Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 56
40 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Trúlofun breska hjartaknúsarans Jude Law og tískugyðjunnar Siennu Miller hangir nú á blá- þræði eftir að hann játaði að hafa átt í ástarsambandi við barnfóstru barna sinna Daisy Wright. Jude gaf út yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi opinberlega að sam- bandið við fóstruna hefði átt sér stað í byrjun árs á meðan hann lék í kvikmyndinni All The King’s Men. Daisy sagði frá sambandinu í ítarlegu viðtali á sunnudag í breska blaðinu Sunday Mirror. Þar greindi hún frá því að það hefði hafist í mars þegar hún var fengin til að gæta eins af þremur börnum sem Jude á með fyrrver- andi eiginkonu sinni, Sadie Frost. Barnið, sem ekki hefur verið nafngreint, gekk inn á föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Barnið kemur að þeim „Kynlífið var hreint út sagt ótrúlegt því Jude er frábær elskhugi og veit hvernig á að fullnægja konu. Við vorum saman í rúminu eitt kvöld þegar ég heyrði hurðina opnast og skyndilega var barnið komið inn í herbergið. Jude reis upp og þá sagði barnið: „Pabbi, ég er með martröð.“ Jude sagði ekk- ert að óttast og um leið og barnið fór út, hófum við samfarirnar aftur,“ sagði barnfóstran. Barnið sagði móður sinni frá því sem það sá og Sadie rak Daisy nánast sam- stundis. Þar með lauk ástarsam- bandinu. Sienna óvinnufær Jude og Sienna kynntust við tökur á myndinni Alfie og hafa verið saman í tvö ár. Vinir þeirra segja þau vera að reyna að vinna sig í gegnum þetta leiðinlega mál. Jos- ephine Miller móðir Siennu segir hana vera of reiða til að gráta. Hún hefur einnig tekið niður trú- lofunarhringinn sem Jude gaf henni. „Sienna er bæði sár og svikin. Okkur hefði aldrei nokkurn tíman dottið í hug að hann gæti gert slíkt. Ég vil ekkert segja um það hvort þau haldi áfram að vera saman,“ sagði Jos- ephine. Sienna hefur þurft að taka sér frí frá vinnu vegna ástarsorgar en hún leikur um þessar mundir eitt aðalhlutverkið í leikritinu As You Like It í West End leikhúshverf- inu í London. „[Sienna] hefur átt mjög erfitt þar sem einkalíf henn- ar hefur verið í sviðsljósinu,“ sagði David Lan leikstjóri sýning- arinnar þegar hann tilkynnti fjar- veru hennar. Ekki í fyrsta skipti Aðeins mánuður er síðan skilnaður Jude við Sadie Frost gekk í gegn og ein ástæða skilnaðarins var meint framhjáhald Laws. Jude og Sienna hafa þurft að ganga í gegnum erfiða tíma undanfarið vegna skilnaðar- ins og þessar fréttir eru því enn eitt reiðarslagið fyrir sambandið. „Sienna treystir sér ekki út úr húsi, nú þegar allur heimurinn veit hvað Jude gerði henni. Jude er al- veg í rusli og það versta við það er að hann getur aðeins sjálfum sér um kennt,“ sagði vinur leikarans. soleyk@frettabladid.is Jude heldur framhjá Siennu JOSEPHINE MILLER, JUDE LAW OG SIENNA MILLER Hér er Jude með unnustu sinni og tengdamóður á meðan allt lék í lyndi. PEARL LOWE OG SADIE FROST Sadie er fyrrverandi eiginkona Jude en þau skildu að borði og sæng fyrir tveimur árum. Pearl var ein besta vinkona Sadiear en það slettist heldur betur upp á vinskapinn þegar Jude og Pearl áttu í stuttu ástarsambandi á meðan bæði voru enn gift. SIGUR RÓS Frá tónleikum Sigur Rósar í Fríkirkjunni. Sveitin er um þessar mundir á tón- leikaferð um Evrópu til að kynna efni sinnar nýjustu plötu. Sigur Rós er gimsteinn Geffen Nýverið var birt stór grein um hljómsveitina Sigur Rós í banda- ríska dagblaðinu L.A. Times í til- efni af útkomu plötunnar Takk þann 13. september. Í greininni er rætt við Jordan Schur, forseta Geffen-plötufyrir- tækisins, sem gefur plötuna út í Norður-Ameríku. „Við erum bara ánægðir að hafa þá með okkur í liði,“ segir Schur um Sigur Rós. „Þeir eru eins og gimsteinn og við viljum ekki gera neitt til að eyði- leggja hann.“ Að sögn Schur ætlar Geffen að leggja meiri áherslu á að kynna nýju plötuna en áður, enda seldist sú síðasta, (), í 250 þúsund eintök- um í Bandaríkjunum. „Ég hef far- ið nokkrum sinnum til Íslands og drukkið með þeim alla nóttina,“ bætir hann við. Hann segir að hann hafi, ásamt samstarfsmönn- um sínum, átt fundi með Sigur Rós og umboðsmönnum þeirra í Los Angeles og New York þar sem rætt hafi verið um það hvernig kynningarherferð plötunnar ætti að vera. „Umboðsmennirnir sögðu mér að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir [Sigur Rós] hefðu hist fyrir útgáfu á plötu til að ræða hvað ætti að gera í fram- haldinu. Þeir hafa aldrei staldrað við og leitt hugann að því hvernig eigi að markaðssetja plöturnar sínar,“ segir hann og virðist mjög undrandi. Schur bindur miklar vonir við Sigur Rós í framtíðinni og nefnir sem dæmi um styrk hljómsveitar- innar að hún spili á hinum fræga tónleikastað Hollywood Bowl í haust. Hann ætlar samt ekki að hvetja sveitina til að semja vin- sældavænni tónlist en áður. „Við verðum að horfast í augu við það að tónlistarbransinn er einn stór leikur,“ segir hann. „Þú verður að semja lag sem nær vinsældum, búa til frábært myndband, fara í tónleikaferð og skapa læti í kring- um þetta allt. En ef þú ætlar að vinna þá [meðlimi Sigur Rósar] á þitt band skaltu ekki leika þennan leik.“ Georg Holm, bassaleikari Sig- ur Rósar, segir í sömu grein að nýja platan sé jákvæðari en sú síðasta. Gefur hann jafnframt í skyn að þreytumerki hafi sést á mörgum lögunum á síðustu plötu því þau hafi verið spiluð mikið á tónleikum áður en þau voru tekin upp. „Í þetta sinn ákváðum við að spila ekki nýju lögin á tónleikun- um. Þannig myndum ekki hafa hugmynd um hvert við ætluðum með þau þegar við færum í hljóð- ver og í framhaldinu gætum við verið meira skapandi og skemmt okkur betur.“ Georg segir litlar líkur á að Sigur Rós fikri sig úr jaðrinum og verði vinsældavænni, aðallega vegna lengd laganna. „Reyndar er eitt fjögurra mínútna lag á plöt- unni sem er hugsanlega poppað- asta lagið okkar til þessa,“ segir hann. „Þannig að það er aldrei að vita.“ freyr@frettabladid.is Í YFIRLÝSINGU JUDE SEGIR MEÐAL ANNARS: „Í kjölfar umfjöllunar í blöðunum í dag [sunnudag] vil ég segja að ég er þjakaður af eftirsjá og skömm þar sem ég hef sært Siennu og það fólk sem stendur okkur næst. Ég vil opin- berlega biðja Siennu afsökunar og fjölskyldur okkar beggja fyrir allan sársaukann sem ég hef valdið. Hegð- un mín er óverjandi og ég óska þess að fólk sýni okkur nærgætni á þess- um erfiðu tímum“. Rokkdúettinn Hot Damn! leikur á átta tónleikum á fjórum dögum á næstunni. Þeir félagar Smári „Tarf- ur“ og Jens Ólafsson ætla að koma við á Vestfjörðum og Norður-, Suð- ur- og Vesturlandi á reisu sinni um landið. Sjálfir segjast þeir vera dreif- býlisdurtar og líður þeim því vafa- lítið eins og heima hjá sér á tónleik- unum. Að sögn Smára verður spilað tvisvar sinnum í hverjum bæ til að sinna þeim krökkum sem komast ekki inn á vínveitingastaðina. „Það er mjög gaman að standa í þessu og þetta hefur smollið sterkt saman hjá okkur enda erum við með mjög svipaðan áhuga á tónlist. Það er þessi gamaldags stemning sem er hæst metin hjá okkur,“ segir Smári. „Það er líka gaman að vera bara tveir því þá getum við leyft okkur að detta í svo rosalegan fíling.“ Hot Damn! hélt nýverið útgáfu- tónleika á Kvíabryggju vegna plöt- unnar The Big’n Nasty Groove’O Mutha. „Það var kærkomin tilbreyt- ing að spila á stað þar sem allir hlustuðu. Það voru allir 100% ein- beittir að hlusta og spyrja út í lögin. Við eigum alveg pottþétt eftir að gera eitthvað svona aftur.“ Svo gæti farið að tónleikarnir verði gefnir út á vinyl en það kemur í ljós síðar. Frítt verður inn á alla átta tón- leikana og geta tónleikagestir jafn- framt keypt nýju plötuna með góð- um afslætti. ■ HOT DAMN! Rokkdúettinn Hot Damn! ætlar að halda átta tónleika á næstu dög- um. Átta tónleikar á fjórum dögum TÓNLEIKAFERÐ HOT DAMN! Fimmtudagur 21. júlí kl.16.00: Afmælishátíð Götusmiðjunnar Fimmtudagur 21. júlí kl.21.00: Unglist-hátíð á Hvammstanga Föstudagur 22. júlí kl. 20.00: Félagsmiðstöðin X-ið í Stykkishólmi Föstudagur 22. júlí kl. 22.00: Narfeyrarstofa í Stykkishólmi Laugardagur 23.júlí kl. 17.00: Þorpið á Patreksfirði Laugardagur 23. júlí kl.22.00: Þorpið á Patreksfirði Sunnudagur 24. júlí 18.00: Félagsmiðstöðin í Ólafsvík Sunnudagur 24. júlí 21.00: Hótel Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.