Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 32
Notaðir hlutir kitla ímyndunaraflið 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Þegar farið er inn á vefsíðuna estherx.nl er hægt að finna ýmislegt sniðugt eftir hina holl- ensku Esther Derkx. Þar á meðal leirtau með karlmönnum og konum á sem er afar sér- stakt. Fréttablaðið sló á þráðinn til Hollands og kynntist Esther aðeins betur. „Ég lærði hönnun í listaskóla í Utrecht í Hollandi á árunum 1989 til 1991. Ég byrjaði að vinna sem vöru- hönnuður árið 1999 þegar ég var enn að vinna í litlu prentunarfyrirtæki. Þar gat ég gert ýmsar tilraunir með prentun og fékk hugmyndina að því að prenta myndir á leirtau sem fólk hendir. Þessi hugmynd mín vakti mikla athygli í galleríum og hönnunarbúð- um þannig að ég hætti í prentunarfyrirtækinu og stofnaði mitt eigið hönnunarfyrirtæki árið 2000,“ segir Esther en leirtauið sem heillaði blaðamenn Fréttablaðsins heitir Improved! „Ég safna leirtaui á flóamörkuðum og í „second hand“-búðum. Ég gef leirtauinu nýtt líf með gamal- dags myndum af lifandi manneskjum sem ég prenta á bolla, diska og annað leirtau. Ég reyni að blanda manneskjum og skreytingunum á leirtauinu saman þannig að það virki vel hvert fyrir annað. Ég nota bara myndir af dönsurum og íþróttamönnum því hreyfing þeirra er svo flæðandi og fullkomnar út- línur leirtausins.“ Esther lætur sér ekki nægja að hanna leirtau enda afar hugmyndarík. „Ég hanna líka aðrar vörur eins og töskur, hreinlætisvörur með áprentun, gluggatjöld og einnig listaverk sem hægt er að sjá á heimasíðunni minni. Ég er með fimm verslanir í Hollandi sem selja vörurnar mínar, og víða annars staðar eins og í Bretlandi, Brussel, London, París, Tókýó, Chicago, Oaklandi, tvær í New York og kannski eina á Íslandi bráðum,“ segir Esther og hlær og bætir við að verslarnir hafi samband við sig reglulega og vilji selja hönnun hennar. En hvernig er framtíðin hjá Esther? „Ég held auð- vitað áfram að hanna því ég verð aldrei uppiskroppa með hugmyndir. Hlutir sem fólk vill ekki eiga og hendir fanga sífellt athygli mína og kitla ímyndar- aflið. Ég hef líka þörf fyrir að breyta þeim í vörur sem fólk vill kaupa og dáist að.“ Hægt er að hafa samband við Esther á netfanginu derkx@planet.nl. lilja@frettabladid.is Allt til alls í kaffiboðið. M YN D IR E ST H ER D ER K X Ungur herramaður teygir sig í blóma- skreytingar á disknum. Engir tveir bollar eru eins hjá Esther og fallegt að sjá lifandi líkamana leika um bollana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.