Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 50
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20
10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl
14, Su 21/8 kl 14
ÖRLAGAEGGIN-SÖNGLEIKUR
6. sýning 22/7, 7. sýning 24/7 og
lokasýning 28/7
STÓRDANSLEIKUR
HNÍFSDAL
GRAFÍK
FÉLAGSHEIMILINU
LAUGARD.KVÖLD 23. 07.
FORSALA MIÐA HEFST Í HAMRABORG
FIMMTUDAG KL. 10.00
MIÐAVERÐ 2500
MIÐAVERÐ Í FORSÖLU 2200
18 ÁRA ALDURSTAKMARK
2. sýn. fim. 21/7 kl. 19, sæti laus
3. sýn. sun. 24/7 kl. 14, uppselt
4. sýn. þri. 26/7 kl. 19, sæti laus
Heim frá aust-
urströndinni
Rafhljómsveitin Plat, sem spilaði á
Gauki á Stöng í gærkvöld á sérstöku
Resonant-kvöldi, er nýkomin úr tón-
leikaferð um austurströnd Banda-
ríkjanna.
„Ferðin gekk mjög vel,“ segir
Arnar Aðalsteinsson, annar með-
lima Plat. „Við spiluðum í sautján
borgum og áttum frábæra tónleika
jafnframt því að eiga ekki svo góða.
En þetta gekk mjög vel í heildina.“
Síðasta plata Plat, Compulsion,
hefur fengið góðar viðtökur í
Bandaríkjunum, þar sem aðalmark-
aður sveitarinnar er. Hefur hún ver-
ið mikið spiluð í háskólaútvarpinu
þar í landi og var meðal annars í ell-
efu vikur á topp 40 og í sex vikur á
topp 20. Að sögn Arnars eru þeir fé-
lagar byrjaðir á næstu plötu og hafa
sett stefnuna á að fara í tónleikaferð
um vesturströnd Bandaríkjanna til
að fylgja henni eftir. ■
Miðar á aukatónleika Emilíönu
Torrini í Fríkirkjunni eru upp-
seldir. Að sögn Jóhanns Ágústs
Jóhannssonar, starfsmanns 12
Tóna, fóru miðarnir um það bil
tveimur klukkutímum.
Auk tónleikanna í Fríkirkj-
unni þriðjudagskvöldið 26. júlí
kemur Emilíana fram á Nasa í
kvöld. Eftir það leggur hún land
undir fót. Þeir borgarbúar sem
svekkja sig nú yfir því að missa
af Emilíönu í höfuðborginni
gætu því þurft að bregða undir
sig betri fætinum því enn er
hægt að kaupa miða á tónleika
söngkonunnar í Víkurbæ og Ket-
ilhúsinu á www.midi.is. ■
PLAT Hljómsveitin Plat er nýkomin heim úr
tónleikaferð um austurströnd Bandaríkjanna.
Túrhestaleikhús
Kristín G. Magnús hefur skapað
sér einstaka sérstöðu í íslensku
leikhúsi. Hún hefur skemmt er-
lendum ferðamönnum með sýn-
ingum leiknum á ensku í 35 ár.
Efniviðinn hefur hún sótt í ís-
lenska menningu, dans, þjóðtrú,
rímnasöng, þjóðsögur og ævin-
týr. Árum saman hafði Ferða-
leikhúsið aðstöðu í gamla Tjarn-
arbíó en hefur nú undanfarin tvö
sumur sýnt í gamla góða Iðnó.
Að þessu sinni er boðið upp á
leikgerð af Gullna hliðinu eftir
Davíð Stefánsson og í fljótu
bragði virðist það gráupplagt.
Gömul og góð rammíslenskt
kómedía þar sem blandast sam-
an þjóðsaga, hjátrú, sveitaróm-
antík, hrjóstrug og miskunnar-
laus íslensk náttúra að maður
tali nú ekki um kveðskap upp á
gamla móðinn þegar andskotinn
sjálfur fer að heimta sálina hans
Jóns. Sígild barátta góðs og ills
þar sem kerlingin þrátt fyrir
drykkjuskap og kvennafar
bónda síns vill gera allt sem í
sínu valdi stendur til að koma
karlinum til himna. Í stuttu máli
þá er leikgerðin stutt, einföld og
hnitmiðuð þar sem boðskapur
sögunnar kemst skýrt til skila.
Áhorfendur geta brosað og hleg-
ið að groddalegum tilsvörum
Jóns og fengið samúð með
Gunnu hans sem bröltir með
skjóðuna upp um fjöll og firn-
indi upp á von og óvon. Íslensk
fjallasýn í bakgrunni hjálpar til
við að minna á hina hrikalegu
fegurð landsins og nokkrir fróð-
leiksmolar um eitt og annað sem
við kemur íslenskri menningu
fær að fljóta með svona í bónus.
Kannski ekki góð auglýsing fyr-
ir íslenska karlmenn að lýsa
þeim sem sveitadurgum sem
geri lítið annað en heimta
„brennivín“ í sífellu og á sama
hátt að íslenskar konur séu upp
til hópa sannkristnar, umburðar-
lyndar og leggi þrátt fyrir allt
ofurást á þessa durta og dusil-
menni, en hér er bara um
skemmtilegt ævintýri að ræða
og heyrði ég ekki betur en leik-
húsgestir hefðu heilmikið gam-
an af öllu saman.
Kristín G. Magnús í hlutverki
Gunnu gæddi persónu sína
hjartahlýju og náði góðu sam-
bandi við áhorfendur. Túlkun
hennar var einlæg og hún fylgdi
öllu saman vel eftir með skýrri
og góðri framsögn á sinni ensku.
Í þetta skipti hefur hún fengið til
liðs við sig breskan leikara,
Bennett Thorpe sem leikur nán-
ast alla aðra, hvort heldur þeir
sjást á sviðinu eða hljóma sem
raddir af bandi. Sá bregður fyrir
sig ýmsum röddum og birtist í
mismunandi gervum sem flest
virka skemmtilega yfirdrifin og
kómísk. Heldur þótti mér það til
vansa að rödd Óvinarins skyldi
vera flutt af bandi en ekki koma
úr munni leikarans á sviðinu.
Lýsing Lárusar Björnssonar var
við hæfi og hljóðmyndin var
sömuleiðis ágæt og tímasetning-
ar yfirleitt góðar. Sýningin hef-
ur yfir sér einfaldan blæ og
Gullna hliðið skilar sér vel til
áhorfenda.
LEIKLIST
VALGEIR SKAGFJÖRÐ
On the Way to Heaven
Ferðaleikhúsið sýnir í Iðnó
Leikgerð: Kristín G. Magnús Leikstjórn:
Christopher Shaer Lýsing: Lárus Björns-
son Búningar: Dóróthea Sigurfinnsdóttir
og Christopher Shaer Leikarar: Kristín G.
Magnús, Bennett Thorpe og Þorleifur Ein-
arsson Leikraddir: Ísak Ríkarðsson og
Nigel Hunt.
NIÐURSTAÐA: Sígild barátta góðs og ills þar
sem kerlingin þrátt fyrir drykkjuskap og
kvennafar bónda síns vill gera allt sem í sínu
valdi stendur til að koma karlinum til himna.
Í stuttu máli þá er leikgerðin stutt, einföld og
hnitmiðuð þar sem boðskapur sögunnar
kemst skýrt til skila. Áhorfendur geta brosað
og hlegið að groddalegum tilsvörum Jóns og
fengið samúð með Gunnu hans sem bröltir
með skjóðuna upp um fjöll og firnindi upp á
von og óvon.
ON THE WAY TO HEAVEN Valgeir Skagfjörð segir í dómi sínum að sér hafi virst sem
leikhúsgestir hafi haft heilmikið gaman af sýningunni.
Uppselt á tónleika Emilíönu