sinna
tal syngja nú fyrir vel múraða millistétt
gegn fátækt í heiminum. Hver veit
nema að það sé þversögn í þessu. Má
maður ekki segja þetta? Ég er ekki að
fordæma neitt, en væri ekki nær að
stilla poppurum upp við vegg og miða á
þá hríðskotabyssu? Kannski ekki. En ef
við, við, við, helvítis skítapakk sem við
erum, tímdum að gefa peninga í stað
þess að splæsa á okkur fínum kaffivél-
um þá væri málið leyst fyrir löngu. Meg-
um við öll brenna í víti.
Hreinn Hjartahlýr –
rafauga.typepad.com
Hvað eru þá mannréttindi?
Kristján Möller, þingmaður Samfylking-
arinnar lét einu sinni hafa það eftir sér
að það væru „sjálfsögð mannréttindi að
fá að horfa á enska boltann“. Ummæli
líkt og þessi eiga sinn þátt í þeirri út-
vötnun sem hugtakið mannréttindi
hefur nú orðið fyrir hin síðari ár.
Atli Þór Fanndal – fanndal.hexia.net