Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 16
Bi› eftir enska boltanum
Tæknimenn Símans hafa ekki undan a› afgrei›a umsóknir um áskrift a›
enska boltanum á Skjá einum og flurfa áhugasamir a› bí›a í mánu› hi›
minnsta eftir ADSL-tengingu. Boltinn byrjar a› rúlla eftir flrjár vikur.
NEYTENDUR Þrátt fyrir að neytend-
ur geti gert góð kaup víðast hvar á
útsölum sumarsins eru verslunar-
eigendur og stjórar sammála um
að lítil stemning hafi myndast á
útsölunum þetta árið. Segja þeir
tvennt koma til; annars vegar
hefjist þær of snemma og hins
vegar endist þær of lengi.
Í báðum verslunarmiðstöðvun-
um sem og víðar verða flestar
verslanir með útsölur sínar út
mánuðinn en fyrstu verslanirnar
hófu útsölur sínar 29. júní síðast-
liðinn. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins hefur sala almennt
verið í meðallagi og undir vænt-
ingum en vafalítið er að þeir sem
nýtt hafa sér útsölurnar hafa
fengið meiri og betri þjónustu en
ef útsölutíminn væri styttri.
Á móti kemur að ýmsir neyt-
endur telja að þær vörur sem
mest er slegið af klárist fljótlega
og því er víða ekki hægt að gera
eins hagstæð kaup nú og var í
byrjun júlí. Þó eru ýmsar verslan-
ir sem auka afslátt sinn þegar á
líður enda mörgum eigendum í
mun að minnka lager sinn áður en
haustvörurnar koma til landsins.
-aöe
16 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Íslenskir bankar og sparisjóðir
hafa auglýst fátt meira síðustu
daga og vikur en kosti þess að
verða sér úti um viðbótarlífeyris-
sparnað.
Meðan satt og rétt er að slíkur
sparnaður skipti máli þegar á ald-
ur er komið er áríðandi að hægt
sé að gera sér góða grein fyrir
greiðslum þegar sextugsaldri er
náð en ekki er hlaupið að því.
Áhugasömum er bent á að reikna
út hver sparnaðurinn yrði þegar
komið er á eftirlaun miðað við mis-
munandi forsendur á vefsíðum fyr-
irtækjanna en Neytendasíðan hefur
komist að því að ekki er allt sem
sýnist og samanburður allur erfiður.
Það skýrist af mismunandi for-
sendum á reiknivélum fyrirtækj-
anna á netinu og þeirri staðreynd
að afar erfitt, ef ekki vonlaust, er
að reikna upp á hár lífeyrisgreiðsl-
ur 30 til 40 ár fram í tímann. Nið-
urstaða sumra er fyrir skatta með-
an tölur annarra eru eftir skatta
auk þess sem þjónustukostnaður
fyrirtækja er mismunandi. Enginn
ábyrgist heldur að sú ávöxtun sem
notuð er við útreikninga verði
raunverulega rétt þegar upp er
staðið.
Niðurstaðan er að heillavænst sé
að áhugasamir fari milli fyrirtækj-
anna í eigin persónu og fái út-
reikning miðað við sínar forsendur
en ekki viðkomandi banka eða
sparisjóða.
Einfalt gert flóki›
VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR BANKA OG SPARISJÓÐAVERÐBÓLGA > BREYTING SAMRÆMDRAR
NEYSLUVÍSITÖLU FRÁ JÚNÍ 2004 TIL JÚLÍ 2005
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
hagur heimilanna
NEYTENDUR Hafi menn hug á að
gerast áskrifendur að enska bolt-
anum hjá Skjá einum í vetur
verða áhugasamir að gera sér að
góðu að segja upp áskrift sinni hjá
öðrum internetfyrirtækjum elleg-
ar vona að tæknimenn Símans
hafi tengt breiðband inn á heimil-
ið. Ásóknin er engu að síður það
mikil að tæknimenn gefa sér heil-
an mánuð til uppsetningar á ADSL
sé það ekki fyrir á heimilinu og
þar sem sparktíðin í Englandi
hefst þann sjöunda ágúst næst-
komandi með leiknum um Góð-
gerðarskjöldinn er hætt við að
ýmsir missi af byrjuninni.
Ekki er nóg með að nýir áskrif-
endur verði að sætta sig við bið
heldur hafa truflanir orðið vegna
uppfærslu ADSL kerfis Símans og
hafa allnokkrir viðskiptavinir fyr-
irtækisins fengið þær upplýsing-
ar að þeir verði sambandslausir í
nokkra daga meðan það gengur
yfir. Íhuga allnokkrir þeirra að
skipta um þjónustuaðila.
Byrjunarkostnaður vegna
ADSL-þjónustunnar er að lág-
marki 8.485 krónur. Greiða þarf
stofngjald að upphæð 3.995 kr.,
sem reyndar er frítt til 1. ágúst,
greiða þarf að lágmarki 2.500
krónur fyrir tenginguna sjálfa í
hverjum mánuði og að lokum tæp-
ar 2.000 krónur fyrir áskrift að
enska boltanum. Í þessu verði er
ekki gert ráð fyrir internetað-
gangi en það eykur kostnaðinn
frekar. Ennfremur miðast áskrift-
in að enska boltanum við bindingu
til tíu mánaða en taki menn aðeins
einn mánuð í einu er það dýrara.
Margir þeir sem hafa ADSL-
tengingar nú þegar frá öðrum fyr-
irtækjum en Símanum hafa agnú-
ast út í nauðsyn þess að skipta um
þjónustuaðila en margir eru
samningslega bundnir til margra
mánaða. Samkvæmt upplýsingum
frá Og Vodafone er þó tiltölulega
einfalt að skipta. Um tölvuvinnu
er að ræða og þarf ekki að fá
tæknimann aftur í heimsókn. Þó
einföld sé tekur það fimm til sex
virka daga að fá breytinguna í
gegn. Þá er lína viðkomandi flutt
yfir á Símann en öll önnur við-
skipti fara áfram fram á sama
stað og áður.
Auglýsingar Símans gefa til
kynna að 90 prósent allra heimila
geti tengst annaðhvort ADSL eða
breiðbandinu. Sé smáa letrið
skoðað er þó sá fyrirvari gerður
að ekki sé hægt að ábyrgjast að
allir geti tengst sjónvarpi með
ADSL. Til þess verði vegalengdin
frá símstöð til viðskiptavinar að
vera innan við þrír kílómetrar að
lengd.
albert@frettabladid.is
Sannleikurinn um erfðabreytt matvæli
KOSTIRNIR
Fyrir uppskeru
· Meira bragð og gæði
· Þroskast fljótar
· Næringarríkara og þolnara
· Aukin vörn gegn pestum og skordýr-
um
· Nýjar tegundir
Fyrir dýr
· Meiri framleiðsla
· Bætt heilsa
Fyrir umhverfið
· Bættur og betri áburður
· Vernd jarðvegs, vatns og orku
· Bætt vinnsla úrgangs
Fyrir samfélagið
· Aukið matvælaöryggi
GALLARNIR
Öryggi
· Hugsanleg áhrif á heilsu manna
· Ófyrirséð víxlræktun milli tegunda
Aðgengi og eignarréttur
· Matvælaframleiðsla í höndum fárra
fyrirtækja
· Vanþróuð ríki enn háðari iðnríkjun-
um en nú er
Siðferðilegir
· Inngrip í náttúrlegt ástand og tilurð
plantna og dýra
· Dýragenum blandað við plöntugen
og öfugt
· Álag á dýrin
Merkingar
· Mismunandi milli landa og sums
staðar engar
· Blöndun erfðabreyttra matvæla við
venjubundin vekur spurningar um
merkingar
Samfélagið
· Framfarir verða bundnar við iðnríkin
Sumarútsölurnar með rólegasta móti:
Of snemmt fari› af sta›
JÁKVÆTT OG NEIKVÆTT Plúsinn við langar útsölur er að flestir geta verslað í þokkalegu
næði og fá þjónustu en mínusinn hins vegar sá að stemningin sem á að fylgja spennandi
tilboðum er horfin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
ÆVIÁRIN Vænlegt er að skrá sig í viðbótarlífeyris-
sjóð til að eiga meira milli handanna þegar starfsæv-
inni lýkur. Verra er þó að gera marktækan saman-
burð milli tilboða banka og sparisjóða.
BANDARÍKIN
NOREGUR
ÍSLAND
BRETLAND
DANMÖRK
FINNLAND
SVÍÞJÓÐ
2,5%
1,6%
0,3%
2,0%
1,7%
1,0%
0,8%
Heimild: HAGSTOFAN