Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 44
Landsbankadeildarlið ÍBV í karla-flokki hefur fengið liðsstyrk því
danskur knattspyrnumaður, Rune
Lind að nafni, mun leika með liðinu
út þessa leiktíð. Lind var lengi meðal
efnilegustu knattspyrnumanna Dana
og á 24 landsleiki með U-17 og U-18
ára landsliðum að baki og fjögur
mörk. Eyjamenn hafa ekki breiðan
leikmannahóp og því ætti koma Lind
að bæta þau mál að einhverju leyti.
Sóknarmaðurinn Albert BrynjarIngason úr Fylki verður líklegast
lánaður frá félaginu út þessa leiktíð.
Albert er ekki ánægður með hve fá
tækifæri hann hefur fengið með
meistaraflokki fé-
lagsins en hann er
19 ára og er sonur
Inga Björns Alberts-
sonar. Hann hefur
leikið bæði fyrir U17
og U19 ára landslið-
ið og hefur komið
við sögu í fjórum af tíu leikjum Fylkis
í Landsbankadeildinni í sumar og
skoraði hann sigurmark gegn Þrótti í
fyrri umferðinni.
Kvennalið HK í handboltanum hef-ur samið við Tatjönu Zamoreva
frá Lettlandi en hún er örvhent og
lék með liði ÍBV á síðustu leiktíð.
Handknattleiksdeild HK teflir fram
meistaraflokksliði í kvennaflokki í
fyrsta sinn og ákvað að styrkja liðið
með tveimur erlendum leikmönnum,
en einnig er búið að gera samning
við litháenska leikmanninn Auksé
Vysniauskaité.
Sóknarmaðurinn Peter Crouch skrif-aði í gær undir fjögurra ára samn-
ing við Liverpool eftir að hafa gengist
undir læknisskoðun. Þessi 24 ára leik-
maður kostar Liverpool sjö milljónir
punda frá Southampton. Hann er
gjörsamlega í skýjunum yfir að vera
kominn á Anfield og segir það mikinn
heiður að Rafael Benitez, kanttspyrnu-
stjóri liðsins, skuli hafa viljað fá sig.
„Ég get ekki beðið eftir því að klæðast
rauðu treyjunni og leika fyrir framan
The Kop.“ sagði Crouch.
Arsenal er óskalið knattspyrnu-mannsins Guti sem nú er í her-
búðum Real Madrid en þetta segja
spænskir fjölmiðlar.Talað er um að
Guti sé á förum frá spænska risaliðinu
og hafa mörg ensk lið sýnt honum
áhuga, þar á meðal Everton og
Tottenham auk Arsenal. Zoran Vekic,
umboðsmaður Guti, segir að leikstíll
Arsenal henti leikmanninum vel og
segir að félagið sé fyrsti valkostur
hans.
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
segir að Chelsea ætli sér að verja
Englandsmeistaratitilinn sem liðið
vann á síðustu leiktíð en gerir sér
fyllilega grein fyrir því að til að
það takist megi liðið hugsanlega
ekki tapa einum einasta leik.
„Við töpuðum einum leik í fyrra
en Arsenal tapaði engum leik tíma-
bilið þar á undan. Þetta sýnir ein-
faldlega að gæðin í deildinni eru
orðin meiri og að leiktíðin þarf nán-
ast að vera hnökralaus til að eiga
möguleika á titlinum,“ sagði Eiður
Smári í samtali við breska fjöl-
miðla í gær. Hann segir markmið
komandi leiktíðar einfalt – að ná
betri árangri í ár en á síðasta tíma-
bili. „Háleitt markmið er það sem
drífur okkur áfram,“ segir hann.
„En það verður erfitt. Newcastle
eru búnir að styrkja sig, rétt eins
og Liverpool, og ég tel að þau
ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd
verði liðin sem berjist á toppnum.
En við ætlum að endurtaka leikinn
frá því í vetur. Um leið og við finn-
um toppsætið ætlum við að halda
okkur þar. Við reynum að ríghalda
í toppsætið.“
Eiður Smári lýsti einnig yfir
ánægju sinni með komu Hernan
Crespo til Chelsea og kveðst hann
ætla að gera allt sem í sínu valdi
stendur til að hjálpa honum að finna
sitt rétta form. „Við leikmennirnir
styðjum hann allir. Hann átti mjög
erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem
allt var svo nýtt fyrir honum, menn-
ing, tungumál og loftslag. En nú er
hann búinn að ná meiri stöðugleika í
einkalífi sínu og það á ekki að vera
neitt því til fyrirstöðu að hann slái í
gegn í vetur,“ segir Eiður, sem efast
ekki um hæfileika argentínska
sóknarmannins sem átti svo frá-
bært tímabil með AC Milan á Ítalíu
í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea.
„Crespo er frábær leikmaður og
vonandi getum við hjálpað honum
að framkalla öll sín töfrabrögð.
Enginn sem að félaginu kemur hef-
ur efast um getu Crespo en þetta er
aðeins spurning um hvort hann geti
einbeitt sér að boltanum. Vonandi
verður hann laus við meiðsli og
skorar nokkur mörk í upphafi. Þá
fær hann sjálfstraustið sem gerir
hann að gríðarlegri ógn,“ segir Eið-
ur. - vig
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
ÚR SPORTINU
28
Ei›ur Smári Gu›johnsen segir ekkert anna› koma til greina hjá Chelsea en a›
vinna ensku úrvalsdeildina anna› ári› í rö›.
Eiður segir Chelsea ætla
að verja meistaratitilinn
Í SÓLINA Jón Arnór er á leið til Ítalíu að
leika með liði Pompea Napoli.
Jón Arnór Stefánsson:
KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn Jón
Arnór Stefánsson, sem lék með
liði Pétursborgar á síðustu leiktíð,
hefur gert samning um að spila
með ítalska liðinu Pompea Napoli
á næstu leiktíð.
Napoli hafnaði í 7.-8. sæti í
ítölsku A seríunni í fyrra og hefur
farið vaxandi síðustu ár. Liðið
verður fimmta liðið sem Jón leik-
ur með á síðustu fimm árum, en
þar hittir hann fyrir nokkra
sterka leikmenn sem spilað hafa í
NBA-deildinni. Ítalska deildin er
ein sterkasta körfuboltadeildin í
heiminum og ljóst að Jóns bíður
krefjandi verkefni á næsta tíma-
bili. Auk þess að hafa orðið Evr-
ópumeistari með liði Dynamo Pet-
ersburg á síðustu leiktíð, var hann
einnig valinn í evrópska störnu-
leikinn sem fram fór á Kýpur.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náði Fréttablaðið ekki tali af Jóni
Arnóri, sem er önnum kafinn við
að halda sér í formi í sumarfríinu
heima á Íslandi. - bb
Manchester United:
FÓTBOLTI Wayne Rooney, leikmaður
enska landsliðsins og Manchester
United, sendi í gær frá sér yfir-
lýsingu þar sem hann neitar sögu-
sögnum um að hann og Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, hafi deilt
harkalega eftir æfingarleik gegn
Peterborough.
Rooney fór með bílaleigubíl til
Manchester, ásamt Cristiano Ron-
aldo og Rio Ferdinand, en aðrir
leikmenn fóru með rútu. Leik-
mennirnir voru ósáttir með að
þurfa að keyra langa vegalengd,
frá bænum Clyde til Manchester,
en það eru rúmir sex hundruð
kílómetrar. Rooney sagðist í yfr-
lýsingunni hafa fengið leyfi til
þess að fara með bílaleigubíl og að
ekkert illt væri á milli sín og
Ferguson. „Rooney og Ferguson
geta vel starfað saman. Rooney er
mikill atvinnumaður sem ber öll
svona atriði undir Alex Fergu-
son.“ - mh
Mótsgjald 3000.-
Skráning í síma 5667415
Rástímar frá 8:00 - 10:20.
Glæsileg verðlaun fyrir 5 fyrstu sætin. Nándarverðlaun á 1/10 og 6/15 holu.
Og lengsta teighögg á 8 holu.
Mótið er punktakeppni með forgjöf
hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Teiggjafir í boði SS.
verður haldið laugardaginn 23. júlí hjá Golfklúbbnum
Kili í Mosfellsbæ.
1 sæti úttekt. 25.000.-
2 sæti úttekt. 20.000.-
3 sæti úttekt. 15.000.-
4 sæti úttekt. 10.000.-
5 sæti úttekt. 8.000.-
FÓTBOLTI Brasilíski framherjinn
Ronaldo ætlar að hætta að spila
með brasilíska landsliðinu eftir
HM í Þýskalandi sem fram fer á
næsta ári. Ronaldo ætlar að klára
samninginn sinn við Real Madrid
og leggja síðan knattspyrnuskóna
á hilluna vorið 2009.
„Þetta verður fjórða heims-
meistarakeppnin mín og ég tel mig
þurfa að gefa yngri leikmönnum
sín tækifæri,“ sagði hinn 28 ára
gamli framherji sem varð heims-
meistari með Brasilíu 1994 og 2002
og í öðru sæti í Frakklandi 1998.
Ronaldo hefur skorað 56 mörk fyr-
ir Brasiíu einu meira en Romario
en hann á enn eftir að skora 19
mörk til þess að jafna Pele og nær
því örugglega ekki spili hann að-
eins í eitt ár til viðbótar. „Ég á 4 ár
eftir af samningi mínum við Real
Madrid og eftir að hann rennur út
þá legg ég skóna á hilluna,“ sagði
Ronaldo sem þá verður aðeins 32
ára gamall sem þykir ekki mikið í
dag. Ronaldo hefur skorað 12 mörk
í úrslitakeppni HM, fjögur mörk
1998 og átta mörk 2002 í Japan og
Kóreu en þá varð hann marka-
hæsti leikmaður keppninnar. Ron-
aldo er jafn landa sínum Pele á list-
anum yfir þá sem hafa skorað flest
mörk í lokakeppninni og vantar
þrjú mörk til viðbótar til þess að
slá met Þjóðverjans Gerd Muller
sem skoraði 14 mörk á árunum
1970 til 1974. - ooj
FRAMHERJAPARIÐ Á NÆSTU LEIKTÍÐ? Eiður Smári segir að Hernan Crespo hafi alla burði til að verða ein skærasta stjarnan í enska bolt-
anum á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Ronaldo á tímamótum í Þýskalandi næsta sumar:
Hættir me› Brasilíu eftir
HM í fi‡skalandi 2006
HETJAN ÁRIÐ 2002 Ronaldo
skoraði bæði mörk Brasilíu
í úrslitaleik HM 2002 og
alls átta mörk í keppninni.
Hér skorar hann í leiknum
fram hjá þýska markverðin-
um Oliver Kahn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Rooney og
Ferguson deila
Samdi vi›
Napoli á Ítalíu