Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2005, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 04.07.2005, Qupperneq 71
MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 23 Rooney ver›ur ekki seldur FÓTBOLTI Glazer-fjölskyldan mun ekki freistast til að selja sóknar- manninn Wayne Rooney að sögn David Gill, stjórnarmanns hjá Manchester United. Hann fór á fund fjölskyldunnar og eftir það segist hann hafa sannfærst um að félagið þurfi ekki að selja sína helstu leikmenn. „Glazer-fjölskyldan hefur gríð- arlega reynslu af því að reka íþróttafélög og skilur að vel- gengnin fer eftir því hvernig gengur á sjálfum vellinum. Ég get eiginlega bókað það að Wayne Rooney verður ekki seldur. Sir Alex Ferguson fær peninginn sem hann þarf til að kaupa leikmenn, þegar allt kemur til alls þá snýst þetta um að hafa sterkt lið á vell- inum.“ sagði Gill. Þá sagði Gill að ekkert væri til í því að fyrirhugað væri að selja heimavöll félagsins, Old Trafford. Einnig talaði hann um að það væri engin krafa um árangur sett af Glazer-fjölskyldunni á Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United. „Það eru engin ákveðin mark- mið sett, Glazer-fjölskyldan skilur að ekki er hægt að ábyrgjast vel- gengni. Þeirra hlutverk er að láta framkvæmdastjórann fá verk- færi, sem eru í formi leikmanna, til að tryggja að félagið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera í hópi þeirra bestu í Evrópu og stefnum á sigur í ensku deild- inni og bikarnum. Þá ætlum við okkur lengra í Evrópukeppninni.“ sagði Gill en greinilegt er að for- ráðamenn Manchester United gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma ró á stuðn- ingsmenn félagsins áður en næsta tímabil hefst og sannfæra þá um að Glazer ætli sér góða hluti. -egm GILARDINO Hefur staðið sig frábærlega með Parma á síðustu tveimur árum. Hernan Crespo: Fer hann aftur til Chelsea? FÓTBOLTI Chelsea er að reyna að fá Hernan Crespo til að snúa aftur á Stamford Bridge. Crespo var hjá AC Milan á lánssamningi á síðustu leiktíð og vill ólmur vera áfram á Ítalíu. „Chelsea er að reyna að sann- færa mig um að snúa aftur en vilji minn er að vera áfram á Ítalíu. Ég hef aldrei lent í neinu rifrildi við Jose Mourinho. Ég hef ekki rætt við hann en hef heyrt að hans skoðun á mér hafi breyst.“ sagði Crespo. Chelsea hefur ekki riðið feitum hesti úr leit sinni að sókn- armanni það sem af er sumri. Á miðvikudag hefjast æfingar hjá liðinu fyrir næsta tímabil en Mourinho hefur ekki tekist að fá sóknarmann í stað Mateja Kezm- an sem seldur var til Atletico Ma- drid. Crespo verður þrítugur í vikunni en hann var keyptur árið 2003 á 16,8 milljónir punda. David Gill, stjórnarmaður hjá Manchester United: FÓTBOLTI Enska liðið Chelsea og ítalska liðið Inter Milan hafa blandað sér í kapphlaupið um sóknarmanninn Alberto Gilardino hjá Parma. Þessi 22 ára ítalski landsliðs- maður hefur verið sterklega orð- aður við AC Milan en ljóst er að félagið getur ekki gengið að leik- manninum. Inter var að missa Christian Vieri og er talið að það hafi að hluta til verið gert til að búa til rými fyrir Gilardino á launalista félagsins. Auk þess hljómar ekki illa að hafa sóknar- par skipað þeim Gilardino og Adriano. Inter er að undirbúa risatilboð og ætlar auk penings að bjóða Giovanni Pasquale, Julio Cruz og Dominic Morfeo í skiptum en sá síðastnefndi var hjá Parma á láns- samningi síðasta leiktímabil. Þá gæti verið að Chelsea leggi áherslu á að reyna að krækja í Gilardino enda eru Mikael Fors- sell og Mateja Kezman farnir og framtíð Hernan Crespo í óvissu. Slegist um Gilardino: Inter og Chelsea hafa áhuga Héðinsmótið í bekkpressu: Tvö Íslands- met féllu KRAFTLYFTINGAR Hið árlega Héðins- mót í bekkpressu fór fram á Ólafsfirði um helgina, en mótið er haldið í minningu Héðins Magnús- sonar og þar voru tvö Íslandsmet slegin að þessu sinni. Jakob Baldursson frá Akranesi sigraði í stigakeppninni í karla- flokki með því að lyfta 255 kílóum í 110 kg flokki, sem er Íslandsmet og héraðsbúinn Ísleifur Árnason bætti 13 ára gamalt met Kára „Kattar“ Elísonar í 82,5 kg flokki um hálft kíló þegar hann lyfti 195,5 kílóum. Í stigakeppninni í kvennaflokki sigraði Thalithya Overvliet nokkuð auðveldlega. -bb WAYNE ROONEY Fer ekki frá félaginu þótt hann sé líklega verðmætasti leikmaður liðsins í dag. Sagan sýnir að Glazer- fjölskyldan er vön að selja sínar dýrustu eignir um leið og gott tilboð berst og ætti Rooney ekki að vera nein undantekning þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.