Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 48
Bókaforlagið Hljóð-bók.is hefur í sam- vinnu við Ríkisútvarpið gefið út Sveitasælu, spennandi gamanleikrit með nokkrum af okkar helstu gamanleikurum. Höfundur er Kristlaug Sigurðardóttir og leik- stjóri Randver Þorláksson. Diddi og Gússí, sem eru lunkin við að hafa peninga út úr félagslega kerfinu, verða fyrir hálfgerðu áfalli þegar þeim berst tilkynning um að þau fái engar greiðslur næstu 16 vikurnar. Til allrar hamingju kemur í ljós að Gússí er erfingi að bújörð vestur í Tálknafirði og flytja þau hjón þangað, ásamt dóttur sinni og rússneskum vini, Nikka. Þeim dettur í hug að opna bændagistingu á staðnum og þá hefst fjörið fyrir al- vöru! Bókaforlagið Hljóð-bók.is hefur gefið út Emil í Kattholti, Lottu og Línu langsokk eftir Astrid Lindgren. Í þessari 132 mínútna löngu hljóðbók les Vil- borg Dagbjartsdóttir fyrstu bókina um Emil í Kattholti. Þá les Jón Ingi Hákonarson leikari sög- urnar Víst kann Lotta að hjóla og Þekkir þú Línu langsokk? Á vefsíðunni www.hljodbok.is er hægt að skoða bókina og hlusta á hljóðsýnishorn. Bókaforlagið Hljóðbók.is hefur ísamvinnu við Ríkisútvapið gefið út Líkræðuna, spennandi leikrit eftir Þorstein Mar- elsson í leikstjórn Hallmars Sigurðs- sonar. Séra Einar er nýr prestur í litlu prestakalli úti á landi þar sem kona hans ólst upp. Kvöld nokkurt hringir síminn og hann er beðinn um að koma til bæjarins Norður-Heiði, Böðvar bóndi sé látinn. Konu hans finnst þetta undarlegt. Hún man ekki bet- ur en að Böðvar hafi dáið fyrir mörgum árum. 32 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ...tónleik- um banda- ríska stúlkna- kórsins Pennsyl- vania Gir- lchoir í Hall- grímskirkju klukkan 12.00 í dag. ...tilfinningatorgi á Kaffi Hljómalind klukkan 15 á morg- un. Öllum er frjálst að tjá tilfinn- ingar sínar, stuttar eða lengi, í gríni eða alvöru. ...þriðju helgi Sumartónleika í Skálholti á laugardaginn og á sunnudaginn. Í Ketilhúsinu á Akureyri klukkan 21:30 í kvöld leikur píanistinn Sunna Gunnlaugs ásamt bandaríska trommaranum Scott McLemore og norska bassaleikaranum Eivind Opsvik en þau eru meðlimir í kvartett Sunnu Gunnlaugs sem hefur gert út frá New York og farið í tónleika- ferðir um Evrópu, Kanada og Japan undanfar- in ár. Sunna Gunnlaugsdóttir hefur um árabil verið í röð okkar fremstu djasspíanóleikara. Henni hafa hlotnast margs konar viðurkenningar og hún vakið athygli með leik sínum bæði austan hafs og vestan. Hún bjó um árabil í New York, en er nú flutt heim. Á efnisskránni er nýtt efni eftir meðlimi tríós- ins í bland við eitthvað eldra en það stendur til að hljóðrita nýja tríó plötu í vikunni á eftir. Tónlist Sunnu hefur verið sögð „heillandi blanda af fáguðum Evrópujassi með brenn- andi bandarískum rythma.“ Tríóið leikur einnig í Gamla bænum við Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit á föstudagskvöldið og á Jómfrúnni í Reykjavík klukkan 16.00 á laug- ardaginn. Í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar standa yfir sýningar í tengsl- um við Listahátíðina í Reykjavík. Það eru listamennirnir Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, On Kawara og Elke Krystufek sem sýna verk sín í Hafnarborg. Jessica Morgan, sýningarstjóri á sviði sam- tímalista við Tate Modern safnið í London er sýningarstjóri hátíðarinnar. menning@frettabladid.is Tríó Sunnu Gunnlaugs ! NÝJAR HLJÓÐBÆKUR SUNNA GUNNLAUGS Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld og á Jómfrúnni í Reykja- vík á laugardaginn. MAMMÚTHljómsveitin Mammút spilar á Bar 11 í kvöld ásamt rokksveitinni Pan. Hljómsveitin Leaves, sem hefur verið á tónleikaferð um Bretland, heldur tónleika á skemmtistaðn- um Nasa á föstudag. Þar verða spiluð lög af nýjustu plötu sveitar- innar, The Angela Test, sem kem- ur út 15. ágúst á vegum Is- land/Universal Records. Nú þegar hafa lögin Shakma og The Spell verið í spilun, en næsta smáskífulag Good Enough fer í spilun í næstu viku. Tónleikarnir á Nasa byrja klukkan 22.00 og er miðaverð 500 krónur. Forsala er hafin í Smekkleysu og í Skífunni á Laugavegi. ■ Hljómsveitirnar Pan og Mammút spila á Bar 11 í kvöld. Tónleikarn- ir eru hluti af Grapevine Bad Taste tónleikaröðinni. Pan gaf ný- verið út plötuna Virgins og þykir afar efnileg rokksveit. Mammút vakti mikla athygli þegar hún vann Músíktilraunir, þar sem blanda hennar af listapoppi og hefðbundnara rokki þótti takast vel. Sveitin er að taka upp plötu sem kemur út fyrir jólin. Annað kvöld spilar hljómsveit- in Ske í Gallerí humar og frægð og á laugardag spila Úlpa og Lights on the Highway í Sirkus- garðinum. Þessir tónleikar eru einnig hluti af Grapevine Bad Taste tónleikaröðinni. ■ Pan og Mammút troða upp „Það er svo gaman með okkur Ís- lendinga að þegar við komum til Kaupmannahafnar þá líður okkur oft eins og við séum komin heim jafnvel þó að fólk sé að koma þang- að í fyrsta skipti. Það er einhver ósýnileg taug sem tengir okkur við Kaupmannahöfn. Þetta er auðvitað makalaus borg fyrir okkur Íslend- inga því þarna gerðist saga okkar í 400 ár, á pínulitlu svæði sem var ekki stærra að flatarmáli en Viðey og Íslendingar tengjast því hverju götuhorni og næstum hverju húsi á einhvern hátt ,“ segir Guðlaugur Arason rithöfundur sem var að gefa út bókina Gamla góða Kaupmanna- höfn sem fjallar um sögu Íslendinga í Kaupmannahöfn auk þess sem hann tvinnar inn í frásögnina sögu borgarinnar. G u ð l a u g u r fluttist til Kaup- mannahafnar fyrir fimmtán árum og hefur bókin verið í vinnslu síðan þá. Síðustu fimm árin hefur Guðlaugur boðið upp á gönguferðir um borgina auk þess sem hann hefur helgað sig skrif- um bókarinnar sem hann segir hafa falið í sér mikla yfirlegu og grúsk. „Yfirleitt þegar ég skrifa eitthvað þá skrifa ég til að skemmta sjálfum mér en svo verður bara að ráðast hvort öðr- um líkar við það eða ekki.“ Í gönguferðunum gengur Guð- laugur um borgina og fræðir fólk um Kaupmannahöfn og þá Íslend- inga sem þar hafa búið. Gönguferð- irnar eru á sunnudögum, þriðjudög- um og miðvikudögum og hefjast við Ráðhúströppurnar, á Ráðhústorginu klukkan 13.00. „Fyrst og fremst fjalla ég um sögu Íslendinga í Kaupmannahöfn, til dæmis þá Baldvin Einarsson, Fjölnismenn, Bendikt Gröndal og Jón Sigurðsson. Við heimsækjum staði sem Íslendingar hafa búið á í kringum háskólahverfið og svo enda ég í Jónshúsi eða Kóngsins nýja Torgi en það fer allt eftir því hvernig veðrið og stemmningin er. Svo blanda ég inn í þetta sögu Kaup- mannahafnar og alls kyns fróðleik,“ segir Guðlaugur og bætir því við og sér finnist að gert hafi verið of lítið úr hlut Baldvins Einarssonar í sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga. Bókin er byggð upp eins og upp- flettirit, er í stafrófsröð eftir þeim 180 götum sem þar eru teknar fyrir. Svo fylgir umfjöllun um hverja götu fyrir sig á eftir hverju heiti auk ítarlegri umfjallana um einstök atriði eða menn í römmum þar til hliðar. „ Það hefur fest dálítið mikið við íslenska stúdenta í Kaupmanna- höfn að þeir hafi verið svo drykk- felldir en þeir skáru sig ekki út frá öðrum sem þar voru, þetta er ein- hver goðsögn sem Íslendingum þykir voða gaman að hafa eftir, en ég reyni ekki að halda þessari goð- sögn við í bókinni,“ segir Guðlaug- ur en segir að ekki sé mikið um drykkjusögur í bókinni, því Íslend- ingar kunni þær allar utanbókar og líklega séu þær nú tilbúningur hvort sem er. „Við vitum svo lítið um sögu Kaupmannahafnar, þessarar gömlu höfuðborgar okkar. Við vitum að þarna hafi menn verið við nám og eitthvað slíkt en lítið meira en það og ég reyni að bæta úr því í þessari bók,“ segir Guðlaugur. ■ Gamla góða Kaupmannahöfn Guðlaugur Arason rithöfundur hefur síðastliðin fimm ár boðið upp á gönguferðir um Kaupmannahöfn þar sem hann fræðir fólk um sögu borgarinnar og þá Íslend- inga sem þar hafa búið. Nú hefur hann gefið út veglega bók um efnið. GAMLA GÓÐA KAUPMANNA- HÖFN Bók Guðlaugs er 328 síður og prýdd fjölda mynda. Atriðis- orða-og heimildaskrá er aftast . Aftast er einnig yfirlit yfir bústaði nokkurra Íslendinga í Kaupmanna- höfn, yfirlit yfir konunga Danmerk- ur og listi með gagnlegum heimil- isföngum í Kaupmannahöfn. Bókin er því allt í senn ferðahandbók, skemmtirit og sagnfræðirit. GUÐLAUGUR ARASON Rithöfundurinn var að senda frá sér bók- ina Gamla góða Kaupmannahöfn sem fjallar um sögu Íslendinga í Kaupmannahöfn en Guðlaugur hefur síðastliðin fimm ár boðið Ís- lendingum upp á gönguferðir um borgina undir leiðsögn sinni. Leaves á Nasa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.