Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 53
Deakin Estate er framleitt í Victoria,
einu frjósamasta og gjöfulasta svæði
Ástralíu. Vín Deakin úr Cabernet
Sauvignon-þrúgunni þykir afar kraft-
mikið og blaðið Herald Sun segir að
það sé óvenjulega kraftmikið og sér-
stakt og endurspegli einkenni svæðis-
ins betur en algengt sé um áströlsk
vín.
Þetta vín er bragðmikið þar sem
fram koma þroskuð ber með eikar-
ívafi. Þetta vín er gott til neyslu núna
en má vel geyma í allt að þrjú ár. Fer
vel með öllu grilluðu kjöti, lamba-,
svína- og nautakjöti, einnig gott með
grilluðum krydduðum kjúklingi.
Verð í Vínbúðum 1.290 kr.
Deakin Estate vínin hafa hlotið góðar
viðtökur hérlendis frá því að þau
komu á markaðinn nýlega. Því hefur
innflytjandi þeirra ákveðið að lækka
verðið á tveimur vínanna um 100 kr. í
júlímánuði til að kynna þau enn frek-
ar.
Rauðvínið Deakin Estate Shiraz
Cabernet er blanda úr þessum kraft-
miklu þrúgum. Afar gott vín með
lambakjöti og er auðdrekkanlegt eitt
og sér.
Ástralar hafa löngum verið kunnastir
fyrir hvítvín sín, sérstaklega úr þrúg-
unni chardonnay. Deakin Estate
Chardonnay er ljúffengt silkimjúkt
hvítvín með angan af ferskum ferskj-
um og melónu með eikarívafi. Á grill-
inu í sumar fer þetta vín vel með fisk-
réttum, og þolir vel sítrónu í réttinum,
kjúklingi, hvítu kjöti og svo salati.
Gott með mildum ostum. Vínið hefur
eins og mörg vín frá Deakin Estate
fengið afar góða dóma. Þannig gefur
vínskríbentinn Mike Frost því 88 í ein-
kunn og telur það sérstaklega góð
kaup og undir það tekur Paddy
Kendler í Herald Sun, sem gefur því
fjórar stjörnur í einkunn.
Lækkað verð í Vínbúðum 1.090 kr.
FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 37
DEAKIN ESTATE: Sumartilboð í júlí á góðum vínum
Hvernig er stemmn-
ingin? Ef þú vilt upp-
lifa sannkallaða sælu
er málið að bruna á
Snæfellsnes. Veitinga-
staðurinn er ákaflega smart, hlýleg-
ur og heimilislegur. Ekki er hægt
að kvarta undan þjónustunni sem
getur verið afar persónuleg ef það
er lítið að gera. Skemmtilegt að
gera sér dagamun með því að
gista á Hótel Búðum og dekra við
sig í mat og drykk á veitingastaðn-
um.
Matseðill: Íslenskt þema umlykur
matseðillinn. Forréttamatseðillinn
er sérlega girnilegur með tilheyr-
andi humarhölum, hval-tataki með
sojasósu, áli og gæsalifur, grilluð-
um geitaosti í hráskinku og svo
mætti lengi telja. Kvöldverðarseð-
illinn er heldur ekki af verri endan-
um með lambi, nauti og ýmsum
fiskréttum. Veitingastaðurinn býður
upp á lið sem heitir Kenjar kokks-
ins, þar er um að ræða fimm rétta
máltíð þar sem hver rétturinn á
fætur öðrum bráðnar í munninum.
Vinsælast: Að sögn forsvarsmanna
staðarins stendur enginn einn rétt-
ur upp úr heldur eru allir jafn vin-
sælir.
Réttir dagsins: Í hádeginu er boð-
ið upp á fisk og súpu dagsins. Súp-
an kostar 750 og fiskurinn kostar
1.650.
Leyndarmál
í sveit
VEITINGASTAÐURINN
HÓTEL BÚÐIR
Á SNÆFELLSNESI