Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 20
Fyrir nokkrum vikum skók hræði-
legt lestarslys Ísrael. Þungaflutn-
ingabíll var að fara yfir lestarteina
þegar lest nálgaðist á miklum
hraða. Lestarstjórinn sá bílinn en
gat ekki numið staðar í tæka tíð.
Bílstjórinn sá lestina en gat ekki
farið af teinunum í tíma. Afleiðing-
in var sú að margir fórust, margir
særðust og eyðileggingin var al-
gjör.
Nú, þegar brottflutningurinn
frá Gush Katif nálgast, vofir svip-
að slys yfir. Lest landtökumann-
anna nálgast banvæn brautarmótin
á fullum hraða. Aðeins kraftaverk
getur fengið landtökumennina til
að bremsa í tæka tíð. Aðeins
kraftaverk getur komið í veg fyrir
banvænan árekstur.
Eins og mál horfa við núna, þá
virðist líklegt að áreksturinn leiði
af sér mestu breytingar í sögu Ísr-
ael síðan í stríðinu 1967.
Landtökumennirnir geta ekki
stoppað og vilja það ekki heldur. Þá
hungrar í orrustu. Þeir eru full-
vissir um mátt sinn. Eftir margra
ára leynilegt samstarf eru þeir
sannfærðir um að ráðamenn í rík-
issstjórninni, embættismenn hers-
ins og opinberir starfsmenn standi
með þeim. Þeir fyrirlíta fólkið í
hinum herbúðunum. Þeir hafa í
raun svipaðan ímugust á lýðræðis-
legum meirihlutanum og fasísku
einræðisherrarnir á þriðja ára-
tugnum höfðu á „úrkynjuðu“ og
„rotnuðu“ lýðveldunum.
Jafnvel þó landtökumennirnir
vildu stöðva lestina eins og vesal-
ings lestarstjórinn, þá gætu þeir
það ekki. Það er í eðli ofstækis-
fullra hreyfinga að ala af sér enn
ofstækisfullari hreyfingar sem
loks geta af sér hreyfingar sem eru
jafnvel enn þá öfgafyllri. Þær geta
ekki haft taumhald á afkvæmum
sínum og öflin á jaðrinum ráða
ferðinni. Einhver hefur ofbeldið og
hleypir af fyrsta skotinu. Þúsundir
aðdáenda Yigals Amir, launmorð-
ingja Yitzhaks Rabin, þyrstir í sinn
skerf af dýrðinni.
Uri Avnery er rithöfundur, stjórn-
málamaður og stofnandi ísraelsku
friðarsamtakanna Gush Shalom.
Grein hans er birt í heild á skoðana-
síðunni á netmiðlinum Vísi. ■
Dapurlegt var að lesa nýlega yfir-
lýsingu frá Hvalaskoðunarsamtök-
um Íslands þar sem samtökin fundu
veiðum á hrefnu í vísindaskyni allt
til foráttu og töldu þær skaða ferða-
þjónustuna. Að sama skapi er svo
ánægjulegt að lesa fréttir um það að
hrefnukjötið fær afbragðs viðtökur
neytenda. Íslendingar eru óðum að
uppgötva að þetta er úrvals matur.
Fitusnautt kjöt af villibráð sem nær-
ist á krabbadýrum og fiski í hreinu
og ómenguðu hafi norðurslóða.
Það er slæmt að við skulum ekki
nýta hvalastofna við landið meira en
raun ber vitni. Hvalirnir skipta tug-
um þúsunda. Okkur ber að stunda
veiðar á þessum dýrastofnum, rétt
eins og við nýtum villta dýrastofna
sem lifa á landi. Þrátt fyrir þetta er
í gildi fáránlegt hvalveiðibann. Ein-
ungis er leyft að skjóta örfáar
hrefnur á hverju sumri til vísinda-
rannsókna. Í ár verða þær alls 39. Í
fyrra voru þær 25 og 36 árið 2003.
Þetta er í raun ekkert til að gera
veður út af.
Síðustu áratugi hefur ferðaþjón-
ustu vaxið fiskur um hrygg. Ekkert
nema gott um það að segja. Gleym-
um þá ekki að við sem búum í þessu
landi erum hluti af þeirri náttúru og
menningu sem við seljum ferða-
löngum. Hvalveiðar og ferða-
mennska (þar með talin hvalaskoð-
un) geta vel farið saman. Við eigum
ekkert að skammast okkur fyrir það
að nýta endurnýjanlegar náttúru-
auðlindir eins og hvalastofnana. Ís-
lenska eyþjóðin hefur frá landnámi
aflað sér lifibrauðs af því sem nátt-
úran gefur – það að sækja mat úr
hafinu er hluti af menningu þeirra
þjóða sem lifa við Norður-Atlants-
haf. Viljum við vera öðruvísi en ná-
grannar okkar í Noregi, Færeyjum
og Grænlandi þar sem hvalveiðar
eru stundaðar án þess að sjá megi að
ferðaþjónusta þar bíði skaða af?
Þegar litið er til hvalveiða undan-
farin ár, er einmitt áhugavert að
skoða reynslu nágrannalandanna.
Norðmenn hafa til dæmis um árabil
veitt fleiri hundruð hrefnur árlega.
Í sumar verða tæplega 800 dýr tek-
in á hafsvæðinu frá Norðursjó og
norður að Svalbarða. Norðmenn láta
ekki mótmæli hvalaverndunarsinna
slá sig út af laginu. Enda engin
ástæða til. Þeir stunda einnig öfluga
markaðssetningu á afurðunum.
Markaðssamtök fyrir hrefnukjöt í
Noregi (www.hvalbiff.no) auglýsa
grimmt og eru með góða heimasíðu
sem ætti að vera okkur íslendingum
til fyrirmyndar. Þar eru ótal upp-
skriftir að gómsætum kjötréttum,
en líka fróðleikur. Til dæmis um
veiðar, hvalategundir, rannsóknir
og krækjur á heimasíður hvala-
friðunarsinna og hvalveiðiskoðun-
arfyrirtækja.
Árangur Norðmanna vekur svo
aftur upp spurningar um hvernig
staðið er að þessum málum hér á
landi. Ríkisstjórnin á lítið lof skilið
fyrir það hvernig hún hefur höndlað
hvalveiðimálin. Vinnubrögðin ein-
kennast af kjarkleysi og hálfkáki.
Sjávarútvegsráðuneytið eyddi rúm-
lega 100 milljónum króna í kynn-
ingu á málstað Íslands í hvalveiði-
málum á árunum 1998 til 2003. Það
er ráðgáta í hvað og hvert þessir
peningar hafa farið, því sorglega
hægt hefur miðað í þessum málum
alltof lengi. Einungis 39 hrefnur til
boða á diska landsmanna sumarið
2005 segja meira en mörg orð um
það. ■
Í kjölfar hryðjuverkanna í London
hefur farið fram mikil umræða í
fjölmiðlum um þá hugmyndafræði
sem býr á bak við slíkra siðlausra
árása. Hvað er það eiginlega sem
fær menn til þess að myrða saklaust
fólk á þennan hátt, með því að
sprengja sjálfan sig í loft upp innan
um varnarlausa borgara?
Lengi hefur það verið haft fyrir
satt að það sem knýr menn til að
fremja voðaverka af þessu tagi sé
fátækt og vonleysi, örvænting, fá-
fræði og úrræðaleysi einstaklinga
sem aldir eru upp við ill kjör í fá-
tækrahverfum þriðja heimsins.
Hryðjuverkaárásir séu því í raun-
inni á ábyrgð Vesturlanda sem hafa
farið illa með fyrrum nýlendur sín-
ar. Nú hefur aftur á móti komið í
ljós að þeir sem frömdu morðin í
London voru breskir ríkisborgarar
úr millistétt, menn sem á engan hátt
liðu skort né þeirra fjölskyldur. Hið
sama átti við morðingjana sem
flugu farþegaþotunum á turnana í
New York 11. september árið 2001
og þá sem stóðu á bak við árásirnar
í Madríd fyrir skömmu. Þeir voru
allir vel stæðir og vel menntaðir.
Þannig að ekki var það vonleysi eða
fátækt sem að baki bjó. Svo virðist
sem drifkrafturinn hafi verið hug-
myndafræði sem kennd er við ís-
lamska bókstafstrú. Morðingjarnir
töldu sig vera að þjóna einhverjum
æðri trúarlegum málstað, heilögu
stríði gætum við kallað það. En
hvað er þessi bókstafstrú? Og hvað
er það við bókstafstrú sem fær
menn til að fremja slík voðaverk?
Með hugtakinu bókstafstrú er
ekki aðeins átt við bókstaflega trú á
merkingu einhvers trúarrits. „Bók-
stafstrú“ er þýðing á enska orðinu
„Fundamentalism“. Merking orðs-
ins er í raun „grundvallarhyggja“
eða trú á grundvallaratriðin.
Hugtakið var fyrst notað um tólf
bæklinga sem voru gefnir út af
íhaldsömum kristnum guðfræðing-
um í Bandaríkjunum á árunum
1910-1915. Í þessum bæklingum
færðu guðfræðingarnir rök fyrir
því að veröldin væri á valdi hins illa
en það eina sem gæti bjargað henni
væri ef menn sneru sér aftur til
hinna gömlu gilda, til grundvallar-
ins. Síðan hefur þetta orð verið not-
að um ákveðna tegund öfgatrúar-
hópa af öllum trúarbrögðum heims-
ins, hindúíska, búddíska, kristna,
gyðinglega og múslímska.
Samkvæmt fundamentalistum
eða bókstafstrúarmönnum er heim-
urinn í dag á villigötum. Þannig
kenna íslamskir fundamentalistar
Veturlöndum um allt sem miður fer
í hinum múslímska heimi því Vest-
urlönd standa fyrir nútímann með
lýðræðishugsjónum sínum og tján-
ingarfrelsi. Þeirra verst eru Banda-
ríkin „hinn mikli Satan“ eins og
Komeini erkiklerkur í Íran kallaði
þau. Fundamentalistunum finnst
nútíminn þrengja að sér og niður-
lægja menningu sínu og trú. Þeir
sjá aftur á móti ekki að rót vandans
er ekki síst óstjórn, stöðnun, kúgun
og einræði í hinum íslamska heimi.
Þeir trúa því að áður fyrr hafi verið
gullöld þegar trúin, þeirra trú, var
leiðandi afl í samfélaginu. Eina leið-
in til að bjarga heiminum telja þeir
vera að hafna nútímanum og snúa
sér aftur til grundvallarins, til upp-
hafsins. Upphafið er síðan að finna í
Kóraninum.
En vel að merkja, það getur ekki
hver sem er túlkað trúarritin. Að-
eins ákveðnir leiðtogar geta það.
Þeirra túlkun ein er rétt. Og þar
liggur hin leynda hætta funda-
mentalismans. Ekki í trúarritunum
eða átrúnaðinum, heldur leiðtogun-
um. Því sumir leiðtogarnir segja
sem svo að ekki sé nóg að hafna
heiminum og leita á náðir trúarinn-
ar. Nei, það verður að sprengja nú-
tímann í loft upp, ráðast gegn hon-
um með alvæpni, hrinda af stað
heilögu stríði til að hann farist.
Þetta á við alla fundamentalista,
sama á hvað þeir trúa. Upp úr ófrið-
arbálinu rís síðan ný gullöld trúar-
innar, nýtt Ísrael, nýtt heimsveldi
Íslam, ný öld kristninnar, allt eftir
því úr hvaða herbúðum er predikað.
Og þá skiptir heldur engu þó öll
þessi trúarbrögð séu á móti morð-
um og boði miskunn – ef leiðtogarn-
ir segja annað. Þess vegna eru ung-
ir menn, ungir vel menntaðir
múslímar, tilbúnir að myrða og
sprengja sig í loft upp. Þeir trúa því
að þeir séu með því að fórna sjálf-
um sér að koma á nýrri og betri ver-
öld. Sjálfir öðlist þeir fyrir laun á
himnum.
Til að stöðva þá ógn sem frá
fundamentalistum stafar þarf því
að ráðast gegn forystumönnum
slíkra hreyfinga. Og að sjálfsögðu
þeim aðstæðum sem hjálpa þeim að
fá til sín nýliða. Í þeirri baráttu
þurfa hófsamari trúarleiðtogar að
leggja sitt að mörkum með stjórn-
völdum ef árangur á að verða. Ekk-
ert annað getur þegar til lengri tíma
er litið komið í veg fyrir sjálfs-
morðsárásir bókstafstrúaðra
múslíma svo dæmi sé tekið. Það er
ekki nóg að fordæma árásirnar sem
slíkar. Það þarf að fordæma þá hug-
myndafræði sem þær byggja á og
þá leiðtoga og skóla sem á bak við
standa. Það hafa trúarleiðtogar
múslíma ekki gert. En á meðan
flykkjast ungir menn undir merki
öfgasinna eins og Komeinis sem
sagði: „Þeir sem vita ekkert um ís-
lam segja að það sé friðarátrúnaður.
Þeir eru heimskir. Íslam segir þvert
á móti; drepið alla óvini ykkar“. ■
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR20
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
ALÞINGISM. FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
UMRÆÐAN
HVALVEIÐAR
SÉRA ÞÓRHALLUR HEIMISSON
UMRÆÐAN
HRYÐJUVERK
OG BÓKSTAFSTRÚ
URI AVNERY
UMRÆÐAN
LANDNEMA-
BYGGÐIR Í ÍSRAEL
Vi› flurfum a› fá fleiri hvali á grilli›
Bókstafstrú - hin leynda hættaMorgundagurinn
Jafnvel fló landtökumennirnir
vildu stö›va lestina eins og vesal-
ings lestarstjórinn, flá gætu fleir
fla› ekki. fia› er í e›li ofstækis-
fullra hreyfinga a› ala af sér enn
ofstækisfullari hreyfingar sem
loks geta af sér hreyfingar sem
eru jafnvel enn flá öfgafyllri.
Bílaeign Seltirninga sem og annarra
landsmanna hefur farið hraðvax-
andi á undanförnum árum. Víst
erum við háð þessum arftaka
þarfasta þjónsins en væri ekki í lagi
að staldra við á þessum tímamótum
og skoða aðra raunhæfa valkosti.
Tímamótin felast í því að um næstu
helgi verður í fyrsta sinn tekið upp
nýtt og samræmt leiðakerfi Strætó
fyrir allt höfuðborgarsvæðið, leiða-
kerfi sem er beinlínis hannað með
þarfir íbúa höfuðborgarsvæðisins í
huga.
Núverandi kerfi er arfleifð und-
anfarinna ára og áratuga þar sem
sífellt hefur verið bætt við eldra
kerfi. Nú hefur hins vegar verið far-
ið í sérstaka vinnu til að skilgreina
þarfir íbúa og markmið leiðakerfis-
ins. Markmiðin eru eru einföld:
• Að veita núverandi notendum
betri þjónustu
• Að fjölga farþegum
• Að efla almenningssamgöngur á
höfuðborgarsvæðinu.
Stofnleiðir verða sex og þær eiga
að þjóna fjölmennustu leiðunum og
með meiri tíðni en aðrar leiðir. Al-
mennar leiðir verða einnig sex og
hverfaleiðir sjö. Tvær almennar
leiðir þjóna Seltjarnarnesi og
stoppa á sömu stöðum og „þristur-
inn“ og „Grandavagninn“ gera nú
þó svo framhald leiðanna verði ekki
alveg það sama og áður.
Nesleiðin, sem verður nú númer
11, ekur sama hring um Nesið eins
„þristurinn“ gerir nú. Fyrir utan
sjálfan Neshringinn fer hann að
mestu leyti sömu leið fram og til
baka um Nesveg, Lækjartorg,
Hlemm, Háaleitisbraut, Bústaða-
veg, Mjódd og loks um Dalveg í
Smárann og Smáralind. Þetta þýðir
ekki endilega að fljótlegasta leiðin í
Smáralind sé að sitja í sama vagni
alla leið, en fyrir þá sem það vilja er
það hægt. Grandavagninn fer hins
vegar hring í vesturbænum og það-
an um Lækjartorg, Hlemm, Löngu-
hlíð framhjá Perlunni og Kringlunni
að Landsspítala í Fossvogi.
Nýtt leiðakerfi Strætó miðar að
því að þjóna betur fjölmennustu
vinnustöðunum á höfuðborgar-
svæðinu, einnig fjölmennum íbúða-
hverfum og verslunarmiðstöðvum,
skólum og sjúkrastofnunum svo
eitthvað sé nefnt. Ferðatími styttist
og skiptingar verða færri. Ferðir
verða tíðari á álagstímum. Með
þessu verður Strætó hagkvæmari,
notendavænni og einfaldlega um-
hverfisvænni valkostur.
Það er erfitt að kenna gömlum
hundi að sitja en vissulega má
reyna að breyta venjunum smám
saman til dæmis með því að venja
sig á að geyma bílinn heima einn
dag í viku til að byrja með. Kannski
verða heimadagarnir þeir tveir eða
þrír áður en við vitum af. Þannig
getum við stefnt að því að gera al-
menningssamgöngur að raunhæf-
um valkosti og í leiðinni sparað fyr-
ir okkur sjálf og minnkað stressið
með því að losna við umferðaöng-
þveitið.
Seltirningar, gefum nýja leiða-
kerfinu verðskuldað tækifæri! Tök-
um Strætó alla leið.
Höfundur er verkfræðingur og
fulltrúi Seltjarnarness í stjórn
Strætó. ■
Páll Magnússon hættur á Stöð 2 og
sækir um embætti Útvarpsstjóra
Fundaði með
ráðherra
um embætti
útvarpsstjóra
N‡ja lei›akerfi› er fyrir Seltirninga
INGA HERSTEINSDÓTTIR
UMRÆÐAN
NÝTT LEIÐA-
KERFI STRÆTÓ