Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 53
Deakin Estate er framleitt í Victoria, einu frjósamasta og gjöfulasta svæði Ástralíu. Vín Deakin úr Cabernet Sauvignon-þrúgunni þykir afar kraft- mikið og blaðið Herald Sun segir að það sé óvenjulega kraftmikið og sér- stakt og endurspegli einkenni svæðis- ins betur en algengt sé um áströlsk vín. Þetta vín er bragðmikið þar sem fram koma þroskuð ber með eikar- ívafi. Þetta vín er gott til neyslu núna en má vel geyma í allt að þrjú ár. Fer vel með öllu grilluðu kjöti, lamba-, svína- og nautakjöti, einnig gott með grilluðum krydduðum kjúklingi. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. Deakin Estate vínin hafa hlotið góðar viðtökur hérlendis frá því að þau komu á markaðinn nýlega. Því hefur innflytjandi þeirra ákveðið að lækka verðið á tveimur vínanna um 100 kr. í júlímánuði til að kynna þau enn frek- ar. Rauðvínið Deakin Estate Shiraz Cabernet er blanda úr þessum kraft- miklu þrúgum. Afar gott vín með lambakjöti og er auðdrekkanlegt eitt og sér. Ástralar hafa löngum verið kunnastir fyrir hvítvín sín, sérstaklega úr þrúg- unni chardonnay. Deakin Estate Chardonnay er ljúffengt silkimjúkt hvítvín með angan af ferskum ferskj- um og melónu með eikarívafi. Á grill- inu í sumar fer þetta vín vel með fisk- réttum, og þolir vel sítrónu í réttinum, kjúklingi, hvítu kjöti og svo salati. Gott með mildum ostum. Vínið hefur eins og mörg vín frá Deakin Estate fengið afar góða dóma. Þannig gefur vínskríbentinn Mike Frost því 88 í ein- kunn og telur það sérstaklega góð kaup og undir það tekur Paddy Kendler í Herald Sun, sem gefur því fjórar stjörnur í einkunn. Lækkað verð í Vínbúðum 1.090 kr. FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 37 DEAKIN ESTATE: Sumartilboð í júlí á góðum vínum Hvernig er stemmn- ingin? Ef þú vilt upp- lifa sannkallaða sælu er málið að bruna á Snæfellsnes. Veitinga- staðurinn er ákaflega smart, hlýleg- ur og heimilislegur. Ekki er hægt að kvarta undan þjónustunni sem getur verið afar persónuleg ef það er lítið að gera. Skemmtilegt að gera sér dagamun með því að gista á Hótel Búðum og dekra við sig í mat og drykk á veitingastaðn- um. Matseðill: Íslenskt þema umlykur matseðillinn. Forréttamatseðillinn er sérlega girnilegur með tilheyr- andi humarhölum, hval-tataki með sojasósu, áli og gæsalifur, grilluð- um geitaosti í hráskinku og svo mætti lengi telja. Kvöldverðarseð- illinn er heldur ekki af verri endan- um með lambi, nauti og ýmsum fiskréttum. Veitingastaðurinn býður upp á lið sem heitir Kenjar kokks- ins, þar er um að ræða fimm rétta máltíð þar sem hver rétturinn á fætur öðrum bráðnar í munninum. Vinsælast: Að sögn forsvarsmanna staðarins stendur enginn einn rétt- ur upp úr heldur eru allir jafn vin- sælir. Réttir dagsins: Í hádeginu er boð- ið upp á fisk og súpu dagsins. Súp- an kostar 750 og fiskurinn kostar 1.650. Leyndarmál í sveit VEITINGASTAÐURINN HÓTEL BÚÐIR Á SNÆFELLSNESI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.