Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 30
Skreytingar
Það þarf oft ekki mikið til að lífga upp á heimilið. Prófaðu að kaupa þér skærlituð kerti,
diskamottur eða fjóra nýja bolla. Það getur breytt heilmiklu enda breytingar oftast af því
góða.[ ]
Íslensk list allerie r g ó ð g j ö f
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) · Sími 567 2133 · www.arinn.is
Ný sending af kristalsljósakrónum
El
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Kringlunni - sími : 533 1322
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Sumarlegir dúkar
Verð frá 990
Friðsæll Búdda situr í garð-
inum og róar heimilisfólkið
Margrét með líkneskið góða sem hún keypti í búð í Reykjavík en ekki hjá munkum í Tíbet.
Margrét Alice Birgisdóttir
nuddari á skemmilegt búdda-
líkneski sem er í miklu uppá-
haldi hjá henni.
Þegar blaðamaður hringir í Mar-
gréti og segist hafa frétt að hún
væri með risastórt búdda-
líkneski í stofunni fer Margrét
að hlæja. „Hann er nú ekkert svo
stór. Ætli hann sé ekki svona 50-
60 sentimetrar sitjandi. Hann
situr á skenknum í stofunni og
er ósköp friðsæll. Ég held hann
virki róandi á allt heimilisfólkið.
Það haggar honum ekkert og það
er ágætt að hafa einn svona
kyrrlátan einstakling í kringum
sig þegar það er erilsamt á heim-
ilinu,“ segir Margrét og hlær.
Uppruni búddalíkneskisins er
dálítið óljós. „Staðurinn var ekki
merkilegri en svo að ég man
ekkert hvar ég keypti hann,“
segir Margrét. „Þetta var í ein-
hverri búð uppi á Höfða að mig
minnir. Ég ætlaði ekki að kaupa
neitt en þegar ég sá hann þá kol-
féll ég fyrir honum. Auðvitað
vildi ég óska þess að ég hefði
keypt hann á ferðalagi um Tíbet
eða eitthvað slíkt en það er bara
ekki þannig.“
Þótt líkneskið sé ekki notað til
tilbeiðsluathafna segist Margrét
hafa stúderað búddisma dálítið.
Bæði sér til skemmtunar og eins
í gegnum vinnu sína við nuddið.
„Þetta er ákaflega heillandi hug-
myndafræði og margt í henni
sem við getum lært af. Í búdd-
ismanum ber maður til dæmis
sjálfur ábyrgð á því hvernig
maður hefur það í stað þess að
skella skuldinni á einhverja
aðra,“ segir Margrét.
thorgunnur@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Þetta skemmtilega
fuglahús í garðinn er
hannað og handunnið
af bandaríska lista-
manninum J. Schatz.
Fuglahúsin eru til í tíu
litum, en auk fuglahús-
anna hannar Schatz
lampa og vasa. Schatz
er með vinnustofu í
Greene í New York-fylki,
en fyrir þá sem vilja
kynna sér verk hans
frekar er slóðin
www.jschatz.com.
Fuglahús
Hreinsiburstar eru ekki til í
hvaða stærð og gerð sem er. Þegar
burstinn þinn nær ekki þangað
sem þú vilt ná eru oft góð ráð dýr.
Oft þarf þó ekki að leita langt því
til eru á heimilum alls konar burst-
ar sem virka vel sem hreinsiburst-
ar. Það er um að gera að endurnýta
bursta sem áður gegndu öðru hlut-
verki til að ná blettunum sem þú
hélst þú næðir aldrei.
Uppþvottaburstar eru góðir til
að ná hnitmiðaðri sveiflu á af-
markaða staði. Langa skaftið gerir
þá einnig heppilega til að skrúbba
bletti sem eru á milli tveggja hluta.
Naglaburstar eru tilvaldir til að
ná góðu átaki utan í hringlaga hlut-
um, til dæmis þegar á að skrúbba
gulu röndina sem er í kringum
kranann í vaskinum. Einnig eru
þeir heppileg tæki til að einbeita
sér að erfiðum blettum á flötu yfir-
borði, til dæmis borðum og gólf-
um.
Tannburstar ná lengra en putt-
arnir sjálfir og virka eins og nagla-
burstarnir að mörgu leyti. Þeir eru
líka góðir á horn og annað því
mjúkt plastið getur komið að góð-
um notum til að fjarlægja erfiða
skítaskán.
Burstar fá nýtt hlutverk
Góðir hreinsiburstar eru ekki á hverju strái.