Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 47
31FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sandra Bullock giftist bílvirkja Sandra Bullock giftist kærastan- um sínum Jesse James í síðustu viku. Parið hafði boðið fjölda gesta í boð undir því yfirskini að um 41 árs amælispartí Söndru væri að ræða en þegar fólk mætti í boðið varð því ljóst að það var engin venjuleg af- mæliskaka á boðstólum. Nokkur hundruð gesta voru viðstaddir þegar Sandra og Jesse settu upp giftingarhringana, þar á meðal Jamie Lee Curtis og William Shatner. Sandra Bullock og Jesse James eru búin að vera saman frá árinu 2003. Þetta er fyrsta hjónaband Söndru en Jesse er tvígiftur og á þrjú börn með fyrri eiginkonum sínum. Hann er bíl- virki en varð þekktur þegar hann kom fram í raunveruleikasjón- varpsþætti. ■ Oprah Winfrey ætlar aldeilis að hefna sín á umsjónarmönnum hátískumerkisins Hermés, sem móðguðu hana all svakalega fyr- ir skömmu. Málsatvik eru þau að þegar hún var stödd í verslun Hermés í París fyrir mánuði var henni nokkuð hastarlega vísað á dyr af starfsmönnum búðarinn- ar. Þeir þekktu hana greinilega ekki og skýrðu brottvísunina með því að þeir hefðu lent í svo miklu veseni með Norður-Afr- íkufólk nýlega. Oprah varð bálreið og segir þetta hafa verið eitthvert mest niðurlægjandi atvik lífs síns. Nú hefur hún því brugðið á það ráð að halda bílskúrssölu með öllum Hermés-vörum sem hún á, en hún hefur verið dyggur við- skiptavinur eðalmerkisins í mörg ár. Hermés er þekktast fyrir að gera rándýrar hand- töskur sem aðeins ríkustu ein- staklingar hafa efni á og Oprah hefur eytt milljónum dollara í vörurnar þeirra. Hagnað sölunnar ætlar hún að láta renna óskiptan til góð- gerðarfélaga sem berjast gegn kynþáttahatri. ■ Á fyrstu plötu sinni syngur Idol- stjarnan Davíð Smári lög eftir aðra listamenn, eins og reyndin hefur verið með þá keppendur sem hafa tekið þátt í Idol hingað til. Davíð var geysivinsæll í Idol þó svo að hann hafi farið í taug- arnar á einhverjum. Hispurslaus framkoma hans í bland við ágæta rödd ruddu beinu brautina fyrir hann með þeim afleiðingum að hann endaði í þriðja sæti, sem hlýtur að teljast góður árangur. Í keppninni hentaði Davíð vel að syngja róleg lög og þessi plata er einmitt samansafn af tólf slík- um. Davíð fetar í fótspor Bono, Lou Reed, Paul Weller, Jimi Hendrix og fleiri þekktra lista- manna og ferst það alveg ágæt- lega úr hendi. Vandamálið er bara það að Davíð bætir litlu við lögin heldur syngur þau í nettum karókíútgáfum rétt eins og hann gerði í Idol. Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju tónlistarmenn syngja lög sem aðrir hafa gert fræg án þess að breyta þeim af einhverju ráði. Davíð fellur í þessa gryfju en það er varla við hann að sakast. Hann skilar sínu með sóma og auðvitað er þessi plata ætluð til að kynna þennan efnilega tónlistarmann til sögunn- ar. Vonandi kemur alvöru sóló- plata frá Davíð sem fyrst þar sem hann syngur ný íslensk dægurlög sem hreyfa betur við manni. Freyr Bjarnason Meira karókí DAVÍÐ SMÁRI: YOU DO SOMETHING TO ME [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN OPRAH WINFREY Louis Vuitton hefur nú boðið Opruh milljónir dollara fyrir að koma fram í næstu auglýsingaherferð þeirra en þeir eru einn helsti samkeppnisaðili Hermés. Oprah hefnir sín á Hermés SANDRA BULLOCKS Orðrómur var í gangi um að parið hefði gengið í það heilaga í leyniathöfn en svo var greinilega ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.