Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 6
6 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Auglýsingar á bloggsíðum barna:
Grímulausar áfengisaugl‡singar
ÁFENGISAUGLÝSINGAR „Ég skil ekki
hvað fólki gengur til með því að
setja áfengisauglýsingar á
bloggsíður barna eins og gert er
á blogcentral.is,“ segir Árni
Guðmundsson æskulýðs- og
tómstundarfulltrúi í Hafnar-
firði.
„Svo virðist vera sem lágkúr-
an eigi sér engin takmörk því
þessar auglýsingar virka eins og
börnin séu að hýsa auglýsing-
arnar á síðum sínum og því er
gengið skrefinu lengra í ósvífn-
inni en annars er farið að gera í
grímulausum áfengisauglýsing-
um,“ bætir Árni við.
Hann segir marga foreldra
hafa haft samband við sig vegna
þessara auglýsinga og hann seg-
ir þær vinna gegn því samkomu-
lagi sem ríki í þjóðfélaginu um
að hlífa börnum og unglingum
við áreiti sem þessu.
Þorsteinn Eyfjörð, forstöðu-
maður vefútgáfu 365, segir að
umrædd auglýsing auglýsi leiki
vegna þjóðhátíðar í Eyjum og
hún sé í engu frábrugðin heil-
síðuauglýsingum sem birst hafa
í blöðum og mætti því birtast í
netmiðli líka.
Hann segir að bloggsamfélag-
ið í rauninni opið öllum eins og
allir stórir miðlar í landinu.
-jse
Viðhald hvalstöðvar og hvalbáta:
Kostna›urinn tugir
milljóna á hverju ári
HVALVEIÐAR „Ég er ekki með tölurn-
ar í hausnum en þetta eru hundruð
milljóna,“ segir Kristján Loftsson,
forstjóri Hvals, þegar hann er
spurður um uppsafnaðan kostnað
við Hvalstöðina í Hvalfirði og hval-
bátana frá því hvalveiðar lögðust af.
„Þetta eru hafnargjöld, tryggingar,
laun, viðhald og kostnaður við eftir-
lit.“ Hvalur hf. á auk verksmiðjunn-
ar og bragganna í Hvalfirði fjögur
hvalveiðiskip sem ekki hafa verið
notuð við veiðar frá árinu 1990.
Kristján segir að það hafi alltaf
verið tveir möguleikar í boði; að
henda þessu öllu eða halda því við í
von um að veiðar hæfust á ný.
Hann vandar stjórnmálamönnun-
um ekki kveðjurnar. „Það hefur
verið gefið undir fótinn með að
hvalveiðar verði leyfðar fljótlega
hvert árið eftir annað og svo heyk-
ist þetta lið á þessu á hverju ári.
Þeir eru svo lafhræddir við Amer-
íkanana að þeir þora sig hvergi að
hreyfa.“
Að sögn Kristjáns hefur kostn-
aðurinn verið greiddur af Hval hf.
þó hann hafi engar tekjur haft á
móti. - grs
Páll hættur á Stö› 2 og vill
ver›a útvarpsstjóri RÚV
Páll Magnússon segist ósammála grundvallarstefnu fjölmi›lafyrirtækisins 365 og hefur láti› af störfum
hjá félaginu. Hann ætlar a› sækja um stö›u útvarpsstjóra í dag. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur veri›
rá›inn fréttastjóri Stö›var 2. Róbert Marshall st‡rir n‡ju fréttasvi›i 365.
FJÖLMIÐLAR Breytingar urðu hjá
fjölmiðlafyrirtækinu 365 í gær
þegar Páll Magnússon lét af
starfi sjónvarps- og fréttastjóra
Stöðvar 2. Sigmundur Ernir
Rúnarsson lét af störfum sem
fréttaritstjóri Fréttablaðsins og
tók í gær við stöðu Páls sem
fréttastjóri Stöðvar 2 en mun
einnig starfa sem ritstjóri nýrr-
ar fréttastöðvar á vegum 365
sem hefur göngu sína í haust.
„Ástæðan er einföld. Ég var
ósammála þeirri grundvallar-
stefnu sem fyrirtækinu hafði
verið mörkuð,“ segir Páll um
ástæðu uppsagnar sinnar en vill
ekki segja nánar til um í hverju
sá ágreiningur fólst.
„Þessi ágreiningur er þess
eðlis að ég vil ekki tjá mig um
hann. Þó get ég sagt það að
þetta er faglegur og heiðarlegur
ágreiningur en ekki persónuleg-
ur. Það eru engin illindi á milli
einstaklinga og ég skil sáttur
við fyrirtækið. Ég gerði eigend-
um og stjórnendum grein fyrir
sjónarmiðum mínum þar að lút-
andi um og eftir síðustu helgi.
Ég er þannig gerður að ég vil
frekar stíga frá borði en að vera
að sigla með skipi á stað sem
mig langar ekki að fara á,“ seg-
ir Páll.
Páll segist ætla að sækja um
stöðu útvarpsstjóra en frestur
til að sækja um rennur út í dag.
„Ég hef ekki sótt um en ætla að
gera það,“ segir hann.
„Ég vil engu bæta við útskýr-
ingar Páls um hvers vegna hann
sagði störfum sínum lausum,“
segir Gunnar Smári Egilsson,
framkvæmdastjóri 365.
Sigmundur Ernir segist
kveðja Fréttablaðið með sökn-
uði og hóf í gær störf sem
fréttastjóri Stöðvar 2. „Ég
hlakka mjög til þessa nýja verk-
efnis. Ég lít á það sem mikla
áskorun að auka og bæta frétta-
þjónustu 365-ljósvakamiðla,“
sagði Sigmundur Ernir.
Róbert Marshall hefur verið
ráðinn framvæmdalegur for-
stöðumaður nýs fréttasviðs 365
og til að stýra undirbúningi að
hinni nýju fréttastöð sem verð-
ur síðar undir hans stjórn. Ró-
bert mun láta af störfum sem
formaður Blaðamannafélags Ís-
lands í kjölfar hinna nýju
starfa.
Fjölmiðlafyrirtækið 365
gefur meðal annars út Frétta-
blaðið.
hjalmar@frettabladid.is
Framsókn flýtir fundi:
B‡r sig undir
lok R-listans
FRAMSÓKNARFLOKKUR Gestur Gests-
son, formaður Framsóknarfélags
Reykjavíkurkjördæmis norður,
segir framsóknarmenn ekki bíða
endalaust eftir niðurstöðum um
framhald samstarfsins innan R-
listans. „Þess vegna flýtum við að-
alfundi sem verður haldinn annað
kvöld en ekki í haust,“ segir Gest-
ur. „Slitni upp úr verðum við að
vera tilbúin í kosningabaráttu.“
Guðjón Ólafur Jónsson, félagi í
Framsóknarfélaginu, segir líklegt
að framhald verði á samstarfi inn-
an R-listans fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar á næsta ári. „Við
klárum þessar viðræður,“ segir
Guðjón. - jh
Týndur maður:
Skila›i sér
heill á húfi
LEIT Maður á níræðisaldri fannst
heill á húfi skömmu fyrir hádegi
í gær en hans hafði þá verið leit-
að frá því snemma í fyrrinótt.
Maðurinn varð viðskila við fjöl-
skyldu sína sem dvaldi á tjald-
stæðinu við Ásólfsstaði í Þjórs-
árdal um klukkan ellefu í fyrra-
kvöld.
Lögregla og björgunarsveitir
voru fljótlega kallaðar út og leit-
uðu mannsins þar til hann
fannst við Sandá, skammt frá
þeim stað sem síðast sást til
hans. Maðurinn hafði verið á
gangi alla nóttina og var ramm-
villtur. - ht
Getur Samfylking boðið fram
R-lista án hinna flokkanna ?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Viltu að Páll Magnússon verði
útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
45,0%
55,0%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ÁRNI GUÐMUNDSSON ÆSKULÝÐS- OG
TÓMSTUNDARFULLTRÚI Árni gagnrýnir
harðlega áfengisauglýsingar á bloggsíðum
og spyr hvort þeir sem að þeim standi vilji
virkilega að viðskiptahagsmunir eigi að vera
hagsmunum barna og unglinga yfirsterkari.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
SI
G
U
RÐ
SS
O
N
HVALSTÖÐIN Í HVALFIRÐI Hvalur hf. hefur lagt í ærinn kostnað við Hvalstöðina og fleira
þrátt fyrir algert veiðibann í fimmtán ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Breskir hermenn:
Ákær›ir fyrir
misflyrmingar
BRETLAND Ellefu breskir hermenn
hafa verið ákærðir fyrir mann-
dráp og misþyrmingar á föngum
í Írak.
Þrír hermannanna hafa verið
ákærðir fyrir stríðsglæpi en
þeir eru taldir hafa valdið dauða
írasks manns í september 2003.
Fjórir hermenn til viðbótar eru
ákærðir fyrir grófa vanrækslu
og enn aðrir fjórmenningar eru
taldir hafa borið ábyrgð á því að
Íraki í þeirra haldi drukknaði í
skurði.
Mennirnir verða ekki dregnir
fyrir stríðsglæpadómstólinn í
Haag heldur breskan herrétt.
Ættingjar hinna látnu eru ósátt-
ir við að herinn skuli sjálfur
dæma í málinu en auk þess
gagnrýna þeir hversu langan
tíma rannsókn málanna hefur
tekið. ■
NORÐUR-KÓREA
VIÐRÆÐUR TEKNAR UPP Á NÝ
Stjórnvöld í Pjongjang, höfuð-
borg Norður-Kóreu, hafa lýst
því yfir að þau hyggist snúa
aftur að samningaborði um
kjarnorkumál 26. júlí næstkom-
andi. Þrettán mánuðir eru síðan
slitnaði upp úr sex ríkja við-
ræðunum svonefndu og á með-
an er talið að Norður-Kóreu-
menn hafi náð að framleiða
kjarnorkusprengju.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ELDUR Í SKÚR Ekki er talið að
verulegar skemmdir hafi orðið
þegar lítill skúr við Grettisgötu
brann í fyrrinótt. Tilkynnt var
um eldinn skömmu eftir mið-
nætti og gekk slökkvistarf
greiðlega.
REYKJANESBRAUT LOKUÐ Mikil
umferð fór um íbúðarhverfi
Hafnarfjarðar eftir að Reykja-
nesbraut var lokað vegna fram-
kvæmda í gær. Umferð gekk þó
að mestu vel að sögn lögregl-
unnar í Hafnarfirði. Einn öku-
maður var stöðvaður grunaður
um ölvun við akstur í bænum í
fyrrinótt.
PÁLL MAGNÚSSON Lætur af störfum sem
fréttastjóri Stöðvar 2 og sækir um útvarps-
stjórastöðu.
RÓBERT MARSHALL Verður
forstöðumaður nýs fréttasviðs og stýrir
undirbúningi að nýrri fréttastöð.
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Tekur við
sem fréttastjóri Stöðvar 2 og ritstjóri nýrrar
fréttarásar 365.