Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 54
Hrollvekjan Dark Water var frumsýnd í vikunni. Myndin er endurgerð samnefndrar japanskrar hryllingsmyndar en að þessu sinni heldur brasil- íski verðlaunaleikstjórinn Walter Salles um taumana. Þórarinn Þórar- insson ræddi við hann um gerð myndarinnar. Sýn Japana á drauga og hið yfir- náttúrulega er í tísku um þessar mundir og stóru kvikmyndaverin í Hollywood keppast við að endur- gera japanskar hryllingsmyndir sem hafa verið að gera það gott. Þannig höfum við undanfarið fengið amerískar útgáfur af The Grudge og Ringu myndunum í The Ring og Ring 2. Það þarf því engum að koma á óvart að japanski hrollurinn Honogurai mizu no soko kara, eða Dark Water, hafi fylgt í kjölfarið. Japanska myndin er frá árinu 2002 og er gerð af þeim sömu og slógu í gegn með Ringu og Ringu 2. Dark Water segir frá einstæðri móður sem stendur í forræðis- deilu við fyrrverandi eiginmann sinn og flytur með litla dóttur sína í hrörlega blokk. Atburðarásin hefur að sjálfsögðu verið færð frá Japan til New York og ósk- arsverðlaunaleikkonan Jennifer Connelly tók að sér að leika aðal- hlutverkið. Draugagangur á efri hæðinni Mæðgurnar eru varla fluttar inn þegar það kemur á daginn að það er ekki allt með felldu í blokkinni. Vatn drýpur niður í íbúð þeirra af hæðinni fyrir ofan en þar býr eng- inn. Allt útlit er fyrir að um draugagang sé að ræða en Conn- elly getur þó ekki treyst skilning- arvitum sínum enda má hæglega draga geðheilsu hennar í efa. Hún gerir þó allt sem hún get- ur til þess að leysa ráðgátuna og vernda dóttur sína fyrir ógnaröfl- unum sem flæða í stöðugt auknum mæli inn í íbúðina og yfir mæðgurnar. Það vakti að vonum mikla at- hygli þegar brasilíski leikstjórinn Walter Salles tók að sér að leik- stýra bandarísku endurgerðinni. Hann var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna sem framleiðandi hinnar mögnuðu brasilísku mynd- ar City of God og leikstýrði síðan Mótorhjóladagbókunum sem hef- ur farið sigurför um heiminn. Ekki mikið fyrir hrylling Salles sagðist í samtali við Frétta- blaðið í vor ekki vera mikið fyrir hryllingsmyndir og hann hefði alls ekki nálgast Dark Water sem slíka. „Ég legg mesta áherslu á félagslega einangrun og samband mæðgnanna en sá þáttur handritsins höfðaði sterkast til mín.“ Salles neitar því þó ekki að um sálfræðitrylli sé að ræða þótt áherslur hans séu aðrar. „Ég hef engan sérstakan áhuga á hrollvekjum og blóðbaði,“ segir hann en fannst þó sjálfsagt að taka verkið að sér og feta svipaðar brautir og Stanley Kubrick í The Shining, M. Night Shyamalan í The Sixth Sense og Alejandero Amenáb- ar í The Others og einblína á mann- lega þáttinn og fjölskyldudramað í hryllingnum. Salles segist jafnframt vera mátulega hrifinn af því að starfa í Hollywood og hefur ekki í hyggju að setjast þar að. „Ef ég fór með annan fótinn til Hollywood með Dark Water þá steig ég strax aftur út. Nú langar mig að fara aftur heim til Brasilíu og gera ódýra mynd um þriðjudeildar lið í fótbolta,“ segir Salles. Hann bætir því svo við að hann hafi haft virkilega gaman að gerð Dark Water. „Það var ekki síst að fá þetta tækifæri til þess að vinna með þessum frábæru leikur- um,“ segir hann og hrósar Jennifer Connelly og Tim Roth sérstaklega en fyrir utan þau koma eðalleikar- arnir John C. Reilly og Pete Postlet- hwaite við sögu í myndinni. ■ 38 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Salles í djúpu, dimmu vatni „I've seen things you people wouldn't believe. Attack ships on fire off the shoulder of Orion. I watched C-beams glitter in the dark near the Tannhauser gate. All those moments will be lost in time, like tears in rain. Time to die.“ - Vélmennið Roy Batty af Nexus 6 gerð sýnir og sannar að í honum leynist mannleg taug og róman- tíker áður en hann geispar golunni í hinnu mögn- uðu Blade Runner. bio@frettabladid.is Þrátt fyrir að hafa verið að í rúmlega fjörutíu ár þá er Burt Reynolds enn að. Hann hóf feril sinn í kúrekasjón- varpsþáttum um miðjan sjötta áratug- inn. Reynolds var ekki mikið að færa sig út fyrir það svið á hvíta tjaldinu og lék yfirleitt hálfindjána í myndum á borð við Navajo Joe og Sam Whiskey. Það var ekki fyrr en leikstjórinn Jon Boorman fékk Reynolds til að leika Lewis Medlock í Deliverance að stjarna leikarans fór að rísa svo um munaði. Hann varð að kyntákni áttunda áratug- arins og kom meðal annars fram hálf- nakinn á forsíðu Cosmopolitan. Lífið lék við Reynolds sem lék í vin- sælustu myndunum og átti fallegustu kærusturnar. Þó að einhverjir kunni að hafa sínar meldingar um leikhæfileika hans leyfir sér enginn að efast um sterka nærveru leikarans á kvikmynda- tjaldinu. Þegar líða tók á níunda áratuginn fór hins vegar að halla undan fæti hjá Reynolds og myndir hans trekktu ekki jafn vel að. Þá lenti hann í mjög erfiðu skilnaðarmáli við fyrrverandi konu sína, Loni Anderson þar sem þau áttu í hatrammri forræðisdeilu. Hann hvarf af sjónarsviðinu í nokkur ár og lék í nokkrum meðalmyndum. Hann stökk síðan fram á sjónarsviðið, bjargaði hinni arfaslöku Striptease sem drykkfelldur stjórnmálamaður. Nafn Reynolds var aftur á allra vörum. Hann hlaut sína fyrstu Óskarstilnefn- ingu sem klámmyndaleikstjórinn í Boogie Nights. Þrátt fyrir að myndir hans séu yfirleitt ekki listræn meistara- stykki þá hefur nafn Reynolds verið ágætis trygging fyrir góðri skemmtun. EKKI MISSA AF... ... Sin City en þessi magn- aða aðlögun myndasagna Franks Miller að hvíta tjald- inu er ein besta glæpamynd sem rekið hefur á fjörur kröfu- harðra bíógesta í háa herrans tíð. Þeir sem þola g r o d d a l e g t teiknimynda- söguofbeldi í r i s a s t ó r u m skammti mega alls ekki láta þessa snilldar ræmu fram hjá sér fara. Ekki spillir svo fyrir að leik- arahópurinn er óvenju sterkur og glæsilegur þar sem eðaltöffarar af báðum kynjum fara mikinn. Hvergi af baki dottinn SMS LEIKUR Sendu SMS skeytið BTC MGf á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur. Vinningar eru: •Miðar fyrir tvo á Madagascar •SHARK TALE á DVD •SHREK 2 á DVD •Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d flottir bolir •Coca Cola •Og enn meira af DVD og skemmtilegu dóti Frá framleiðendum SKERK 2 & SHARK TALE V in n in g a r v er ð a a fh en d ir h já B T Sm á r a li n d . K ó p a v o g i. M eð þ v í a ð t a k a þ á tt e r tu k o m in n í S M S k lú b b . 14 9 k r / sk ey ti ð . FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Dark Water Internet Movie Database 5,4 / 10 Rottentomatoes.com 42 % / Rotten Metacritic.com 6,0 / 10 The Longest Yard Internet Movie Database 6,2 / 10 Rottentomatoes.com 30 % / Rotten Metacritic 6,1 / 10 The Perfect Man Internet Movie Database 4,4 / 10 Rottentomatoes.com 6 % / Rotten Metacritic 3,5 / 10 BURT REYNOLDS Þessi suðuríkjamaður var án nokkurs vafa kyntákn áttunda áratugarins. JENNIFER CONNELLY Kemst heldur betur í hann krappan þegar hún flytur með unga dóttur sína í hrörlega íbúð í draugablokk. NR. 29 - 2005 • Verð kr. 499 SUMARBLAÐIÐ BARA 499 KR. 21.- 27. júlíj lí 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 MEÐ SNOOP Á RASSINUM! Linda Á sgeirsd óttir leikkon a blóms trar í sumar : Nýorðin mamma! SJÓÐHEITT BOLTAPAR!FÉKK JÓJÓ Í AUGAÐ! Akureyringurin n Helgi Hrafn: Sjáið myndirnar! HEILB RIGÐ OG HR ESS SAMA N! Ragnheiður Guðfinna og Arnar Grant: Besta da gskráin! Auðunn Blöndal óheppinn: Elín Anna og Matthew Pla tt: LJÓMAR MEÐ LÍTINN PRIN S! 01 S&H FORS Í‹A1005 TBL -2 18.7.20 05 18:46 P age 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Aldrei leiðind i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.