Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 8
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Hrafn Gunnlaugsson ósáttur við sláttustefnu borgarinnar: Leifar af minnimáttarkennd UMHVERFI „Það er fallegt að sjá þessi yndislegu ungmenni við vinnu úti í náttúrunni en maður vildi frekar sjá þau tína upp rusl heldur en að tæta upp þessar alís- lensku jurtir sem vaxa þarna ótil- neyddar innan borgarmarkanna,“ segir Hrafn Gunnlaugsson, leik- stjóri og íbúi í Laugarnesi, en þar var slegið í góða veðrinu í fyrra- dag. „Sérstaklega hefði maður viljað að bæjarhóllinn gamli hefði verið látinn ósnertur.“ Hrafn segist finna að almenn- ingur hafi gaman af því að labba þar um og skoða umhverfið, en jurtirnar sem þar vaxa segir hann hvergi ræktaðar í skrúðgörðum bæjarins. „Jónas Hallgrímsson orti um fífla og sóleyjar, en þær jurtir eru nú upprættar sem hvert annað illgresi. Á sama tíma er verið að rækta jurtir í skrúðgörðum borgar- innar sem alls ekki vilja vaxa í ís- lensku umhverfi,“ segir Hrafn. „Ég held að þetta séu leifar af minni- máttarkennd frá þeim tíma þegar við vorum dönsk nýlenda.“ - grs Kristinn H. Gunnarsson segir KEA reyna að kaupa stjórnsýsluákvarðanir: A›dróttanir af grófasta tagi LUCKNOW, AP Í það minnsta 239 manns hafa drukknað í flóðum á Indlandi síðustu dægrin. Rign- ingartíminn stendur nú sem hæst í landinu. Í gær fórust tíu manns í Uttar Pradesh-héraðinu þegar hús þeirra hrundi vegna flóðanna. Öðrum átta skolaði á brott í vatnsflaumnum. Indversk stjórnvöld telja að Nepalar hafi aukið enn á vatns- elginn með því að opna gáttir stífla til að grynnka í fleyti- fullum uppistöðulónum. Ástandið er verst í Gujarat- héraði, þar hefur 131 dáið, 55 eru látnir í Uttar Pradesh og 23 í Madhya Pradesh. Húsaleigubætur: Samdráttur í grei›slum HÚSALEIGUBÆTUR Greiðslur húsa- leigubóta lækka verulega á þessu ári miðað við fyrri ár að því er fram kemur í fréttabréfi jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga um húsa- leigubætur. Greiðslur lækkuðu um 5,14 prósent frá fjórða árs- fjórðungi 2004 til fyrsta ársfjórð- ungs 2005 samanborið við 2,47 prósent árið áður. Sveitarfélögin ofáætluðu greiðslur sínar til húsaleigubóta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verulega. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 426,5 milljónum króna yrði varið í húsaleigubætur meðan greiddar bætur námu ein- ungis 381,7 milljónum. - ht UMMÆLI Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, segir Kristin H. Gunnarsson þingmann á villi- götum varðandi áform KEA um fjölgun starfa á Akureyri og efl- ingu byggðar á Norðurlandi en Kristinn ýjar að því í pistli á heimasíðu sinni að KEA ætli að kaupa stjórnsýsluákvarðanir tveggja ráðherra. „Sýnu verra er þó að Kristinn allt að því sakar okkur um að bera fé á ráðamenn. Það er aðdróttun af svo grófu tagi að stjórn KEA tekur ekki þátt í slíkri umræðu,” segir Benedikt. Stjórn KEA hefur lýst yfir vilja til að liðka til fyrir flutningi opinberra verkefna til Akureyr- ar með því að taka þátt í kostnaði við flutning. Jafnframt hefur stjórnin beitt sér fyrir bættum samgöngum í þágu Norðlendinga og finnur Kristinn báðum áformum KEA flest til foráttu. „Við höfum sem betur fer mætt velvilja og góðu viðmóti stjórn- valda en það er sorglegt þegar menn sem segjast áhugasamir um byggðamál eru ekki tilbúnir að taka á móti okkar útspili og vinna með okkur,” segir Bene- dikt. -kk BÆJARHÓLLINN Í LAUGARNESI SLEGINN Hrafn segir að á honum vaxi meðal annars hvönn, draumsóley, mjaðjurt, kerfill, fífill, villtur rabarbari og njóli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Monsún-rigningarnar á Indlandi: Hundru› hafa be›i› bana BRAHMAPUTRA Brahmaputra-fljótið er yfirfullt þessa dagana. Þeir sem búa í námunda við það hafa nýtt tækifærið og þvegið föt sín og klæði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K BENEDIKT SIGURÐARSON „Það er hárrétt hjá Kristni að KEA á ekki að vera í pólitík enda er það ekki svo. Við höfum hins vegar markað félaginu þá stefnu að vera verkfæri í byggðapólitík,” segir stjórnarformaður KEA. LANDAKOTSSKÓLI „Umbjóðendur mínir segjast hafa fengið loforð um það á fundi 13. júní síðastlið- inn að leitað yrði allra leiða til að finna skólastjóra sem allir gætu sætt sig við,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hóps ósátt- ra kennara í Landakotsskóla. „Síðan frétta þeir það í fjölmiðl- um að Fríða Regína Höskulds- dóttir hafi verið ráðin. Ekkert samráð var haft við kennarana um ráðninguna. Ég hefði búist við meira samráði við þá í ljósi deilnanna,“ segir Einar. „Stjórn skólans ber að ráða skólastjóra og það liggur fyrir að kennararnir töldu engan um- sækjanda hlutlausan. Ég tel að við höfum ráðið hæfasta um- sækjandann,“ segir Björg Thorarensen, formaður stjórnar skólans, um ráðninguna. Hún segist líta á Fríðu sem hlutlausan skólastjóra sem ekki hafi haft neina aðkomu að deilunum innan skólans eða starfsemi skólans að öðru leyti. - grs Skólastjóraráðning við Landakotsskóla: Ekkert samrá› haft vi› kennara EINAR HUGI BJARNASON Lögfræðingur hóps ósáttra kennara í Landakotsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.