Fréttablaðið - 04.07.2005, Síða 69
MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 21
Roger Federer vann Wimbledon-mótið þriðja árið í röð:
Kominn í sögubækurnar
TENNIS „Núna er ég í skapi til að fá
mér bjór. Ég gjörsamlega lagði
mig allan fram til að ná að sigra
þennan gaur. En það er alveg
ástæða fyrir því að hann er talinn
sá besti í bransanum. Hann er nán-
ast fullkominn leikmaður, kannski
maður þurfi bara að kýla hann til
að ná að sigra hann!“ sagði hinn
bandaríski Andy Roddick eftir að
hann beið lægri hlut fyrir Roger
Federer í úrslitum Wimbledon
mótsins í Tennis í gær. Þetta var
ekki í fyrsta sinn sem hann tapar
fyrir honum.
Federer er 23 ára gamall og
vann Roddick örugglega 3-0 í úr-
slitaeinvíginu (6-2, 7-6 og 6-4).
Hann varð þar með áttundi maður-
inn til að vinna þrjú ár í röð og
fetaði þar með í fótspor manna
eins og Bjorn Borg og Pete
Sampras. „Ég náði að spila minn
besta leik og þessi sigur var auð-
veldari en í fyrra. Ég kom hingað
með miklar væntingar, Sampras
og Borg eru báðir meðal uppáhalds
leikmanna minna frá upphafi. Það
er frábært að komast í þennan hóp
og vonandi mun ég vinna oftar en
þrisvar í röð.“ sagði Federer.
Þetta var annað árið í röð sem
Federer sigraði Roddick í úrslita-
einvígi þessa móts og jafnframt
var þetta 36. sigurleikur Federers í
röð á grasi sem sýnir glöggt hve
gríðarlega fær tennisspilari hann
er.
*MAÐUR LEIKSINS
ÍBV 4–5–1
Birkir 7
Bjarni Geir 6
(77. Sam –)
Páll Hjarðar 4
Bjarni Hólm 5
Adolf 5
(40. Bjarni Rúnar 4)
Atli 6
Pétur 5
Heimir Snær 5
Jeffs 7
Platt 3
(67. Pétur Óskar –)
Steingrímur 4
FYLKIR 4–3–3
Bjarni Þórður 8
Gunnar Þór 6
Valur Fannar 7
Kristján V. 6
Helgi Valur 7
Viktor Bjarki 7
Guðni Rúnar 7
Jón Björgvin 6
(70. Kjartan Ágúst –)
Christiansen 6
(75. Albert –)
*Björgólfur 8
Eyjólfur 7
(88. Agnar Bragi –
Leikur ÍBV og Fylkis:
Einkunnagjöf
vanta›i
LEIÐRÉTTING Vegna mistaka í
vinnslu sunnudagsútgáfu Frétta-
blaðsins misfórst að birta ein-
kunnagjöf leikmanna úr leik ÍBV
og Fylkis í Landsbankadeild karla
sem fram fór á laugardaginn. Við
biðjumst velvirðingar á mistök-
unum og birtum einkunnurnar og
aðrar upplýsingar nú.
Fylkir vann Esso-mótsbikarinn umhelgina fyrir besta samanlagða
árangurinn en mótið fór fram um
helgina á Akureyri og hefur aldrei
verið fjölmennara. Það er fimmti
flokkur karla sem keppir á mótinu
en Fjölnir sigraði í keppni A-liða
með því að leggja FH að velli í úr-
slitaleik. Fylkir sigraði í keppni B-
liða, Víkingur hjá C-liðum, Grótta hjá
D-liðum og í keppni E-liða var það
Sindri sem vann. Eiður Smári
Guðjohnsen sá um að veita verð-
laun á lokahófinu ásamt Sveppa vini
sínum.
Argentínski varnarmaðurinnMauricio Pellegrino er búinn að
finna sér nýtt lið en hann hefur gert
samning við spænska liðið Deporti-
vo Alaves sem leika mun í efstu
deild næsta tímabil. Pellegrino er 33
ára gamall og lék eins og menn
muna með Liverpool síðasta tíma-
bil, hann lék tólf leiki með Liverpool
í ensku úrvalsdeildinni en tók ekki
þátt í sigri liðsins í Meistaradeild
Evrópu. Hann mátti ekki taka þátt í
keppninni eftir að hafa komið frá
Valencia í janúar en hann lék með
því liði fyrr í keppninni.
Norður-írski miðjumaðurinn KeithGillespie er þessa dagana að
æfa á fullu með enska 1.deildarlið-
inu Leeds United í þeirri von að fá
samning hjá félaginu. Samningur
hans við Leicester rann út eftir síð-
asta tímabil og félagið hafði ekki
áhuga á að endurnýja hann. Gilles-
pie ætlaði einnig að fá æfa með
Crystal Palace en hefur ákveðið að
leggja frekar áherslu á að reyna að
heilla Kevin Blackwell og fá samn-
ing hjá Leeds.
Ákveðið hefur verið að ítalskalandsliðið mun leika vináttu-
landsleik gegn Brasilíu í lok ársins.
Landsliðsþjálfarinn Marcello Lippi
segir að það sé mikilvægt fyrir Ítalíu
að ná leik gegn svona stóru liði í
undirbúningi sínum fyrir Heims-
meistarakeppnina sem fram fer í
Þýskalandi á næsta ári. Leikurinn fer
fram á Ítalíu í nóvember, Brasilía er
sigurstranglegasta þjóðin fyrir mótið
eftir að hafa unnið Álfukeppnina og
þá eru þeir núverandi Heims-
meistarar.
Ungstirnið LeBron James hjáCleveland í NBA-deildinni í
körfubolta lætur ekki sitt eftir liggja
þegar kemur að því að lokka nýja
leikmenn til félagsins. James hefur
sjálfur útbúið kynningarmyndband
um þær aðstæður og hagi sem bíða
hverjum þeim leikmanni sem hefur
hug á að ganga til liðs við
Cleveland. Þessu myndbandi hefur
James dreift á alla helstu leik-
mennina sem eru með lausan
samning um þessar mundir. Á
meðal þeirra sem eru í boði eru
þeir Ray Allen, skotbakvörður
Seattle Supersonics, og Michael
Redd, skotbakvörður Milwaukee
Bucks. Með þessu uppátæki sínu
hyggst James, sem er af mörgum
talinn hæfileikaríkasti leikmaður
deildarinnar, hjálpa forráðamönnum
félagsins við að búa til lið sem á
möguleika á að vinna meistara-
titilinn í nánustu framtíð.
ÚR SPORTINU ROGER FEDERER Hefur ekki
tapað í síðustu 36 viðureignum
sínum sem fram hafa farið á
grasi. Hér sést hann taka á móti
bikarnum fyrir sigurinn á
Wimbledon-mótinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY